Tengt Siglufirði
Sigurlína Gísladóttir fæddist á Siglufirði 11. mars 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 13. júní 2008.
Foreldrar hennar voru Ásta Kristinsdóttir, f. 12. des. 1905, d. 9. júní 1943, og Gísli Sigurðsson bókavörður, f. 20. maí 1905, d. 10. nóvember 1986.
Sigurlína ólst upp hjá
Jóhanna Þórðardóttir, f. 12. febrúar 1900, d. 15. apríl 1987, og Ólafur Helgi Guðmundsson, (Ólafur Guðmundsson) f. 28. september 1906, d. 21. mars 1959.
Systkini Sigurlínu eru
Eiginmaður Sigurlínu er Valur Johansen, f. 4. júlí 1941. Foreldrar hans voru
Einarsína Guðmundsdóttir, f. 8. september 1913, d. 24. febrúar 1989, og Aage Johansen, f. 7. apríl 1914, d. 9. júní 1994.
Dætur Sigurlínu eru:
Börn Sigurlínu og Vals eru:
Sigurlína ólst upp á Siglufirði og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún fór í Húsmæðraskólann
að Laugum. Lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir á stóru heimili en einnig starfaði hún um tíma hjá Pósti og síma og hjá Siglufjarðarleið.
-----------------------------------------------
Mbl 21. janúar 2008
✝ Sigurlína Gísladóttir fæddist á Siglufirði 11. mars 1940. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 13. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Ásta Kristinsdóttir, f. 12. des. 1905, d. 9. júní 1943, og Gísli Sigurðsson, f. 20. maí 1905, d. 10. nóvember 1986.
Sigurlína ólst upp hjá Jóhönnu
Þórðardóttur, f. 12. febrúar 1900, d. 15. apríl 1987, og Ólafi Helga Guðmundssyni, f. 28. september 1906, d. 21. mars 1959.
Systkini Sigurlínu eru
Sigurlína ólst upp á Siglufirði og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún fór í Húsmæðraskólann að Laugum.
Lengst af var hún heimavinnandi húsmóðir á stóru heimili en einnig starfaði hún um tíma hjá Pósti og síma og hjá Siglufjarðarleið.
Útför Sigurlínu verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Lof og dýrð og eilíf þökk sé þér, þér, sem stöðugt vakir yfir mér. Þitt er gullið. Brenndu sorann braut, breyt í sigurgleði hverri þraut. Góði faðir, gef þú anda mínum guðdómsneista af alkærleika þínum. (Steingrímur Arason) Það eru margar góðar minningar sem flögra upp í hugann þegar ég kveð elskulega frænku mína, Sigurlínu Gísladóttur.
Minningar um ferðir á Siglufjörð
mörg sumur og páska þegar ég var yngri. Við mamma, Sillín og Vala sitjandi inni í eldhúsi að spjalla. Við Vala í barbí, spilað inni í stofu, mín fyrsta ferð á
gönguskíði inn að Hóli, á keppnisskíðum frá strákunum og eitthvað gekk nú illa að halda jafnvægi. Það var alltaf svo gott að koma til Sillínar og Vals á
Sigló og oft mikið hlegið og glatt á hjalla. Sillín frænka mín var yndisleg kona, hlý og hugulsöm. Síðustu árin átti hún í erfiðum veikindum og trúi ég
því að hún sé nú komin á góðan stað. Elsku Valur, Hanna, Linda, Óli, Áki, Vala, Gísli og fjölskyldur, ég votta ykkur innilega samúð mína og er með
ykkur í anda.
María Valsdóttir.