Tengt Siglufirði
Skarphéðinn Guðmundsson, fæddist á Siglufirði 7. apríl 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. janúar 2003.
Foreldrar hans voru Guðmundur Skarphéðinsson skólastjóri, f. 1895, d. 1932, og Ebba Guðrún Brynhildur Flóventsdóttir, f. 1907, d. 1935. (Ebba Flóvents)
Systkini Skarphéðins eru:
Skarphéðinn kvæntist árið 1951 Esther Anna Jóhannsdóttir, f. 13.8. 1930, dóttur hjónanna Guðný Kristjánsdóttir, f. 1907, d. 2000, og Jóhann Byström Jónsson, f. 1900, d. 1955.
Börn Skarphéðins og Estherar eru:
Skarphéðinn útskrifaðist frá Samvinnuskólanum árið 1950 og hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Siglfirðinga, við verslunar- og skrifstofustörf til ársins 1961, er hann tók við sem kaupfélagsstjóri félagsins, og gegndi því starfi til ársins 1971, en þá hóf hann störf hjá Kaupfélagi V-Skaftfellinga í Vík í Mýrdal og starfaði þar til ársins 1972.
Hann hóf störf sem skrifstofustjóri Kaupfélags Hafnfirðinga árið 1972 og gegndi því starfi til ársins 1974 er hann tók við stöðu skrifstofustjóra Samvinnubankans í Hafnarfirði (síðar Landsbanki Íslands), og gegndi hann því starfi þar til hann veiktist mjög skyndilega í maí 1993. Skarphéðinn tók þátt í ýmsum félagsstörfum, meðal annars var hann í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar, Skíðaborg, í stjórn Íþróttabandalags Siglufjarðar, í stjórn Skíðasambands Íslands og Bláfjallanefndar.
Hann var einn af stofnendum Félags aldraðra í Hafnarfirði og í stjórn þess, einnig var hann í stjórn og starfaði í ýmsum nefndum fyrir Alþýðuflokkinn á Siglufirði og í Hafnarfirði: Skarphéðinn var félagi í Oddfellow-reglunni Bjarna riddara í Hafnarfirði. Skarphéðinn keppti í skíðastökki á flestum landsmótum frá 1948-1964 og varð Íslandsmeistari í þeirri grein 1953, 1958, 1960 og 1962.
Árið 1960 keppti hann í skíðastökki á Vetrarólympíuleikunum í Squaw Walley í Kaliforníu.