Tengt Siglufirði
Gísli Stefánsson,
Jón Stefánsson og
Jóhann Stefánsson bólstrari.
Stefán Aðalsteinsson fæddist 10. september 1884 í Skagafirði.
Foreldrar hans voru Aðalsteinn Stefánsson, f. 1857 í Tungu í Stíflu, d. 1946 í Flókadal og Anna Soffía Stefánsdóttir f. 1852, d. 1912.
Eiginkona Stefáns var Kristín Margrét Jósepsdóttir f. 1888, á Steinavöllum Flókadal, d. 1954.
Þau byrjuðu búskap á Minni-Reykjum í Flókadal árið 1908. Næst bjuggu þau í Borgargerði, þá að Sjöundastöðum, aftur í Borgargerði, þá að Sigríðarstöðum og loks í Sigríðarstaðakoti.
Á öllum þessum bæjum í Flókadal stunduðu þau einfaldan búskap eins og tíðkaðist meðal fátækra bænda á þessum tíma. Á 23 árum eignuðust þau 14 börn, 10 þeirra komust á fullorðinsár.
Árið 1946 fluttust Stefán og Kristín til Siglufjarðar. Eftir það vann Stefán hjá Síldarverksmiðjum ríkisins í mörg ár eða fram undir 1970. Nokkru síðar flutti Stefán til Akureyrar og bjó hjá Jakobínu, dóttur sinni, áður en hann lést 12. maí 1980.