Theódór Ágústsson verkmaður (Ösku Teddi)

Theódór Ágústsson  f. 23-05-1896 d. 01-02-1965 (Aldur: 68 ára)

Enginn húsráðandi í Siglufirði þarf að spyrja: hver er maður þessi, Theódór Ágústsson ? Hann þekktu allir. Hann kom að hverri íbúð einu sinni í viku, um 30 ára skeið, og losaði sorpílátin.

Hann hafði sína föstu á ætlunarferðir um bæinn, og út af þeirri áætlun var aldrei brugðið, neona þegar veðurfar hamlaði. Þar var reglusemi í hvívetna í ríkjum mæli.

Til Siglufjarðar kom Theódór skömmu fyrir árið 1930, og dvaldi hér til dánardægurs. Hann vann fyrslt um skeið hjá síldarverksmiðjunni Rauðiku, en hvarf þaðan og gjörðist aðstoðarmaður Hjálmars sáluga Kristjánssonar, sem hafði iþá sorphreinsun á hendi fyrir bæjarfélagið.

Theódór Ágústsson

Theódór Ágústsson

Þegar Hjálmar lét af þessu starfi tók Theódór við því, og hafði það á hendi um 30 ára skeið.

Theódór var fremur lágur vexti, þrýstinn um herðar og jafnvaxinn, snotur á velli og andlitsfríður. Skapgerðin var frekar ör og sagði hverjum sína meiningu óskerta, en fljótur var hann til sátta, Hann gekk oft með hörku að sinum störfum og hélt þar reglusemi. 

Hann var trygglyndur með afbrigðum þeim vinum sínum, sem hann batt vináttu við. Dýravinur var hann mikill. Hann hændi að sér dúfurnar, sem á vetrum höfðu lítið til að nærast á. Var gaman að sjá, þegar Theódór stóð við íbúð sina og var að gefa þessum vinum sínum. Dúfurnar voru allt í kring um hann, sumar settust á hendur hans og tíndu upp úr lófum hans. Stundum settust þær á axlir hans, mettar af góðri máltíð. Þá var gamli maðurinn ánægjulegur. Meðan Theódór notaði hesta til keyrslu á sorpinu, var ánægjulegt að sjá, hve þeir voru vel með farnir. Alltaf selspikaðir og gljáandi á skrokkinn. Hann umgekkst þá sem vini sína, en hann krafðist oft mikils af þeim. 

Þegar Theódór var fluttur á sjúkrahúsið, héldu dúfurnar sínum hætti, og komu á ákveðnum tíma til síns matborðs, en þá brá þeim í brún, því vinur þeirra sást hvergi. Þær sneru svangar og sorgmæddar frá. Þær komu í nokkra daga á matstaðinn, en enginn vinurinn sást. Þá skeði það einkennilega, að þær komu að húsi Margrétar, dóttur Theódórs. 

Hafa líklega tekið eftir að hann kom oft til dóttur sinnar, og dottið í hug að hann væri þar. Margrét hefur nú tekið við dúfnahópnum og heldur uppi sama matmálstíma fyrir þær og faðir hennar hafði. 

Theódór andaðist á Sjúkra húsi Siglufjarðar, 1. febrúar. 1965, og var jarðsunginn 6. s.m.

Hann var fæddur á Akureyri, 23. maí 1896. Hann ólst upp í foreldrahúsum, ásamt 3 systkinum sínum, sem hafa dvalið og átt búsetu í Danmörku.

Á æsku- og unglings árum var hann í sveit á sumrin og vandist þar allri algengri vinnu. Þegar hann náði fullum líkamsþroska, stundaði hann alls konar verkamannavinnu á Akureyri, þar til hann flutti til Siglufjarðar, sem fyrr er getið. Hann kvænjtist aldrei, en eignaðist tvær dætur (tvíbura) með

Sigurrós Þorláksdóttir, og eru þær:

Margrét Theódórsdóttir, gift og búsett á Siglufirði, og 

Steingerður Theódórsdóttir, gift og bú sett á Raufarhöfn.

Hann sá ekki um uppeldi þeirra, en leit til með þeim og var þeim vænn og hjálpsamur, þegar þær stofnuðu sín eigin heimili. 

Hann unni mjög íþróttum, þó hann í æsku fengist mikið við þær. Sérstaklega unni hann mjög knattspyrðunni.

Var hann með líf og sál við alla knattspyrnuleiki, sem hér fóru fram, og fylgdist vel með KS. Það er máske ofsagt, að hann hafi hvatt félagana til meira starfs, en víst er, að þessi sívakandi áhugi hans hafi vakið þá og styrkt til leiks.

Eitthvað mun hann haf a látið af hendi rakna til að létta þeim ferða kostnað, þegar KS fór í keppni út á land.

Með þeim var hann í hverri ferð, og ei trútt um, að sumir héldu fram að sigur væri vísari, ef Theódór væri með. KS sýndi honum þann virðingar- og vinarhug, að bera hann til hinstu hvílurúms, og fjölmenntu við útför hans. 

Hann var alla tíð einsetumaður, og litla íbúðin hans ávallt snotur og vel um gengin. Fjárreiður hans voru alltaf í góðu lagi, og hann var hreinn og vandaður í viðskiptum. Þegar leitað var samskota öðrum til hjálpar eða líknar, lét hann aldrei standa á sér í þeim efnum, en um það var fátt talað. 

Nú er Theódór, vinur vor, allur. Hann skildi vel við þau störf, sem hann hafði á hendi, og gat glaður litið yfir átarfsárin. Hann var kvaddur til hins mikla hátta tíma á hentugum tíma. Óskir um velfarnað fylgja hornum um yfir móðuna miklu til ó' kunna landsins, þar sem hans bíða ný verkefni. Blessuð sé minning hans.

P.E.

Theodór Ágústsson verkamaður lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar, og var jarðsettur fró Siglufjarðarkirkju 6. febrúar.

Theódór Ágústsson - Ljósmynd Ólafur Ragnarsson