Ragnar Gíslason sjómaður

Morgunblaðið - 19. maí 1998


Ragnar Gíslason fæddist í Ytraholti í Svarfaðardal 28. október 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 11. Maí 1998 

Foreldrar hans voru Halldóra Guðnadóttir og Gísli Jóhannesson, d. 22.6. 1924. Seinni maður Halldóru var Sölvi Sigurðsson og eignuðust þau einn son, 

Jóhannes Gísli Sölvason, sem búsettur er í Bandaríkjunum.

Yngri systir Ragnars er 

 • Auður Gísladóttir og býr hún í Reykjavík. 

Ragnar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, María Guðmundsdóttir, 19.10. 1942. Þeim varð sex barna auðið. Börn þeirra eru:

Ragnar Gíslason - Ljósmyndari ókunnur

Ragnar Gíslason - Ljósmyndari ókunnur

1) Halldóra Guðlaug Ragnarsdóttir, f. 1944. Maki Frímann Gústafsson.
Börn:
 • Guðmundur Frímannsson,
 • Guðlaug Frímannsdóttir,
 • Hrafnhildur Frímannsdóttir og
 • Sigþór Frímannsson.
2) Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir, f. 1946, d. 18.6. 1995. Maki Einar Júlíusson.
Börn:
 • Vilborg Einarsdóttir,
 • Halldóra Einarsdóttir,
 • María Ragna Einarsdóttir og
 • Ólöf Hafdís Einarsdóttir.
3) María Lillý Ragnarsdóttir, f. 1950. Maki Haukur Jónsson skipstjóri.
Börn:
 • Rakel Guðlaug Hauksson,
 • Sigríður Guðrún Hauksdóttir,
 • Ragnar Haukur Hauksson,
 • Pétur Steinn Hauksson,
 • Jón Rúnar Hauksson og
 • Aron Haukur Hauksson.

4) Guðmundur Ragnarsson verkfræðingur, f. 1953. Maki Herdís Sæmundardóttir.
Börn:
 • Steindór Örvar Guðmundsson tölvufræðingur, (móðir; Margrér M Steingrímsdóttir)
 • Sæmundur Guðmundsson og
 • Ása María Guðmundsdóttir.

5) Kristín Ragnarsdóttir, f. 1956. Maki Jón Ásgeirsson.
Börn:
 • Haukur Jónsson og
 • María Lillý Jónsdóttir.

6) Ragnar Ragnarsson skipstjóri, f. 1957, ókvæntur.

Útför Ragnars fór fram frá Siglufjarðarkirkju og hófst athöfnin klukkan 14
------------------------------------------------------

Ragnar Gíslason var fæddur í Ytraholti í Svarfaðardal. 

Gísli Jóhannesson, faðir hans, bóndi í Ytraholti, dó árið 1924 frá eiginkonu og tveimur ungum börnum, Ragnari og Auði. 

Ragnar ólst upp með móður sinni, 

Halldóra Guðnadóttir, en árið 1929 giftist hún Sölvi Sigurðsson og fóru þau hjón að búa á Undhóli í Óslandshlíð í Skagafjarðarsýslu.

Ragnar fór snemma að vinna fyrir sér, bæði tilsjós og lands. Árið 1942 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, María Guðmundsdóttir og hófu þau búskap hér í Siglufirði og bjuggu alla stund hér. Þeim hjónum varð sex barna auðið, sem upp komust og hafa þau öll stofnaði sín eigin heimili og eiga afkomendur nema Ragnar, sem er yngstur og hefur lengst af starfað með föður sínum á sjónum og tók svo við útgerðinni fyrir nokkrum árum, eftir að faðir hans var farinn að kenna sér meins, sem lokaði lífsbók hans 11. maí sl.

Ragnar átti kindur til framfærslu fjölskyldu sinni eins og við margir aðrir Siglfirðingar hér fyrr á árum. Meðan Sameignarfélag fjáreigenda starfaði var Ragnar starfsmaður þess félags öll árin og sá einnig um frystivélarnar yfir veturinn á meðan eitthvað var í geymslunum. Ég vil færa þér, góði vinur, þakkir fyrir samstarfið þessi ár, tryggð þína og trúmennsku fyrir félagið og vináttu okkar í gegnum árin.

Ragnar stundaði útgerð á sínum eigin bátum, lengst af á Kári SI 173. 

Ragnar var einn af þessum mönnum sem eru sívinnandi. Hann lagði sig fram um að vinna heimili sínu og fjölskyldu allt sem hann gat. Meira verður ekki krafist af neinum.

Hinn 19. maí verður Ragnar lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum austan fjarðar þar sem sér vel til Hólshyrnu að sunnan og Neshnjúps og Strákafjalls að norðan og sér vel til allra ferða að og frá firðinum. Ragnari voru vel kunn öll þessi kennileiti allt frá unga aldri, bæði í blíðu og stríðu. Öllum ættingjum Ragnars færi ég samúðarkveðjur, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og sérstakar kveðjur til eiginkonu.

Að lokum kveð ég Ragnar með ljóðlínum eftir Þórarin Hjálmarsson: 

 • Und lífsins oki lengur enginn stynur,
 • sem leystur er frá sínum æviþrautum.
 • Svo bið ég guð að vera hjá þér, vinur,
 • og vernda þig á nýjum ævibrautum. 

Hvíl í friðar faðmi.

Ólafur Jóhannsson.