Stefán Guðmundsson bifreiðarstjóri

Stefán Guðmundsson var fæddur í Neðra-Haganesi í Haganeshreppi í Skagafirði 5. ágúst árið 1914. Hann lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 15. desember 2002. 

Foreldrar hans voru  Guðmundur Jónsson, f. 17. júní 1877, d. 2. apríl 1959, bóndi á Syðsta Mói og skipstjóri í Haganesi og síðar á Siglufirði, og kona hans  Guðrún Magnúsdóttir, f. 14. september 1880, d. 11. júní 1956. 

Systkini Stefáns eru

Jóhann Frímann Guðmundsson, f. 14. janúar 1899, d. 23. október 1966, fulltrúi í Reykjavík;

Anna Júlíanna Guðmundsdóttir f. 29. júlí 1901, d. 30. desember 1985, húsfreyja á Siglufirði;

Jón Guðmundsson, f. 23. des. 1904, fórst með Maríönnu í maí 1922;

Ólafur Helgi Guðmundsson, f. 28. september 1905, d. 21. mars 1959, bifreiðarstjóri á Siglufirði;

Stefán Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Stefán Guðmundsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Guðrún Friðrikka Guðmundsdóttir, f. 25. júlí 1908, d. 8. september 1993, meistari í kjólasaumi og iðnrekandi;

Herdís Guðmundsdóttir , f. 23. nóvember 1912, d. 31. janúar 1978, skattendurskoðandi á Siglufirði; Soffía, f. 23. nóvember 1918, húsfreyja á Akureyri.

Hinn 19. júní 1937 kvæntist Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni Hulda Stefánsdóttir, f. 22. ágúst 1916, húsfreyju og starfsstúlku.

Foreldrar hennar voru Stefán Lárusson, f. 22. júní 1885, d. 17. febrúar 1935, og Pálína Steinunn Árnadóttir, f. 11. júlí 1883, d. 1. maí 1978. 

Börn Stefáns og Huldu eru: 

1) Hrafnhildur Stefánsdóttir, f. 2. júlí 1937, starfsstúlka á Siglufirði, maki Birgir Björnsson, börn þeirra eru 

Stefán, 

Júlía Birna, 

Herdís, 

Inga Margrét og 

Hulda.

2) Álfhildur Stefánsdóttir, f. 18. maí 1941, atvinnurekandi á Siglufirði, maki Marteinn Brynjólfur Haraldsson, börn þeirra eru

Ólafur Helgi Marteinsson,

Haraldur Marteinsson,

Rúnar Marteinsson og

Steinunn Hulda Marteinsdóttir. 

3) Stefán Páll Stefánsson, (Stefán Stefánsson) f. 16. júní 1944, umdæmisstjóri Vinnueftirlits á Norðurlandi vestra, búsettur á Sauðárkróki, mak Ingibjörg Oddsdóttir, börn þeirra eru

Gunnfríður Stefánsson,

Hulda Stefánsdóttir,

Linda Björk Stefánsdóttir 

Hannes Örn Stefánsson.

4) Guðrún Stefánsdóttir, f. 25 nóvember 1949, miðasölu - og veitingastjóri í Borgarleikhúsinu, maki Theodór Júlíusson, börn þeirra eru

Hrafnhildur,

Ásta Júlía,

Sara,

Vigdís.

5) Hilmar Jón Stefánsson, f. 15. ágúst 1956, stýrimaður í Vestmannaeyjum, maki Sigríður A Þórarinsdóttir, dóttir þeirra er

Hulda Sigríður, 

Hilmars börn eru

Trausti Veigar,

Rut og

Birna Hlín, 

börn Sigríðar eru

Þórarinn Ágúst og

Sólveig. 

Stefán og Hulda eiga 67 afkomendur.

Stefán fluttist fimm ára gamall frá Neðra-Haganesi yfir á Syðsta-Mó í Haganeshreppi. 17 ára gamall flutti hann til Siglufjarðar og bjó þar fram til hinsta dags.

Á Siglufirði vann hann ýmis störf. Um 1940 keypti hann sér vörubíl og starfaði sem vörubílstjóri allt þar til hann lét af störfum 68 ára gamall.

Stefán var ætíð meðlimur í Björgunarsveit Siglufjarðar á meðan heilsan leyfði. Hann var liðtækur bridgespilari og meðlimur í Bridgefélagi Siglufjarðar.