Tómas Einarsson smiður

Tómas Einarsson fæddist á Siglufirði 12. september 1932. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítalans við Hringbraut 15. september 2017.

Foreldrar hans voru Einar Magnússon, f. 7. september 1904, d. 20. febrúar 1993, og Sigrún Jónasdóttir, f. 17. júní 1907, d. 11. nóvember 1991.

Systkin Tómasar sammæðra eru:

Hrefna Einarsdóttir, f. 9. ágúst 1926, d. 5. júlí 2013,

Hulda Einarsdóttir, f. 7. ágúst 1928, d. 8. júlí 1987,

María Einarsdóttir f. 1930,

Bragi Einarsson, f. 1935, og

Tómas Einarsson

Tómas Einarsson

Hugrún Einarsdóttir, f. 1941.

Systkin samfeðra eru:

Örn Einarsson,

Stella Einardóttir, f. 22. maí 1939, d. 18. febrúar 2017,

Hjördís Einarsdóttir, f. 20. nóvember 1943, d. 31.október 2000,

Stefán Páll Einarsson,

Stefanía Einarsdóttir,

Mattý Sigurlína Einarsdóttir,

Aðalheiður Einarsdóttir og

Hólmfríður Margrét Einarsdóttir.

Eiginkona Tómasar var Sigurlína Sigurgeirsdóttir, f. 16. júní 1935, d. 12. febrúar 2014. 

Tómas og Sigurlína giftu sig 6. júní 1954. Foreldrar Sigurlínu voru 

Guðrún Sveinsdóttir, f. 18. desember 1907, d. 18. september 1964, og Sigurgeir Jósefsson, f. 22. janúar 1909, d. 21. febrúar 1984.

Börn Tómasar og Sigurlínu eru:

1) Selma Tómasdóttir, f. 18. desember 1953, maki Jón Magnússon, f. 22. maí 1952.  Börn þeirra eru:

Valdís Jónsdóttir, f. 11. maí 1976, og

Arnór Jónsson, f. 11. apríl 1980.

2) Sigurgeir Tómasson, f. 22. maí 1957, maki Bára Hjaltadóttir, f. 11. apríl 1958.  Dætur þeirra eru:

Berglind Sigurgeirsdóttir, f. 9. september 1980,

Erna Björk Sigurgeirsdóttir, f. 13. mars 1985, og

Harpa Rut Sigurgeirsdóttir, f. 30. maí 1997.

3) Guðrún Tómasdóttir, f. 9. júlí 1965, maki Páll Ævar Pálsson, f. 2. júlí 1960. Dætur þeirra eru:

Rakel Gyða Pálsdóttir, f. 17. nóvember 1989, og

Ester Ósk Pálsdóttir f. 7. janúar 1994.

Afkomendur Tómasar og Sigurlínu eru 19.

Tómas er alinn upp á Siglufirði og lauk barnaskólaprófi þar. Fór síðan 14 ára gamall að vinna í Tunnuverksmiðju ríkisins, en árin á Siglufirði var hann til sjós, í smíðavinnu hjá Skúla og Magnúsi, við síldarbræðslu hjá Síldarverksmiðju ríkisins og Rauðku og einnig í Frystihúsinu í mörg ár við flökun.

Tómas og Sigurlína bjuggu á Eyrargötu 18, á Siglufirði en árið 1971 flutti fjölskyldan suður, fyrst á Dunhaga í Reykjavík en síðan að Fögrubrekku 24, Kópavogi og undu þar hag sínum vel. Fyrir sunnan vann Tómas fyrst við smíðar en lengst af við áltöku hjá Ísal í Straumsvík, þar til hann lét af störfum 67 ára gamall.

Útför Tómasar fór fram í kyrrþey 29. september, að ósk hins látna.

Elsku afi. Söknuður er okkur systkinunum efst í huga nú eftir að Drottinn hefur kallað þig á sinn fund.

Síðastliðin misseri í gegnum veikindi þín sýndir þú mikinn styrk, æðruleysi og barðist eins lengi og nokkur maður gat ætlast til. Sú umhyggja sem þú sýndir langafabörnunum er okkur dýrmæt en þú fylgdist grannt með þeirra helstu áföngum stórum jafnt sem smáum.

Ást þín og alúð skein einna bjartast í gegn þegar þú annaðist ömmu er hún gekk í gegnum sína veikindabaráttu. Því veitir það okkur huggun að vita af þér aftur í faðmi hennar og við búum að mörgum fallegum minningum um ykkur úr Fögrubrekkunni. Þið hjúin horfið vonandi niður til okkar afleggjaranna með sama stolti og við minnumst ykkar. Takk fyrir allt, afi.

Við elskum þig og söknum þín.