Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir

Svanhildur Eggertsdóttir fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 21. mars 2009. 

Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Theódórsson lagerstjóri, f. 1. júní 1907, d. 9. mars 1984 og frú Elsa Sigurbjörg Þorbergsdóttir, f. 29. maí 1914, d. 3. október 1994.

Svanhildur Eggertsdóttir var elst systkina sinna, en þau eru 

Sigríður Þóra Eggertsdóttir, f. 6. maí 1933, 

Kolbrún Eggertsdóttir, f. 9. nóvember 1936, 

Theódór Sævar Eggertsson, f. 18. janúar 1940, 

Kristín María Eggertsdóttir, f. 10. maí 1945, 

Svava Eggertsdóttir, f. 2. október 1947 og 

Svanhildur Eggertsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Svanhildur Eggertsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, f. 3. október 1949.

Á aðfangadag 1950 giftist Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir, Guðmundur Óli Þorláksson, byggingameistari og tónlistarmaður, f. 21. júní 1928, d. 29. nóvember 1977. 

Foreldrar hans voru Þorlákur Magnús Stefánsson, bóndi og organisti á Gautlandi, f. 1. janúar 1896, d. 4. nóvember 1971 í Fljótum og frú Jóna Sigríður Ólafsdóttir, f. 27. júní 1893, d. 16. desember 1976. 

Svanhildur Ólöf og Guðmundur eignuðust þrjár dætur:

1) Elsa Guðmundsdóttir bankaritari, f. 25. apríl 1951, maki Þórsteinn Ragnarsson forstjóri, f. 25. september 1951. Þau eiga fjórar dætur og sjö barnabörn.

2) Guðný Guðmundsdóttir, fyrrv. verkstj., f. 26. júlí 1952, maki Sveinn V Björnsson, fyrrv.verkstj., f. 3. nóvember 1935. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn.

3) Jóna Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 28. september 1961, var gift Sigurður Oddsson sjómaður, og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn.
Sambýlismaður Jónu Sigríðar er Bjarni Halldórsson stýrimaður, f. 21. janúar 1960. 

Svanhildur Ólöf og Guðmundur skildu árið 1974.

Svanhildur vann hjá Landsímanum á Siglufirði á sínum yngri árum og síðar vann hún við verslunarstörf bæði á Siglufirði og í Reykjavík og seinustu starfsárin hjá Sjúkrahúsi Siglufjarðar.

Árið 1982 hófu Svanhildur Ólöf og Óli Sveinbjörn Júlíusson sambúð og bjuggu þau saman á Siglufirði til ársins 2000 er þau fluttu til Hafnar í Hornafirði. 

Óli Sveinbjörn lést árið 2005 og þá flutti Svanhildur Ólöf aftur til Siglufjarðar og bjó á dvalarheimilinu Skálahlíð til dauðadags.