Valborg Steingrímsdóttir

Valborg Steingrímsdóttir Siglufirði Fædd I. febrúar 1914. dáin 10. nóvember 1973. 

Einn í dag, annar á morgun er lífsins saga og tjáir ekki um að fást. En þegar dauðann ber svo skjótt að sem hér var, er maður óviðbúinn og tekur því nokkurn tíma að átta sig á því, sem gerst hefur. Það má sannarlega segja að í okkar fjölskyldu hafi verið skammt stórra högga í milli.

Fyrir tæpum tveimur árum dó bróðir Valborgar, 

Baldur Steingrímsson rafvirki, fyrir tíma fram, og nú kveður hún.

Valborg var fædd á Þverá í Öxnadal. Hún var dóttir hjónanna Guðný Jóhannsdóttir og Steingrímur Stefánsson, búandi hjóna þar. Steingrímur var bróðir Bernharðs Stefánssonar alþingismans. 

Rúmlega eins og hálfs árs að aldri missti Valborg föður sinn, aðeins þrjátíu ára gamlan. Að rúmu ári liðnu fluttist Guðný móðir hennar frá Þverá til Sauðárkróks, þar sem Valborg ólst upp hjá henni til 18 ára aldurs en þá fluttist Valborg til Siglufjarðar og bjó þar allt til dauðadags.

Valborg Steingrímsdóttir

Valborg Steingrímsdóttir

Á Siglufirði kynntist hún eftirlifandi manni sinum, Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki og kvikmyndasýningarmaður.

Heimilið og uppeldi barnanna var alltaf hennar aðalvettvangur, sem er því miður ekki alltaf metinn sem skyldi, en er þó starfið stóra, þegar það er vel af hendi leyst. 

Þau Valborg og Kristinn eignuðust þrjú börn. Þau eru:

1) Steingrímur Kristinsson, maki Guðný Ósk Friðriksdóttir, þau eru búsett á Siglufirði, og eiga þrjú börn.

Valbjörn Steingrímsson fjármálastjóri, (Vatnajökulsþjóðgarðs 2017>)

Margrét Marsibil Steingrímsdóttir kennari, (Giljaskóli, Akureyri)

Kristinn Steingrímsson verkfræðingur (Marel)

2) Jóhanna Kristinsdóttir verslunarkona, maki Birgir Gestsson rafvirki d. 21. september 1977, þau voru búsett á Siglufirði og síðar í Reykjavík og eiga eina dóttur.

Valborg Birgisdóttir

3) Hulda Guðbjörg Kristinsdóttir maki Stefán Gíslason bóndi d. ? - frá Dyrhólum í Mýrdal, þau eiga þrjár dætur. og einn son:

Herdís Stefánsdóttir

Jóhanna Stefánsdóttir

Linda Stefánsdóttir

Sigríður Stefánsdóttir

Stefán Birgir Stefánsson

Hjónaband þeirra Valborgar og Kristins var alla tíð mjög gott. Þau voru svo samhent, að á betra varð ekki kosið. Þetta var mér, stjúpföður hennar, sem þessar linur ritar, vel kunnugt um, veit ég því, að nú er honum söknuðurinn sár. 

En öll sár gróa og  þetta líka ef trúin er nógu sterk og við felum drottni öll okkar sár í einlægni og bæn.

Þegar börnin voru uppkomin og farin að heiman, fékkst Valborg, nokkuð við ýmiss konar listiðnað, sem átti hug hennar allan, því að hún var að eðlisfari mjög listhneigð. Nokkur hin síðari ár vann hún utan heimilis, þegar tækifæri gafst.

Valborg var hlýlynd kona. Hún hafði stórbrotna lund, framkoma hennar var hrein og bein og var hún ætið tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd. Þannig var hennar upplag. Valborg var mér alla tíð sem dóttir og á ég hlýjar endurminningar um glaðlyndi hennar og gæsku. Vissulega er gott að minnast vináttu þar sem engan skugga hefur borið á.

Að lokum ert þú svo kvödd Valborg mín með söknuði og þakklæti fyrir allt og alltaf aldraðri móður þinni, sem nú hefur orðið að sjá á bak tveimur af þremur börnum sinum.

Einnig ertu kvödd af hálfsystur þinni, Hulda Ingvarsdóttir, og móðursystur, Herdís Jóhannsdóttir. 

Felum við þig svo góðum guði og biðjum þér allrar blessunar hans á landinu hulda og dulda.

Kristinn Gunnlaugsson.

=============================================

Á vegamótum, á mærum lífs, og dauða, þegar vegir skilja, nemum við staðar og hverfum a vit minninganna.

Um árabil lágu leiðir okkar Valborgar Steingrímsdóttur saman á Siglufirði, og leiddu fyrstu kynni okkar þar til þeirrar vináttu, sem aldrei bar skugga á. Lalla, en svo var hún nefnd af vinum sinum, var búin sérstaklega litríkri eðlisgerð, en hlédræg og vönd að vinum.

Hún var góðum gáfum gædd og lífsvitur, trygg glaðlynd og góð.

Ekki skildu leiðir okkar, þótt ég flyttist burtu frá Siglufirði, því að alltaf var samband á milli okkar, töluðum oft saman og heimsóttum hvor aðra. bað var alltaf hátíð á heimili mínu, þegar hún kom, og áttum við saman marga góða stund hin síðari árin sem hin fyrri. Hún átti fallegt og hlýlegt heimili á Siglufirði, þar sem ríkti friður og andaði á móti gestum hljóð lífshamingja heimilisfólksins.

Mikið gagnkvæmt ástriki var með þeim hjónum Valborgu og Kristni og var hjónaband þeirra sérstaklega innilegt og farsælt. Valborg var hamingjunnar barn og áttu þau hjónin jafnan hlut að þeirri gæfusmið, sem sambúð þeirra var og heimili alla tíð.

Ég kveð Löllu vinkonu mína með söknuði og trega og þakka henni einlæga vináttu hennar og tryggð. Ég votta eiginmanni hennar, Kristni Guðmundssyni, börnunum þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð mína i sárri sorg þeirra og harmi eftir mæta konu, sem var þeim svo mikils virði. Valborg, Lalla, átti sér ómetanleg fyrirheit um góða heimvon að leiðarlokum.

„Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.".

Guðný Óskarsdóttir. (Halldórssonar)

Valborg Steingrímsdóttir og Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki