Pétur Þorsteinsson verslunarmaður, bifreiðarstjóri

Pétur Þorsteinsson var fæddur í Gilhaga, Lýtingsstaðahreppi Skagafirði 13. maí 1922. Hann lést á Droplaugarstöðum 27. mars 1995. 

Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Hjálmarsdóttir f. 1. ágúst 1900. d. 10. júlí 1984 og  Þorsteinn Magnússon f. 18. apríl 1892, d. 29.apríl 1971.

Pétur var fjórði af 7 systkinum, en þau eru:

Sigrún Rósa Þorsteinsdóttir f. 16. janúar 1918, d. 10. febrúar 1965, 

Jóhanna Þorsteinsdóttir f. 23. apríl 1919, d. 14. mars 1988, 

Pétur Þorsteinsson f. 16. mars 1921 d. 2. júní sama ár, 

Snæborg Þorsteinsdóttir f. 17. október 1926, d. 4. september 1988, 

Jóhannes Þorsteinsson f. 23. mars 1929, d. 10. janúar 1994, 

Pétur Þorsteinsson bifreiðarstjóri

Pétur Þorsteinsson bifreiðarstjóri

Magnús Hjálmar Þorsteinsson f. 29. ágúst 1932 búsettur í Danmörku. 

Pétur kvæntist 20. október 1951 Halldóra María Þorvaldsdóttir f. 20. október 1925, d. 23. júlí 1982. Börn þeirra eru: 

1) Eyrún Pétursdóttir f. 17. apríl 1952 og 

2) Kristinn Ásgrímur Pétursson f. 7. maí 1956. Sambýliskona Péturs frá 1966 er Vilborg Tryggvadóttir.

---------------------------------------

Pétur Þorsteinsson Í dag er til moldar borinn Pétur Þorsteinsson frá Siglufirði. Foreldrar Péturs hættu búskap 1926 og fluttu til Siglufjarðar og þar ólst Pétur upp. Að lokinni skólagöngu stundaði Pétur alla almenna vinnu eins og títt var á þeim tíma.

Hann vann meðal annars í fiskbúð og einnig starfaði hann mörg ár hjá vörubifreiðastöð Siglufjarðar. Sjómennsku stundaði hann einnig í nokkur ár.

Pétur var háseti á togaranum Elliða frá Siglufirði í fjögur ár. Hann var í hópi þeirra lánsömu er björguðust af Elliða er skipið fórst 10. febrúar 1962 vestur af Öndverðarnesi.

Pétur fluttist til Reykjavíkur árið 1966 og hóf störf hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg og starfaði þar til ársins 1989 er hann hætti störfum sökum aldurs. Pétur var félagslyndur og tók virkan þátt í starfsemi Sjálfsbjargar félagasamtökum fatlaðra hér í Reykjavík og sat á mörgum þingum þeirra Sjálfsbjargarmann vítt og dreift um landið síðastliðin 20 ár.

Bókhneigður og listfengur var Pétur með afbrigðum. Hann átti einnig gott með að setja á blað skemmtilegar vísur og tel ég að eitthvað eftir hann hafi Vilborg varðveitt svo og einhverjir af þeim Sjálfsbjargarfélögum er Pétur umgekkst mest. Mikinn kost hafði Pétur fram að bera. Hann talaði aldrei neikvætt um nokkur einasta mann og að jafnaði var hann ánægður með sitt hlutskipti í lífinu. Pétur var traustur, góður og heiðarlegur maður, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju.     

Valdimar Tryggvason.
----------------------------------

Ávalt er Pétur bjó á Siglufirði, þá var hann oftast kallaður Pétur halti, (vegna bæklunar hans) "sennilega" til að skilgreina hann frá alnafna sínum, öðrum Sigfirðingi, Pétri Þorsteinssyni hafnarverði 

Ekki tók Pétur slíka nafngift sem meiðyrði. Og ekki lét hann fötlun sína hindra sig í þeim störfum sem hann tók að sér til sjós eða lands.

Hann var ávalt brosandi og kátur á meðal vina sinna, sem voru margir.