Skarphéðinn Guðmundsson kaupfélagsstjóri

Skarphéðinn Guðmundsson, fæddist á Siglufirði 7. apríl 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. janúar 2003. 

Foreldrar hans voru Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri, f. 1895, d. 1932, og Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir, f. 1907, d. 1935. (Ebba Flóvents)

Systkini Skarphéðins eru:  

 • 1) Ari Guðmundsson, f. 1927,Maki Birgit Gudmundsson, búsett í Svíþjóð, 
 • 2) Birgir Skarphéðinsson, f. 1929,maki Mary A. Marinósdóttir, búsett í Hafnarfirði og 
 • 3) Brynhildur Guðmunda Skarphéðinsdóttir, f. 1932, d. 1933.

Skarphéðinn kvæntist árið 1951 Esther Anna Jóhannsdóttir, f. 13.8. 1930, dóttur hjónanna  Guðný Kristjánsdóttir, f. 1907, d. 2000, og Jóhann Byström Jónsson, f. 1900, d. 1955. 

Börn Skarphéðins og Estherar eru:

Skarphéðinn Guðmundsson

Skarphéðinn Guðmundsson

Sonur Ebbu er Róbert Benediktsson verkamaður, f. 1971, unnusta Lára Tryggvadóttir, f. 1978. 
2) Guðmundur Skarphéðinsson fjármálastjóri, f. 1951, maki Margrét Sigmannsdóttir sjúkraliði, f. 1951. Börn þeirra eru:
 • a) Skarphéðinn Guðmundsson sagnfræðingur og blaðamaður, f. 1972, maki Hrund Þrándardóttir sálfræðingur, f. 1972, sonur þeirra er
 • a) Guðmundur Skarphéðinsson, f. 2000, og
 • b) Margrét Guðmundsdóttir þjónustustarfsmaður, f. 1979, unnusti Kjartan Rútsson, f. 1980.
  Fyrir átti Guðmundur soninn
 • Kári Arnar Guðmundsson, f. 1971.

3) Guðný Skarphéðinsdóttir kirkjuvörður, f. 1952, maki Sigurður Emil Einarsson verslunarmaður, f. 1950. Börn þeirra eru:
 • a) Davíð Sigurðsson lagermaður, f. 1971, sambýliskona Gréta Guðmundsdóttir verslunarmaður, f. 1973, dóttir þeirra er
 • a) Hólmfríður Erla Davíðsdóttir, f. 2002.
 • b) Erla Davíðsdóttir skrifstofumaður, f. 1970, sambýlismaður Marsel Ostheimer framkvæmdastjóri, f. 1967.
 • c) Esther Davíðsdóttir leikskólastarfsmaður, f. 1978, sambýlismaður Friðrik Egilsson bakari, f. 1976, dætur þeirra eru
 • Anita Björk Friðriksdóttir, f. 1996 og
 • Eva Rut Friðriksdóttir, f. 1998.
4) Jóhann Skarphéðinsson skrifstofumaður, f. 1953, maki var Hanna Jóna Björnsdóttir bankastarfsmaður, f. 1959, þau skildu. Börn þeirra eru:
c) Sandra Björk Jóhannsdóttir, f. 1995.
Fyrir átti Jóhann dótturina
Esther Önnu skrifstofumann, f. 1970, sonur hennar er
 • Hafþór, f. 1989.
 • 5) Valur Skarphéðinsson auglýsingateiknari, f. 1956, d. 2. júní 2000.
6) Gunnar Rafn Skarphéðinsson farmaður, f. 1964, maki Bergþóra K Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1961, synir þeirra eru
 • Jóhann Andri Gunnarsson, f. 1989,
 • Davíð Þór Gunnarsson, f. 1993, og 
 • Hafþór, f. 1995. 
7) Brynhildur Skarphéðinsdóttir húsmóðir, f. 1965, maki Valur Blomsterberg markaðsfræðingur, f. 1959, synir þeirra eru
 • Bjarni Valsson, f. 1991, og
 • Valur Valsson, f. 1993.

Skarphéðinn útskrifaðist frá Samvinnuskólanum árið 1950 og hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Siglfirðinga, við verslunar- og skrifstofustörf til ársins 1961, er hann tók við sem kaupfélagsstjóri félagsins, og gegndi því starfi til ársins 1971, en þá hóf hann störf hjá Kaupfélagi V-Skaftfellinga í Vík í Mýrdal og starfaði þar til ársins 1972.

Hann hóf störf sem skrifstofustjóri Kaupfélags Hafnfirðinga árið 1972 og gegndi því starfi til ársins 1974 er hann tók við stöðu skrifstofustjóra Samvinnubankans í Hafnarfirði (síðar Landsbanki Íslands), og gegndi hann því starfi þar til hann veiktist mjög skyndilega í maí 1993. Skarphéðinn tók þátt í ýmsum félagsstörfum, meðal annars var hann í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborg, í stjórn Íþróttabandalags Siglufjarðar, í stjórn Skíðasambands Íslands og Bláfjallanefndar.

Hann var einn af stofnendum Félags aldraðra í Hafnarfirði og í stjórn þess, einnig var hann í stjórn og starfaði í ýmsum nefndum fyrir Alþýðuflokkinn á Siglufirði og í Hafnarfirði: Skarphéðinn var félagi í Oddfellow-reglunni Bjarna riddara í Hafnarfirði. Skarphéðinn keppti í skíðastökki á flestum landsmótum frá 1948-1964 og varð Íslandsmeistari í þeirri grein 1953, 1958, 1960 og 1962.

Árið 1960 keppti hann í skíðastökki á Vetrarólympíuleikunum í Squaw Walley í Kaliforníu.