Sigurbjörn Frímannsson

Sigurbjörn Frímannsson Hann fæddist í Steinhóli í Haganeshreppi í Skagafirði hinn 26. apríl 1917. Hann lést 16. nóvember 2005. 

Foreldrar hans voru  Jósefína Jósepsdóttir, f. 18. janúar 1895 á Stóru Reykjum, d. 7. október 1957, og Frímann Guðbrandsson, f. 12. janúar 1892 á Steinhóli, d. 5. maí 1972.

Sigurbjörn var fjórði í röð sextán systkina.

Hinn 17. september 1942 gekk Sigurbjörn gekk að eiga Ragnheiður Pálína Jónsdóttir, f. 5.12. 1919, d. 21.11. 1998, í Barðskirkju í Fljótum. 

Þau áttu saman fjögur börn. Þau heita:

1) Jósefína S. Sigurbjörnsdóttir, f. 17.10. 1943, maki hennar er Árni Theodór Árnason, f. 5.11. 1940.  Börn þeirra eru
 • Björn Heiðar Guðmundsson, f. 2.10. 1960, kona hans er Freyja Þorsteinsdóttir þau eiga fjögur börn;
 • Adolf Árnason, f. 4.2. 1964, kona hans er Elín Birna Bjarnardóttir og
  þau eiga fimm börn;
 • Margrét Dóra Árnadóttir, f. 17.2. 1967, maður hennar er Hörður Harðarson og þau eiga fjögur börn;
 • Linda Björk Árnadóttir, f. 4.9. 1972, maður hennar er Ingimundur J. Bergsson og þau eiga fjögur börn.
Sigurbjörn Frímannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Sigurbjörn Frímannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

2) Þórkatla Sigurbjörnsdóttir
Börn þeirra eru:
f. 31.10. 1946, maður hennar var Kristján Pétursson, f. 10.11. 1947, d. 15.1. 2005.
 • Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, f. 13.1. 1968, maður hennar er Þorsteinn Kruger og þau eiga saman þrjú börn;
 • Pétur Guðjón Kristjánsson, f. 6.7. 1970 og hann á tvö börn;
 • Helga Sóley Kristjánsdóttir, f. 24.4. 1976;
 • Halla Björk Kristjánsdóttir, f. 20.8. 1977, hún á eitt barn;
 • Kristín Mjöll Kristjánsdóttir, f. 9.8. 1980, maður hennar er Atli S. Friðbjörnsson og þau eiga eitt barn.
3)
f. 31.10. 1946, kona hans er Nína Goncharova. Jón Heimir á tvö börn,
 • Ragnheiður Jónsdóttir, f. 28.1. 1970, maður hennar er Stefan Möller og eiga
  þau eitt barn;
 • Arnar Heimir Jónsson, f. 14. nóvember 1973, kona hans er Auður María Þórhallsdóttir og eiga þau þrjú börn.
4) Helga S. Sigurbjörnsdóttir,
f. 19.8. 1957, maður hennar er
Guðni Þór Sveinsson
og börn þeirra eru:
 • a) Rakel Anna Guðnadóttir, f. 20.12. 1973, maður hennar er Patrekur Jóhannesson og þau eiga þrjú börn;
 • b) Sindri Þór Guðnason, f. 21.6. 1977, kona hans er Rut Hilmarsdóttir og þau eiga saman tvö börn;
 • c) Ragnheiður Birna Guðnadóttir, f. 27.1. 1984, maður hennar er Tómas Helgason, þau eru barnlaus;
 • d) Guðni Brynjar Guðnason, f. 4.7. 1994.

Sigurbjörn ólst upp á Steinhóli fyrstu æviár sín, seinna flutti hann með fjölskyldu sinni að Austarahóli í Fljótum. Sigurbjörn fór snemma að vinna við öll almenn sveitastörf þ.á m. hjá Jónmundi á Laugarlandi í þrjú ár og Hafliða í Neskoti í Fljótum.

Hann flutti til Siglufjarðar rúmlega tvítugur, eða árið 1939. Hóf hann vinnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, mjölhúsinu og söng í mörg ár með Karlakórnum Vísi. Hann tók einnig meirapróf á vörubíl og vann á vörubílastöð Siglufjarðar, auk þess kenndi hann á bifreiðar. Sigurbjörn og Ragnheiður unnu á Hólsbúinu í nokkur ár.

Einnig vann Sigurbjörn í mörg ár í frystihúsi SR og síðar frystihúsi Þormóðs ramma. Síðustu æviár sín bjuggu þau hjónin hjá dóttur sinni Helgu og tengdasyni sínum Guðna Sveinssyni á Suðurgötu 54 á Siglufirði.