Uni Þórir Pétursson skipstjóri

Uni Þórir Pétursson fæddist 19. mars 1942 á Hofsósi og lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. mars 2014.

Foreldrar hans voru Aðalheiður Bára Vilhjálmsdóttir, f. 31.10. 1922, d. 3.10. 1960, 

Roy Allison (kynfaðir) og Pétur Andreas Tavsen, f. 20.9. 1919, d. 24.5. 1990, frá Eiði í Færeyjum (kjörfaðir).

Maki Una er Sylvía Sæunn Valgarðs, f. 19.6. 1944, þau hófu sambúð 16.5. 1964. Hún er dóttir

Valgarður Kristinsson, f. 11.9. 1912, d. 22.8. 1962 og

Ólöf Baldvinsdóttir, f. 6.5. 1916, d. 29.10. 2005.

Synir Sylvíu og Una eru

Uni Pétursson - Ljósmyndari ókunnur

Uni Pétursson - Ljósmyndari ókunnur

Þorgrímur Ómar, f. 28.4. 1965, stýrimaður,

Pétur Arnar, f. 15.12. 1968, vélavörður;

Kristinn Uni, f. 9.11. 1972, vélfræðingur, kona hans er Lena Sif Björgólfsdóttir, f. 22.5. 1977;

Þiðrik, f. 16.5. 1974, stýrimaður,

Reginn F., f. 2.2. 1984, heilsunuddari, kona hans er Karen Dögg Geirsdóttir, f. 27.1. 1990.

Einnig átti Uni 11 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Uni ólst upp á Hofsósi í foreldrahúsum og hjá langömmu sinni, Önnu Kristínu Unu Þorgrímsdóttur, og syni hennar Þorgrími Hermannssyni.

Hann fór fyrst á sjó 7 ára með Þorgrími og svo á flekaveiðar við Drangey 9 ára. Uni eignaðist brátt helminginn í trillunni með honum. Frá 1957 var Uni á vertíðum á veturna í Keflavík, Grindavík, Hafnarfirði og í Vestmannaeyjum en reri með Þorgrími þess á milli. Uni stundaði nám við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum 1963-64.

Hann hefur átt og gert út báta einn eða í félagi við aðra. Hann stofnaði, árið 1990, ásamt fjölskyldu sinni útgerðarfyrirtækið Bergey hf. Systkini hans í aldursröð eru: Jaspur Hendrik, sem lést á öðru ári, Hermína, látin, Steinn, Sigurður, Rúnar og Salmína. 

Útför Una Þóris fór fram frá Akureyrarkirkju 

Ég er þakklátur fyrir það að eiga hafsjó minninga um föður minn og okkar tíma saman. Mín fyrsta minning er frá því er ég var þriggja ára gamall en þá fórum við fjölskyldan í útilegu og sváfum í björgunarbát því pabba fannst það betra heldur en að sofa í tjaldi. Ætli þessi minning sé ekki svolítið lýsandi fyrir pabba, mann sem fór ekki alltaf hefðbundnar leiðir.

Ég var fjögurra ára þegar ég fór fyrst með honum á sjó, hann bauð mér um borð og mátaði mig við „rattið“, þar sem ég fékk að standa uppi á þóttunni (sætinu) og við fórum út og ég „andófaði“ fyrir hann með hans tilsögn því útistýrið var bilað.

Ætli það hafi ekki verið þá sem maður fann fyrst fyrir sjómanninum í sér og fannst þetta allt ægilega spennandi. Svo fór ég með honum á sjó flestöll sumur og í flestöllum fríum úr skólanum. Í einu páskafríinu, ´83 eða ´84, þá vorum við á veiðum norður af Málmey. Einn daginn horfði pabbi inn í fjörð og sá breytingu í veðri. Hann kallaði í talstöðina á trillurnar í kring og sagði þeim að drífa sig í land. Snögglega gerði vitlaust veður og pabbi fylgdi trillunum inn.

Þessa páska átti pabbi þátt í að ekki varð manntjón heima í Skagafirði þar sem hann var fyrstur til að sjá að veðrið var að breytast, en hann var ótrúlega veðurglöggur maður og hafði fálkasjón. Hann las í náttúruna á sínum 60 ára sjómannsferli og var hann bæði fengsæll og farsæll og aldrei varð alvarlegt slys á mönnum hjá honum.

Um borð var hann mjög góður verkmaður en lélegur kennari, mjög stríðinn og þekktast var þegar hann stríddi Landhelgisgæslunni árum saman án þess að þeir næðu að taka hann fyrir innan línu en um tíma voru þeir 2-3 sinnum í viku í heimsókn hjá honum um borð. Ekki gátu þeir tekið hann