Tengt Siglufirði
Sigurður Guðmundsson fæddist á Siglufirði 29. október 1955. Hann varð bráðkvaddur 20. janúar 2006, 49 ára að aldri.
Foreldrar hans voru Guðmundur Kjartan Guðmundsson sjómaður á Siglufirði, f. 28. mars 1907, d. 23. ágúst 1957, og Valgerður Þorsteinsdóttir, f. 25. febrúar 1918, d. 26. maí 1989.
Síðari maður Valgerðar og fósturfaðir Sigurðar var Sigurður Þorvaldsson stýrimaður, f. 14. júlí 1928, d. 8. júní 2001.
Systkini Sigurðar eru
Hinn 19. mars 1983 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Þórhalla Guðmundsdóttir. Bjuggu þau allan sinn búskap í Breiðvangi 16 í Hafnarfirði.
Sigurður ólst upp á Siglufirði en flutti þaðan 1974 til Hafnarfjarðar og bjó þar síðan. Hann stundaði ýmis störf til sjós og lands, en lengst af vann hann í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, alls um tíu ár, svo og í Kassagerð Reykjavíkur í rúm tuttugu ár.