Tengt Siglufirði
Snorri Þorláksson fæddist á Siglufirði 3. mars 1936. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. nóvember 2007.
Foreldrar hans voru Þorlákur Guðmundsson, f. í Fljótum, 22. júlí 1994, d. 5. júní 1994 og Guðrún Jóhannsdóttir frá Hofsósi, f. 6. júní 1897, d. 5. apríl 1963. Snorri var næstyngstur 11 systkina.
Systkini hans eru,
Friðgeir Gíslason, f. 1923, d. 1991, sammæðra,
Ingimar Þorláksson, f. 1924,
Jóhanna Þorláksdóttir, f. 1925,
Andrés Þorláksson, f. 1926, d. 1963,
Pálína Þorláksdóttir, f. 1928,
Súsanna Þorláksdóttir, f. 1929, d. 2007,
Sveinn Þorláksson, f. 1930,
Pétur, f. 1932, d. 1953,
Karl Ásmundur Þorláksson, f. 1935,
Snorri Þorláksson, f. 1936, d. 2007, og
Skjöldur Þorláksson, f. 1937, d. 2003.
Snorri kvæntist 20. maí 1972 Fjóla Stefánsdóttur frá Fáskrúðsfirði, f. 17. nóv. 1939. Sonur þeirra er
1) Snorri Snorrason, f. 14. júlí 1977, maki Inga Þóra Jónsdóttir, f. 20. nóv. 1979. Þau eiga 3 syni, þá
Alexander Snorrason, f. 10. júní 1996,
og tvíburana
Gabríel Snorrason og f. 11. mars 1998.
Mikael Snorrason, f. 11. mars 1998.
Snorri gekk 2 eldri börnum Fjólu í föðurstað.Þau eru:
Bryndís Halldóra Jónsdóttir, f. 4. mars 1961, maki Birgir Blomsterberg, f. 8. nóv. 1960. Börn þeirra eru
Brynjar, f. 15. sept. 1977,
Arnór Bjarki, f. 11. nóv. 1981 og
Fjóla Dögg, f. 1. ágúst 1987.
Barnabörn Bryndísar og Birgis eru 4.
Smári Jónsson, f. 1. júlí 1965, í sambúð með Sólveigu Sigurðardóttur, f. 4. júlí 1965. Smári á
Thelma Lind, f. 16. okt. 1991,
Aron Elí, f. 24. sept. 1993 og
Viktoría Dagmar, f. 1. ágúst 1998.
Snorri lærði húsgagnabólstrun á Siglufirði en fluttist svo til Reykjavíkur.
Hann vann í Trésmiðjunni Víði, hjá Guðmundi blinda, að Laugavegi 166 til margra ára.
Eftir það vann hann um tíma hjá Bláskógum en fór svo að vinna sjálfstætt til nokkurra ára eftir það. 1981 breytti Snorri algerlega til, hætti bólstrun og fór að vinna hjá ÁTVR og vann þar í 25 ár. Hann lét af störfum árið sem hann varð sjötugur.