Tengt Siglufirði
Páll S Árdal fæddist á Akureyri 27. júní 1924. d. 25. mars 2003
Kynforeldrar hans voru Steinþór Árdal, (faðir Pálls Jónssonar Árdal skáld og kennara) og Álfheiður Eyjólfsdóttir.
og Hallfríður Hannesdóttir Árdal, faðir hennar Hannes Jónasson bóksali og Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
Hjónin Páll og Álfheiður fluttust til Siglufjarðar með Pál barnungan.
Árið 1946 kvæntist Páll Harpa Ásgrímsdóttir, sem var dóttir Ásgrímur Pétursson fiskmatsmaður á Akureyri og María Guðmundsdóttir.
Börn þeirra Páls og Hörpu eru:
Hallfríður, félagsráðgjafi,
María leikkona og leikstjóri,
Steinþór forstjóri hjá Upplýsingastofnun heilbrigðismála og
Grímur kvikmyndamaður.
Barnabörnin eru átta talsins.
Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1944, efstur í sínum árgangi. Hann kenndi við M.A. veturinn 1944-45, en hélt þá til náms við háskólann í Edinborg haustið 1945. Hann lauk venjulegu MA-prófi 1949 í heimspeki og latínu, Honours-prófi í heimspeki frá sama skóla 1953 og doktorsprófi í heimspeki þaðan 1961 fyrir verkið Passion and Value in Hume's Treatise.
Hann gerði hlé á námi sínu 1949-51 og gerðist kennari við M.A. en hafði auk þess með höndum eftirlit á heimavist. Hann var aðstoðarfyrirlesari í heimspeki við Edinborgarháskóla 1955 til 1958 og fyrirlesari 1958-69.
Hann var gistiprófessor við Dartmouth College í New Hampshire í Bandaríkjunum á síðara misseri 1963 og aftur 1971, og við University of Toronto á síðara misseri 1966. 1. júlí 1969 var Páll svo skipaður prófessor í heimspeki við Queen's University í Kingston í Ontario og gegndi því embætti til starfsloka.
Hann var útnefndur Charlton-prófessor við skólann 1981, sem er mikill heiður. Hann var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands 1991.
Páll var meðlimur í ýmsum samtökum, eins og The Hume Society, The Canadian Philosophical Association o.fl. og hann var forseti Kingstondeildar Parkinsonsamtaka Kanada.
Ritstörf Páls voru mikil að vöxtum og gæðum og vísast um þau til Æviskráa M.A. stúdenta. Hann var heimsþekktur sérfræðingur um verk skozka heimspekingsins Davids Hume.