Tengt Siglufirði
Sigríður Pétursdóttir, Siglufirði - Fædd 30. apríl 1915 Dáin 18. nóvember 1991 -
Laugardaginn 23. nóvember var til moldar borin frá Siglufjarðarkirkju tengdamóðir mín hún Sigga eða Didda eins og hún var alltaf kölluð á Siglufirði.
Maki hennar var Þorsteinn Sveinsson Hún var fædd í Skagafirði
og ólst þar upp.
Allan sinn búskap bjó hún á Siglufirði, en þar giftist hún 1941 Þorsteinn Sveinsson sem lést árið 1965, þau eignuðust 3 börn
Og langömmubörnin eru nú orðin 4.Hún var stolt af hópnum sínum þó ekki væri hann stór. Ég kynntist Siggu árið 1973 þegar ég kom til hennar í fyrsta sinn á Siglufjörð, þá tók hún brosandi á móti mér og var hennar viðmót ætíð þannig, því alltaf gat hún gefið hlýju, hvernig sem á stóð. Og sóttu hana allir vel heim. Með þessum orðum ætlaði ég ekki að rekja ævisögu hennar, heldur að rita nokkur kveðjuorð.
Og nú þegar sorgin ber að dyrum hjá okkur öllum og okkur líður illa getum við huggað okkur við það að henni líði vel, og sorgin verður að teljast náðargjöf, því einn sá getur syrgt, sem elskað hefur, og sá einn hefur mikið misst sem mikið hefur átt eins og við. Ef tilveran heldur áfram eftir dauðann eins og við viljum trúa veit ég að sambandið við hana, helst með þráðlausum skeytum hugans, og mynd hennar lifir í hjörtum okkar. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari kostakonu og bið ég góðan guð að geyma hana og blessa minningu hennar.
Hilmar G Sverrisson
(ath: röðun aðeins breitt frá orginal)