Skjöldur Kristinn Þorláksson, rakari, verslunarstjóri

Skjöldur Þorláksson fæddist á Siglufirði 30. mars 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 1. mars 2003. 

Foreldrar hans voru 

Þorlákur Guðmundsson, f. 22. júlí 1894, d. 5. júlí 1994, og Guðrún Jóhannsdóttir, f. 6. júní 1896, d. 5. apríl 1963.

Þorlákur og Guðrún eignuðust 10 börn.

Þau eru:

1) Ingimar Þorláksson bakari, f. 23. júní 1924,

2) Guðrún Jóhanna Þorláksdóttir, f. 18. júní 1925,

Skjöldur Þorláksson

Skjöldur Þorláksson

3) Ingiberg Andrés Þorláksson, f. 7. ágúst 1926, d. 9. apríl 1963,

ÞorlákssonÞorláksdóttir, f. 21. apríl 1928,

5) Súsanna Þorláksdóttir, f. 17. apríl 1929,

6) Sveinn Jóhann Þorláksson, (Sveinn Þorláksson) f. 7. júní 1930,

7) Pétur Þór Þorláksson, (Pétur Þorláksson) f. 22. ágúst 1932, d. 7. apríl 1953,

8) Karl Ásmundur Hólm Þorláksson, (Ásmundur Þorláksson)  f. 5. janúar 1935,

9) Sigurður Snorri Þorláksson, 3. apríl 1936, og

10) Skjöldur Þorláksson, sem hér er minnst. Hálfbróðir Skjaldar,

11) sammæðra, var Friðgeir Gíslason, f. 1. maí 1923, d. 14. febrúar 1991.

Hinn 31. desember 1961 kvæntist Skjöldur Þorláksson, Heiður Guðmundsdóttir, f. 26. desember 1941, d. 10. júlí 1999.

Þau eignuðust þrjú börn.

1) Sólveig Skjaldardóttir, f. 24 apríl 1966, maki Rúnar Ingibergsson, f. 26. júlí 1963. Þau eiga þrjú börn.

2) Arnar Skjaldarson, f. 3. nóvember 1967, maki Sigríður Þ Vigfúsdóttir, f. 17. apríl 1969. Þau eiga tvö börn.

3) Guðbjörg Skjaldardóttir, f. 3. desember 1973. Hún á eitt barn.

Skjöldur lærði hárskeraiðn á Siglufirði. Hann rak ásamt öðrum rakarastofu á Hótel Sögu. Síðar opnaði hann rakarastofu í Ytri-Njarðvík. 

Síðan snéri hann sér að kaupmennsku og vann í Friðjónskjöri í Ytri-Njarðvík og í Kaupfélaginu eftir það í fjöldamörg ár. 

Hann keypti og rak Brautarnesti í Keflavík fram til ársins 2000.