Sigurður Þorvaldsson, sjómaður

Sigurður Þorvaldsson fæddist í Héðinsfirði 14. júlí 1928. Hann lést 8. júní síðastliðinn á Landspítalanum Fossvogi. 

Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Sigurðsson, f. 27.4. 1899 að Grundarkoti í Héðinsfirði, d. 17.6. 1981, og Ólína Einarsdóttir, f. 18.12. 1904, að Ámá í Héðinsfirði, d. 23.11. 1976.

Fjölskyldan bjó að Vatnsenda í Héðinsfirði fram til ársins 1949 er þau fluttu til Siglufjarðar. 

Systkini Sigurðar voru:

1) Einar Ásgrímur Þorvaldsson f. 1924, d. 1952, 

2) Halldóra María Þorvaldsdóttir, f. 1925, d. 1982, Sigurður, f. 1927, d. 1927, 

3) Elín Fanney Þorvaldsdóttir, f. 1929, Anna Lilja, f. 1931, 4) 

4) Kristinn Ásgrímur Þorvaldsson, f. 1933, d. 1955, 

Sigurður Þorvaldsson - Ljósmyndari ókunnur

Sigurður Þorvaldsson - Ljósmyndari ókunnur

5) Haraldur Freyr Þorvaldsson, f. 1936, d. 1999. 

6) Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 1941.

Sigurður hóf sambúð með Valgerður Þorsteinsdóttir árið 1959. Þau slitu samvistir 1981. Valgerður lést árið 1989. Þau eignuðust einn son,

Einar Ásgrím Sigurðsson, f. 15.11. 1959, maki Stefanía G Ámundadóttir, f. 3.1. 1962, þeirra börn

Sigurður Bjarki, f. 18.7. 1985,

Dagný Vala, f. 21.3. 1990, og

Sylvía Rós, f. 11.12. 1996. 

Börn Valgerðar eru:

Leifur Hreggviðsson og

Ragnar Guðmundsson,

Sólborg Guðmundsdóttir,

Kjartan Guðmundsson,

Sævar Guðmundsson,

Freyja Guðmundsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir,

Heiðrún Guðmundsdóttir,

Þorsteinn Guðmundsson 

Sigurður Guðmundsson.

Sigurður stundaði lengst af sjómennsku á ýmsum bátum á Siglufirði og víðar en einnig á eigin trillu frá Siglufirði. Fjölskyldan flutti suður 1974, hann starfaði nokkur ár hjá ÍSAL en lengst af hjá skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði en þegar starfsemin hætti þar hætti Sigurður störfum 67 ára að aldri. Sigurður bjó lengst af á Álfaskeiði.