Tengt Siglufirði
Sigríður Guðmundsdóttir frá Siglufirði - Fædd 7. apríl 1913 Dáin 31. júlí 1993
Tengdamóðir mín, Sigríður Guðmundsdóttir, lést í sjúkrahúsinu á Siglufirði 31. júlí 1993 80 ára gömul.
Hún var gift Hjörtur Ármannsson lögregluvarðstjóra á Siglufirði, en hann var þekktur fyrir listasmíð og fagra muni sem hann skar út í tré, samanber stólana tvo sem prýða Siglufjarðarkirkju. Hjörtur lést 17. janúar 1992.
Sigríður og Hjörtur eignuðust eina dóttur,
Jóninna Hjartardóttir, maki Kristján Óli Jónsson lögregluvarðstjóri á Sauðárkróki. Þau eignuðust þrjá syni, þáSigríður og Hjörtur eignuðust dreng sem nefndur var Hjörtur. Hann dó fárra mánaða gamall.
Sigríður var áður gift Erik Christiansen, en þau slitu samvistir árið 1947. Þau eignuðust
Eiga þau þrjú börn:
Sigríður og Erik eignuðust síðar dreng sem skírður var Guðmundur Hermann, hann dó fárra mánaða gamall.
----------------------------------------------------------
Sigríður Guðmundsdóttir frá Siglufirði - Fædd 7. apríl 1913 Dáin 31. júlí 1993 Tengdamóðir mín, Sigríður Guðmundsdóttir, lést í sjúkrahúsinu á Siglufirði 31. júlí síðastliðinn 80 ára gömul. Hún var gift Hirti Ármannssyni lögregluvarðstjóra á Siglufirði, en hann var þekktur fyrir listasmíð og fagra muni sem hann skar út í tré, samanber stólana tvo sem prýða Siglufjarðarkirkju. Hjörtur Ármansson lést 17. janúar 1992.
Sigríður og Hjörtur eignuðust eina dóttur, Jóninna Hjartardóttir,
sem var gift Kristján Óli Jónsson lögregluvarðstjóra á Sauðárkróki.
Þau eignuðust þrjá syni, þá Hjört, Kristján og Kristinn.
Sigríður
og Hjörtur eignuðust dreng sem nefndur var Hjörtur. Hann dó fárra mánaða gamall.
Sigríður var áður gift Erik Christiansen, en þau slitu samvistir árið 1947. Þau eignuðust
Ida Christiansen sem gift er Gísla Holgerssyni kaupmanni úr Garðabæ.
Eiga þau þrjú börn:
Sigríður og Erik eignuðust síðar dreng sem skírður var Guðmundur Hermann, hann dó fárra mánaða gamall.
Samtals eru barnabörn frá Idu og Jóninnu orðin sjö.
Sigríður
og Hjörtur ólu einnig upp Þorbjörgu Ósk Þrastardóttur til tólf ára aldurs, en þá fluttist hún suður til Reykjavíkur.
Þorbjörg hefur eignast tvö börn,
þau Ingu Önnu og Daníel.
Ég var lánsamur að fá að kynnast Sigríði Guðmundsdóttur fyrir 30 árum. Ég hef oft reynt að átta mig á hvílík heimskona var þarna á ferð. Þarna fóru saman gáfur og glæsileiki, myndlist, tónlist og miklar tilfinningar. Hún sat á góðri stundu með vinum og góðkunningjum og söng af ástríðu fegurstu lög og kvæði um lífið og tilveruna. Kvæðin um fjöllin og dalina, lyngið og lækinn, eitthvað þjóðlegt og kröftugt, það kunni hún. Stórskáldið Páll J. Árdal var afi hennar og því ekki langt að sækja tilfinninguna fyrir landinu.
Sigríður, Sissý eins og hún var oftast kölluð, fæddist 7. apríl 1913 á Siglufirði. Móðir hennar var Theódóra Pálsdóttir Árdal og faðir hennar Guðmundur Hafliðason hafnarstjóri, sonur Hafliða Guðmundssonar og Sigríðar Pálsdóttur í Hafliðahúsinu á Siglufirði. Þar stendur hár minnisvarði úr norsku grjóti með afsteypu af Hafliða Guðmundssyni hreppstjóra sem gefin var af norskum vinum endur fyrir löngu.
Sissý varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem unglingur að fara til Noregs og Danmerkur til að fræðast um nágrannalönd og læra tungumál. Farið var frá Siglufirði með skipi og þótti afar merkilegt ævintýri. Sigríður var huguð og viljasterk og þorði jafnan að fara eigin leiðir. Hún var ávallt glæsileg til fara og fór eigin leiðir við val á fötum og höfuðbúnaði. Hún vakti jafnan á sér athygli fyrir glæsileik og reisn hvar sem hún fór.
Hún tengdamamma hafði skoðanir á hlutunum og fór ekkert milli mála hvað hún meinti þegar hún lét þær í ljósi. Ég var ánægður með hennar skoðanir. Hún var einnig allra manna hlýjust og viðkvæm mjög þegar lítilmagninn var annars vegar. Ég er helst á því að hún hafi nánast gefið flest af því sem hún taldi sig geta án verið.
Ég kynnist Siglfirðingum á Siglufirði sumarið 1964. Í stuttu máli í brúðkaupsferð okkar hjóna. Þarna kynntist ég heimsmenningu. Systkinin Hafliði Guðmundsson kennari, teiknari, málari, ljóðskáld og lagahöfundur ásamt systur sinni, Sigríði Guðmundsdóttur, bæði tvö listafólk af guðs náð, sungu og spiluðu ásamt góðum gestum langt fram á morgun. Þarna fékk maður að heyra sungin og jóðluð kúrekalög með enskum texta og hvergi hnökrar á. Hafliðahúsið víbraði í andanum og morgunsólin kyssti grasflötina utan við gluggann. Við vorum í Hafliðahúsinu sem Sissý sagði hluta af sér og Siglufirði.
Systkini Sissýar eru: Álfheiður, sem býr í Reykjavík. Hún kveður systur sína með gullfallegum söng af snældu við athöfnina í Siglufjarðarkirkju. Hún getur ekki verið við útförina.
Páll bróðir Sissýar býr í Svíþjóð og hugsar tregablandið norður til æskuslóðanna á þessari stundu. Skemmtilegur maður Páll. Hafliði, bróðir Sissýar, lést fyrir nokkrum árum. Hans verður örugglega minnst þótt síðar verði af Siglfirðingum fyrir störf hans við skóla og kennslustörf, fyrir myndlist og tónlistarstörf, fyrir kveðskap og þá félagslegu þátttöku sem hann vann fyrir Siglufjörð og Siglfirðinga. Einnig er látinn Jóhannes (Jonni) fyrir mörgum árum. Hann varð þekktur fyrir tónlistarstörf, þótt ungur væri þegar hann andaðist af slysförum.
Hálfbræður Sissýar (sammæðra) voru Karl og Ingi sem báðir eru látnir. Uppeldisbróðir Sissýar var Guðmundur Jónsson, kenndur við Grímsey.
Allt tekur enda.
Það var leitun að manneskju sem var í raun meiri Siglfirðingur en Sigríður Guðmundsdóttir. Hún var fróðari flestum um gömlu góðu árin á Siglufirði. Hún vissi allt um "síldar-spekúlanta" og atvinnufyrirtæki. Hún þekkti menn og málefni. Þetta voru árin þegar menn voru "stórir" og allt stóð eða féll með sumum þessara manna. Hafflöturinn var sem skógi vaxinn af möstrum erlendra og innlendra skipa. Þetta var upphafið að velgengninni. Þetta voru síldarárin.
Ég held það hafi verið mikið lán fyrir Siglfirðinga að fá frásögn Sigríðar og fleiri tekna upp á segulband af Ríkisútvarpinu hér um árið varðandi gömlu síldarárin á Siglufirði.
Það er umhugsunarvert hve afar sterkur hluti manneskjan er af umhverfinu. Fyrir mér verður Siglufjörður ekki sá sami eftir lát heiðurshjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Hjartar Ármannssonar.
Við þökkum læknum og hjúkrunarfólki svo og öllu starfsliði sjúkrahússins á Siglufirði fyrir veitta aðstoð og góðvild síðustu mánuði.
Gísli Holgersson.