Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SR

Sigurður Jónsson fæddist í Hafnarfirði 11. desember 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 11. nóvember 2007. 

Foreldrar hans voru  Jón Bergsteinn Pétursson, skósmiður í Hafnarfirði, f. 28. janúar 1884, d. 24. júlí 1958, og kona hans, Jóna Gísladóttir, f. 16. febrúar 1890, d. 22. nóv. 1980. 

Systkini Sigurðar eru

Guðvarður Jónsson, f. 1916, d. 1977,

María Guðbjörg Jónsdóttir, f. 1925, d. 2003 og

Elín Jónsdóttir, f. 14. sept. 1931, maki Emil Pálsson.

Eiginkona Sigurðar er 

Gyða Jóhannsdóttir, (skírnarnafn Guðný) frá Þrasastöðum í Stíflu í Fljótum í Skagafirði, f. 19. september 1923. 

Sigurður Jónsson -SR

Sigurður Jónsson -SR

Synir þeirra eru:

1) Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Fyrri kona hans er Steinunn Stefánsdóttir, bókasafnsfræðingur frá Akureyri. Þau skildu.

Sonur þeirra er

Sigurður Sigurðsson, forstjóri
Exista, maki
Berglind Skúladóttir Eggerz
, börn þeirra eru
 • Bryndís Kara, 8 ára, og
 • Stefán Ingi, 6 ára.

Seinni kona Valtýs er Svanhildur Kristjánsdóttir frá Hólmavík, fyrrverandi flugfreyja. Þau skildu. Börn þeirra eru

 • a) Ásthildur, maki Juan Camillo Román Estrada, búsett hérlendis,
 • b)Kristín Anna píanóleikari, maki David Portner, þau eru búsett í New York, 
 • c) Gyða sellóleikari, og
 • d) Jónas, sem er 11 ára.

2) Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor í heimilislækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Fyrri kona hans er Edda Benediktsdóttir lífefnafræðingur. Þau skildu. Börn þeirra eru:

a) Gísli Heimir Jóhannsson flugstjór
i, maki
Thelma Friðriksdóttir
innanhússarkitekt
.
 • Bríet Eva, sjö ára.

Sambýliskona Gísla Heimis er Unnur Gunnarsdóttir flugfreyja

b) Vala Dröfn líffræðingur
, sonur hennar er
 • JóhannÁgúst Ólafsson, sex ára.
c) Margrét Gyða
sem er í námi.

Seinni kona Jóhanns er Linn Getz, læknir og dósent við læknaskólann í Þrándheimi. Þau eiga tvö börn,

 • Iðunni 10 ára og
 • Jan 8 ára.

Sigurður Jónsson lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1934 og varð jafnframt dúx skólans. Tveimur árum síðar fór hann til Siglufjarðar og hóf störf hjá Síldarverkmiðjum ríkisins sem gjaldkeri og síðar skrifstofustjóri. Hann varð framkvæmdastjóri fyrirtækisins í janúar 1947 til ársins 1971.

Jafnframt því var hann framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar í 10 ár. Á þessum árum urðu þáttaskil í útgerð hér á landi þegar síldin hvarf af miðunum og hafði það áhrif á allt atvinnulíf landsmanna.

Árið 1971 tók Sigurður við framkvæmdastjórastöðu hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands hf. og flutti fjölskyldan þá til Reykjavíkur. Sigurður var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir störf að atvinnumálum.

Fyrir nokkrum árum þurfti Sigurður að gangast undir erfiða aðgerð á baki og náði ekki heilsu eftir það. Lá hann rúmfastur heima um hríð en fékk síðan inni á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem hann dvaldi uns yfir lauk.