Ragnar Steinbergsson lögfræðingur

Ragnar Steinbergsson fæddist 19. apríl 1927 á Siglufirði. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 26. Febrúar 1995. 

Foreldrar hans voru Steinberg Jónsson, sölumaður, f. 17.11. 1903, d. 26.8. 1979, og Soffía Sigtryggsdóttir, f. 6.7. 1903, d. 28.8. 1990. 

Bræður hans voru 

Hörður, f. 12.6. 1928, og 

Jón Kristinn, f. 10.10. 1933, d. 11.9. 1984. 

Ennfremur átti hann tvo hálfbræður samfeðra. 

Ragnar kvæntist 2.7. 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, 

Sigurlaug Ingólfsdóttir, f. 2.4. 1928 á Akureyri. 

Ragnar Steinbergsson - Mynd frá KA 25 ára, 1953

Ragnar Steinbergsson - Mynd frá KA 25 ára, 1953

Foreldrar hennar voru  Ingólfur Guðmundsson Seyðfjörð og  Ingibjörg Halldórsdóttir, sem eru bæði látin. 

Þau eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 

1) Guðbjörg Inga, f. 12.2. 1952, læknaritari, maki Kristinn Tómasson, 

2) Soffía Guðrún, f. 18.11. 1955, skrifstofumaður,  maki Steindór Haukur Sigurðsson, 

3) Ingibjörg, f. 9.12. 1957, sjúkranuddari, maki Axel Bragi Bragason, 

4) Ragna Sigurlaug, f. 24.2. 1966, þroskaþjálfi, sambýlismaður Guðfinnur Þór Pálsson. 

Barnabörnin eru átta. 

Ragnar varð stúdent frá MA 17.6. 1947, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1952, varð hdl. 1954 og hæstaréttarlögmaður 1965.

Hann starfaði hjá KEA 1952­1953, var fulltrúi hjá Útvegsbanka Íslands á Akureyri 1954­1968, stundakennari í bókfærslu við MA 1958­1970, forstjóri Sjúkrasamlags Akureyrar 1970­1989 og var í undirbúningsnefnd Læknamiðstöðvarinnar á Akureyri og framkvæmdastjóri hennar frá því hún tók til starfa 1973 og síðan framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eftir samruna þeirra, 1985­1990.

Ragnar rak einnig lögfræðiskrifstofu með öðrum störfum og var ráðinn lögfræðingur tryggingamála hjá sýslumanninum á Akureyri frá 1990. Ragnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum.

Hann var formaður knattspyrnuráðs Akureyrar 1953-­56, formaður Stúdentafélags Akureyrar 1958, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á Norðurlandi 1955­57, í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra og formaður hennar frá 1963, ritari Lionsklúbbs Akureyrar 1964 og formaður 1965, varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri 1958­62, félagskjörinn endurskoðandi hjá KEA frá 1973 og hjá Slippstöðinni hf. frá 1980, í sóknarnefnd Akureyrarkirkju frá 1985, í stjórn Kirkjugarða Akureyrar frá 1986 og formaður Golfklúbbs Akureyrar frá 1989.