Sigurður Jakobsson Dalabæ

Sigurður Jakobsson. F.24. júní 1901 d. 1.10.1980 

Sigurður tók við búi af föður sínum árið 1930 ásamt unnustu sinni, Þórhalla Hjálmarsdóttir, foreldrar hennar voru, Hjálmar Kristjánsson, og kona hans, Kristrún Snorradóttir, frá Húsabakka í Aðaldal.

Vorið 1940 reið 10 ára drengsauli yfir Skjöld og Dalaskarð með gömlum vini föður síns, Sigurði bónda Jakobssyni á Dalbæ. Þeir höfðu lagt af stað skömmu eftir náttmál frá Siglufirði og meðan hestarnir fetuðu tæpa sneiðinga á björtu vorkvöldinu spjölluðu þeir margt.

Dökkt var yfir. Stálgráar, ómanneskjulegar hersveitir Hitlers streymdu um Evrópu. Bretar stóðu einir gegn vinnumennskunni og fyrir nokkrum dögum höfðu breskir hermenn búið um sig á Siglufirði.

Fyrst hneig orðræða Sigurðar einkum að þessum nýjustu viðburðum. Við höfðum á tilfinningunni að við lifðum atburði sem þættu að líkindum tíðindi um alla framtíð. —

Sigurður Jakobsson.

Sigurður Jakobsson.

En brátt kom þar að djúpur undirstraumur sögunnar flæddi af vörum hans. Göturnar voru honum kunnar, fjöllin og leiðirnar yfir þau bernskuslóðir hans,

Strengur, Seti, Gjár, auk leiðarinnar sem ein var sæmilega fær með hesta og við riðum nú. Og kynslóðirnar liðu mér fyrir hugskotssjónum, störf þeirra og strit, barátta við harðleikin náttúruöfl nyrst á Tröllaskaga, „á ströndinni við hið ysta haf". Um miðnætti komum við að Dalbæ. Ljósbrúnt timburhús portbyggt með myndarlegum gluggum, háu risi og skúr, sem lækkaði til norðurs, hvíldi við fjallsrætur.

Bjart var til hafsins og sól myndi rísa fyrir óttu að líkindum. Halla húsfreyja fagnaði okkur vel, nýjum sumarmanni, lágum í lofti, ekki síður en bónda sínum. Og innan tíðar hvíldist hann á bekk undir hlýrri og hreinni sæng.

Þessi fyrsta ferð mín með Sigurði Jakobssyni eða Sigga á Dalabæ, eins og hann var oft kallaður og kunni sjálfur vel, var aðeins forsmekkur þess sem koma skyldi. Og einhvern veginn finnst mér nú að hlekkur í þessari sögu sem var bæði gömul og ný: Við bárum mykju á völl.

Við klufum tað. Við tókum upp svörð, þurrkuðum, klufum, hreyktum. Við slógum með orfi og ljá, snerum með hrífu, tókum saman, sumrin sem ég dvaldist á Dalabæ hafi að ýmsu leyti orðið mér drýgri til þroska en margi vetur á skólabekk.

Þar kynntist ég ekki aðeins því jafnvægi erfiðisverka og andlegra iðkana, sem áttu drjúgan þátt í að íslensk menning var um aldir sameign þjóðarinnar en ekki spariflík fámennar yfirstéttar, heldur lifði ég einnig nítjándu öldina að nokkru þó að liðnir væru fjórir tugir þeirrar tuttugustu.

Sigurður Jakobsson var fæddur á Dalabæ 24. júní 1901.

Hann var sonur hjónanna Jakob Þorkelsson og  Ólöf Einarsdóttir sem áttu jörðina og bjuggu þar við rausn um langan aldur. — Dalabær á Úlfsdölum var talin ein besta jörðin í Hvanneyrarhreppi. Að vísu var hún ekki nema 20 hundruð að dýrleika að fornu mati en bændur þar stunduðu tíðum sjó af kappi, enda ekki langróið jafnan, og efuðust margir vel. —

Sigurður tók við búi af föður sínum árið 1930 ásamt unnustu sinni, Þórhalla Hjálmarsdóttir. 

Foreldrar Hjálmar Kristjánsson, og kona hans, Kristrún Snorradóttir, frá Húsabakka í Aðaldal. 

Sigurður og Þórhalla giftu sig 19. febrúar 1931. Sambúð þeirra varði því í hálfa öld.

Börn eignuðust þau fimm: 

Jakobína Ólöf Sigurðsdóttir, 

Halla Kristmunda Sigurðardóttir, 

Steingrímur Dalmann Sigurðsson, 

Þórður Rafn Sigurðsson og 

Sigurður Helgi Sigurðsson

Synirnir eru allir skipstjórar, þeir eldri tveir í Vestmannaeyjum, sá yngsti á Siglufirði. 

Jakobína Ólöf er húsfreyja í Eyjum en Halla á Akureyri. 

Tæpa hálfa öld átti Sigurður heima á Dalabæ. Hann gerþekkti jörðina og Úlfsdalina alla, fólkið sem þar bjó og hafði búið. — Niðri við Vogu, lendingu Dalabæjarbænda, lágu stórir lifrapottar í þúfunum, ryðgaðar sóknir og digrar festar. Sögur af hákarlaveiðum Dalamanna og Siglunesinga urðu meira en þurr sagnfræði á vörum Sigurðar.

Ljóslifandi komu þeir á móti manni, gömlu hákarlamennirnir. Svalviðri og sólbjarta daga, stórhríðarvikur og vorbjartar nætur bar fyrir augu. Það var fólkið í þessu landi, annir þess og erfiði, sem gæddi horfna tíma lífi. Og við vorum hlekkur í þessari sögu sem var bæði gömul og ný: Við bárum mykju á völl. Við klufum tað. Við tókum upp svörð, þurrkuðum, klufum, hreyktum.

Við slógum með orfi og ljá, snerum með hrífu, tókum saman, bundum. Við gengum á reka. Og við sóttum sjó þegar óþurrkar voru. — Véltækni var fátækleg. Sem betur fer finnst mér nú. Við sáum ekki bíl og traktorar heyrðu innsveitum og góðsveitum til. En stundum greindum við skipalestir Bandaríkjamanna við sjónbaug. Þær fluttu hergögn til Rússlands. —

Í miðri síðari heimsstyrjöldinni unnum við sams konar störf með svipuðum verkfærum og Dalamenn um aldir, líklega frá dögum Úlfs víkings en haugur hans blasti við fyrir neðan Klifið. Og við fundum til sams konar starfsþrár og gengnar kynslóðir þegar við vöknuðum í bjartri morgunsól sem lofaði löngum, heiðum degi, sams konar gleði þegar við fengum blöndukönnuna til okkar í flekkinn og sams konar þreytu er við ösluðum heim blautar mýrar með orf um öxl. 

Eins og vonandi hefur komið fram í þessum greinarstúf hafði Sigurður Jakobsson ánægju af samræðum. Hann var einn mestur snillingur skemmtilegra viðræðna og kátlegra frásagna sem ég hef kynnst. En hann var ekki einungis sagnaþulur. Hann var líka brot af lífsspekingi. Hann talaði oft um þann vanda sem fylgir því að vera manneskja og það gerði hann á þann hátt að seint gleymist. Enn á ég bréf frá honum sem hann sendi mér fermingarvorið mitt. Þar er hann lifandi kominn:

Elskuleg blanda af glettni og alvöru, lítillæti og þeim sjálfsþótta sem aldrei getur umhverst í hroka. Sigurður Jakobsson var afar vel kvæntur. Hann mat líka konu sína mikils og dró aldrei dul á þá virðingu sem hann bar fyrir henni. Þórhalla er ekki einungis vel greind, eins og hún á kyn til, heldur og góð kona og höfðingi til geðs og gerðar. Hún átti sinn þátt, og hann ófúinn, í að gera dvölina á Dalabæ minnilega.

Hún sagði vel frá, engu síður en maður hennar, en ólík voru þau þó. Hugblæ liðins tíma gat hún töfrað fram með einni stuttri setningu enda skáld gott eins og margir ættmenn hennar og sjór af vísum og kvæðum. Næmt skyn á það sem vel fór í máli, bundu sem óbundnu, olli því að hún kenndi án þess að vita af því. Nú er Dalabær í eyði. Halla og Sigurður brugðu búi 1950 og fluttust til Siglufjarðar.

Þau settu heimili sitt nyrst í kaupstaðnum, næst Úlfsdölum eftir að bílum var tekið að aka gegnum Stráka og ferðir yfir Skjöld, Streng og Gjár lögðust af. Og nú er Sigurður, vinur minn, enn fluttur um set. „Ég finn til skarðs við auðu ræðin allra sem áttu rúm á sama aldarfari," kvað Stefán G. Ég finn til saknaðar við andlát Sigurðar Jakobssonar. Mér þótti hann ætíð dæmigerður fulltrúi veraldar sem var, veraldar sem við eigum rætur í og megum aldrei gleyma. Höllu og ástvinum hennar sendum við hjónin hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi þeim minninguna um góðan dreng. 

Ólafur Haukur Árnason
-------------------------------------------------

Meira má lesa um Sigurð Jakobsson hérna, tengt björgunarafreki í nánd við Dalabæ og Sauðarnes   

Sigurður Jakobsson og Þórhalla Hjálmarsdóttir

Sigurður Jakobsson og Þórhalla Hjálmarsdóttir