Tengt Siglufirði
Valtýr Jónasson . Hann fæddist á Siglufirði 9. september 1925. Hann lést á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 21. september 2009.
Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jónasson, f. á Ökrum í Haganeshreppi í Skagafirði 3. mars 1892, d. 6. janúar 1962, og Jóhanna Jónsdóttir, f. á Illugastöðum í Holtshreppi í Skagafirði 27. júní 1889, d. 12. janúar 1941.
Systkini hans eru fjögur,
Kári Jónasson, f. 1913, d. 1982,
Gísli Þorlákur Jónasson, f. 1917, d. 1950,
Ingibjörg Jónasdóttir, f. 1920 og
Valey Jónasdóttir, f. 1931.
Hinn 20. júní 1948 kvæntist Valtýr Flóra Baldvinsdóttir, f. á Ási í Arnarneshreppi í Eyjafirði 28. júlí 1929, d. 25. ágúst 2003.
Valtýr og Flóra eignuðust fimm börn. Þau eru:
1) Gunnlaugur Valtýsson, f. 10. september 1948, d. 23. maí 1969.
2) Drengur, f. 22. mars 1950, d. sama dag.
3) Jónas Valtýsson, f. 7. desember 1951, maki Vigdís Sigríður Sverrisdóttir. Sonur Jónasar er
Stefnir Jónasson, maki Inga Birna Antonsdóttir. Börn Ingu Birnu eru
Emilía og
Jón Ingi.
Börn Jónasar og Vigdísar eru
Fríða, maki Sveinbjörn Sigurðsson, dætur þeirra eru
Vigdís
Signý,
Elsa Karen, maki Magnús Rúnar Ragnarsson, sonur þeirra er
Óskar Leó, og
Valtýr, maki Elsa Kristjánsdóttir.
4) Guðrún Valtýsdóttir, f. 9. desember 1957, sonur hennar er
Gunnlaugur Bollason, maki Unnur Þorgeirsdóttir, börn þeirra eru
Þorgeir og
Bjarni.
5) Baldvin Valtýsson, f. 30. september 1965, maki Laufey Ása Njálsdóttir, dætur þeirra eru
Flóra,
Hjördís Lára og
Anna Björk.
Valtýr bjó á Siglufirði mestan hluta ævinnar og stundaði þar sjómennsku og almenna verkamannavinnu.
Seinni hluta starfsævinnar starfaði Valtýr við fiskmat.
Áhugamál hans voru skíði, spilamennska (bridge) og pútt. Valtýr og Flóra fluttu til Hveragerðis 1997 og bjuggu á dvalarheimilinu Ási.