Soffía Adda Andersen

Soffía Andersen fæddist 3. júlí 1941 á Siglufirði. Hún lést 13. nóvember 2016 á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

Foreldrar hennar voru Georg Andersen, f. 20. nóvember 1886, d. 1. febrúar 1970, og Margrét Jónsdóttir Andersen, f. 19. mars 1910, d. 10. ágúst 1989.

Systkini samfeðra: 

 • Jón Alfreð Andersen (Jón Andersen), f. 1910, d. 1989, 
 • Hedvig Hulda Andersen, f. 1914, d. 1991, 
 • Emil Helgi Andersen, (Emil Andersen) f. 1919, d. 1971,
 • Ingvald Olaf Andersen, f. 1923, d. 2012. 
 • Sammæðra: 
 • Agnar Bjarg Jónsson, (Agnar Andersen) f. 1937. 
 • Alsystkin: 
 • Hertha Sylvía Andersen, f. 1939,
 • Sigríður María Bjarnrún Andersen, f. 1943, 
 • Guðrún Inga Andersen, f. 1945,
 • Kristín Ardís Andersen, f. 1947, 
 • Þórður Georg Andersen, f. 1950.
Soffía Andersen

Soffía Andersen

Soffía giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ragnar Magnús Helgason, (Ragnar Helgason) f. 14. september 1926, hinn 26. september 1959 og eignuðust þau saman sex börn.

Dóttir Soffíu og fósturdóttir Ragnars:

 • Margrét Andersen Frímannsdóttir, f. 2. júlí 1958, búsett á Akranesi, maki Bergur Garðarsson og eiga þau fjórar dætur, níu barnabörn og er eitt þeirra látið.

 • Georg Ragnarsson, f. 30. ágúst 1960, búsettur í Neskaupstað, fráskilinn, hann á þrjú börn og fjögur barnabörn.

 • Ólafía Pálína Ragnarsdóttir, f. 6. september 1961. Búsett í Reykjavík, maki Björgvin Sigurðsson og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn.

 • Jóhann Þór Ragnarsson, f. 3. nóvember 1965. Búsettur í Grundarfirði, maki Hafdís Fjóla Bjarnadóttur  Olsen og eiga þau tvær dætur.

 • Ragna Ragnarsdóttir, f. 24. febrúar 1969. Búsett á Siglufirði, maki Guðmundur Ólafur Einarsson  (Guðmundur Ó Einarsson) og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.

 • Gunnar Ásgrímur Ragnarsson, f. 13. janúar 1986. Búsettur á Selfossi, maki Viktoría Arnþórsdóttir

Soffía var tekin í fóstur til móðursystur sinnar, Soffíu Jónsdóttur, og Adólfs Albertssonar þegar hún var níu ára gömul. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík en sneri aftur til Siglufjarðar 16 ára gömul.

Hún vann hin ýmsu verslunarstörf á Siglufirði, einnig vann hún við ræstingar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og Grunnskóla Siglufjarðar. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum.