Tengt Siglufirði
Soffía Andersen fæddist 3. júlí 1941 á Siglufirði. Hún lést 13. nóvember 2016 á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.
Foreldrar hennar voru Georg Andersen, f. 20. nóvember 1886, d. 1. febrúar 1970, og Margrét Jónsdóttir Andersen, f. 19. mars 1910, d. 10. ágúst 1989.
Systkini samfeðra:
Soffía giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ragnar Magnús Helgason, (Ragnar Helgason) f. 14. september 1926, hinn 26. september 1959 og eignuðust þau saman sex börn.
Dóttir Soffíu og fósturdóttir Ragnars:
Soffía var tekin í fóstur til móðursystur sinnar, Soffíu Jónsdóttur, og Adólfs Albertssonar þegar hún var níu ára gömul. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík en sneri aftur til Siglufjarðar 16 ára gömul.
Hún vann hin ýmsu verslunarstörf á Siglufirði, einnig vann hún við ræstingar hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og Grunnskóla Siglufjarðar. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörfum.