Vilhelm Marsellíus Friðriksson

Vilhelm Friðriksson Hann fæddist á Siglufirði 4. september 1921. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði 9. mars 2006

Foreldrar hans voru Friðrik Hermannsson, f. 19.2. 1878, d. 15.4. 1936 og Björg Sigríður Sæby, f. 2.3. 1886, d. 11.7. 1931

Systkini Vilhelms eru: 

Kristín, 

Friðrik, 

Oktavía, 

Vilhelm Friðriksson

Vilhelm Friðriksson

Þórleif, 

Ágústa, 

Þórleif, 

Stefanía, 

Kristinn, 

Hermann og

Kjartan. 

Eftirlifandi eru

Stefanía og

Kjartan.

Árið 1940 hóf Vilhelm sambúð með Margrét Stefánsdóttir, frá Spónsgerði í Eyjafirði, f. 1.3. 1917, d. 5.7. 1990.

Þau eignuðust þrjú börn, þau eru:

1) Björk Friðriksdóttir, f. 1940, maki Guðmundur Lárusson rafvirki. Börn þeirra eru:

Lárus Ingi Guðmundsson, 

Vilhelm Már Guðmundsson 

Brynjar Guðmundsson.

2) Birgir Friðriksson, f. 1946, maki Guðmunda Dýrfjörð. Börn þeirra eru:

Margrét Birgisdóttir

Bragi Birgisson. 

3) Hallgrímur Sveinn Friðriksson, ( Hallgrímur Friðriksson) f. 1956, maki Jóhanna Þorleifsdóttir. Börn þeirra eru:

Guðný Björk,

Grétar Bragi. 

Vilhelm verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Nú hefur afi okkar kvatt þennan heim, tæpum 16 árum á eftir ömmu okkar. Amma Gréta dó mjög skyndilega í júlí 1990 og vorum við systkinin alveg miður okkar eftir það. Fráfall afa Villa núna hefur haft svolítinn aðdraganda en það er samt erfitt að horfast í augu við kallið þegar það kemur. Okkur langar að minnast bæði afa og ömmu í örfáum orðum.

Frá því við fyrst munum eftir okkur var alltaf opið hús fyrir okkur á Hvanneyrarbrautinni. Meðan við vorum lítil gátu mamma og pabbi fengið pössun fyrir okkur þegar þess þurfti. Síðar fórum við að koma sjálf því þarna var alltaf einhver til staðar og við vorum svo velkomin. Nóg var af smurði brauði í sérstökum plastkassa inni í ísskáp, fullt af heimabökuðu bakkelsi, þó að kleinurnar hennar ömmu séu nú sérstaklega minnisstæðar.

Það var líka alltaf nóg til af mat alveg sama hversu mörg svöng barnabörn komu. Afi var ekki mikið í eldhússtörfunum á meðan amma lifði en eftir fráfall hennar var hann fljótur að læra á þetta. Maður kom ekki að tómum kofunum hjá honum, gat valið sér úr 1944 réttum eða fengið góða soðningu.

Á Hvanneyrarbrautinni lærðum við líka að spila, fyrst voru þetta einföld spil eins og veiðimaður eða olsen olsen, eftir því sem við urðum eldri vorum við tröppuð upp í marías vist og manna. Skrítið að við skulum ekki spila meira í dag, því þetta er svo skemmtilegt.

Í hádeginu á jóladag fórum við alltaf til ömmu og afa, þar var lambalæri og tilheyrandi fyrir alla fjölskylduna og ís og ávextir á eftir. Síðan var spilað eða spjallað fram eftir degi og þá voru tertur og súkkulaði borin fram. Húsnæðið á Hvanneyrarbrautinni er um 60 fermetrar og þó við værum þar öll saman munum við ekki til þess að það hafi verið þröngt um okkur, annað fyndist okkur sjálfsagt í dag.

Amma var alveg einstaklega lagin í höndunum og gat saumað, prjónað eða heklað það sem maður óskaði sér og var frágangurinn á handverkinu hennar betri en í bestu búðum.

Afi og mamma sáu um Alþýðuhúsið á Siglufirði í hátt í tvo áratugi. Þangað fengum við stundum að fara með og fylgdumst þá með afa lesa bingótölurnar skýrt og yfirvegað og stýra spilakvöldunum öruggri hendi.

Afi bjó á Hvanneyrarbrautinni, í húsinu þar sem hann fæddist, þangað til 1999 þegar hann fékk pláss á Skálarhlíð. Fljótlega eftir það vildi hann losna við húsið og við vorum svo heppin að fá að kaupa það ásamt foreldrum okkar. Það er rosalega notalegt að skreppa norður og gista í Afahúsi, eins og við köllum það þó húsið hafi ekki formlega verið skírt. Þar er svo margt sem minnir á ömmu og afa.

Elsku afi og amma, við þökkum ykkur kærlega fyrir að vera það sem þið voruð. Minningin um ykkur lifir ætíð í huga okkar.

Gréta og Bragi Birgisbörn.