Theodór Sævar Eggertsson

Theodór Eggertsson - fæddist á Siglufirði 18. janúar 1940.Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 27. október 2014.

Foreldrar hans voru hjónin Eggert Páll Theodórsson (Eggert Thodórsson) lagerstjóri, f. 1. júní 1907, d. 9. mars 1984, og frú Elsa Sigurbjörg Þorbergsdóttir, f. 29. maí 1914, d. 3. október 1994. 

Systkini hans og hann, voru: 

1) Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir, f. 28. ágúst 1931, d. 21. mars 2009, 

2) Sigríður Þóra Eggertsdóttir, f. 6. maí 1933, 

3) Kolbrún Eggertsdóttir, f. 9. nóvember 1936, d. 10. júlí 2011, 

4) Theódór Eggertsson

Theodór Eggertsson - Ljósmyndari ókunnur

Theodór Eggertsson - Ljósmyndari ókunnur

5) Kristín María Eggertsdóttir, f. 10. maí 1945, Svava, f. 2. október 1947, og 

6) Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, f. 3. október 1949.

Theodór (Dúddi) giftist árið 1981  Sólveig Halla Kjartansdóttur en þau slitu samvistum árið 2000. 

Halla er dóttir Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir og Kjartan Jónsson Hallgrímssonar frá Tjörnum í Sléttuhlíð, Skagafirði.

Börn þeirra eru:

1) Sigrún Þóra Theodórsdóttir, f. 20. júní 1977, maki Leiknir Sigurbjörnsson, fæddur 1. september 1972. Hennar börn eru: 

Rakel Rósa Þorsteinsdóttir, fædd 9. nóvember 1996,

Sólveig Erla Þorsteinsdóttir , fædd 1. mars 2000, og

Friðbert Óskar Þorsteinsson, fæddur 6. júlí 2003. Faðir þeirra er Þorsteinn Erlingsson.

2) Páll Sævar Theodórsson, f. 24. maí 1981, og

3) Theodóra Sif Theodórsdóttir, fædd 11. janúar 1991, maki Jónas Kristinn Guðbrandsson, fæddur 20. ágúst 1982. Þeirra dóttir er

Indíana Sól Jónasdóttir, fædd 22. febrúar 2014. 

Fyrir átti Dúddi

Eggert Páll Theódórsson, f. 12. mars 1964 með Guðrún Guðmundsdóttir.  Hans synir eru

Björn Sævar Eggertsson, fæddur 4. júlí 1993, móðir Jóhanna Björnsdóttir,

Jóhann Magni Eggertsson, fæddur 11. desember 2003, móðir Laufey Logadóttir.

Þegar Dúddi var um eins árs aldur fór hann að mestu leyti að sofa hjá föðurafa sínum, Theodóri, sem bjó alltaf á neðri hæðinni í Suðurgötu 43. Fyrir fermingu var hann eins og aðrir á þessum árum farinn að vinna í síldinni. Hann fór um göturnar og ræsti fólk út í vinnu. 

Eftir það var hann um tíma á millilandaskipi. Hann vann á bílastöð Siglufjarðar með sinn eigin vörubíl og síðan á flutningabílum í mörg ár.

Hann var lengi á sjó, bæði á Jökul SH og Hugborg með Bergmundur Ögmundsson mági sínum, og síðan á Guðrún SI með Aðalsteinn Bernhardsson mági sínum. 

Einnig var hann og mágar hans Jens og Aðalsteinn með útgerð saman á Nausti SI.

Hann vann svo á annað ár í Kísiliðjunni við Mývatn.

Hann vann á lager hjá SR síldarverksmiðjum í mörg ár. Um tíma vann hann hjá Aðalbakaríi og í Fiskbúð Siglufjarðar, einnig var hann um tíma húsvörður í Kringlunni í Reykjavík. Dúddi var mjög mikill prakkari og grínisti. Dúddi var mjög vinamargur.