Viðar Ottesen hótelstjóri

Viðar Ottesen fæddist í Reykjavík 25. júní 1938. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 21. september 2015.

Foreldrar hans voru Karl Jósafatsson Ottesen og Sveinbjörg Sveinsdóttir söðlasmiðs á Akranesi, Vopnafirði og í Reykjavík, Jóhannssonar, b. á Þverá í Miðfirði, Bjarnasonar.
Móðir Karls var Guðlaug Ottesen ljósmóðir, dóttir Lárusar P. Ottesen, b. á Ytri-Hólmi og Víðar, Péturssonar, bróður Rósu, ömmu Óskars Halldórssonar útgerðarmanns, Íslandsbersa.
Bróðir Lárusar var Oddgeir Ottesen, hreppstjóri á Ytri-Hólmi, faðir Péturs Ottesen alþm. Móðir Guðlaugar var Karólina Nikulásdóttir, b. að Lönguhlíð í Hörgárdal, Guðmundssonar. Sveinbjörg var dóttir Sveins Eiríkssonar og Guðbjargar Símonardóttur.

Systkini Viðars eru Valdimar Ottesen. f. 29.9. 1926, Guðlaugur Ottesen, f. 28.3. 1928, og Guðlaug Ottesen, f. 28.9. 1932. Þau eru öll látin. Viðar Ottesen ólst upp á Bragagötu, gekk í Austurbæjarskóla og útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1960.

Viðar Ottesen

Viðar Ottesen

Hann starfaði á Naustinu næstu 24 árin, þar af sem barþjónn í 16 ár með Símoni Sigurðssyni vini sínum til margra ára.

Hann varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari barþjóna og var meðal annars dómari í barþjónakeppni sem haldin var síðastliðið sumar.

Viðar var mjög virkur í félagsmálum og var trúnaðarmaður, sat í fulltrúaráði Eflingar og hjá hjúkrunarheimilinu Eiri.

Kona Viðars er Jóna Elísabet Guðjónsdóttir, f. 29.3. 1942; þau gengu í hjónaband 25.6. 1960.
Árið 1980 fluttu þau hjónin til Siglufjarðar, þar sem Viðar gerðist hótelstjóri á Hótel Höfn næstu 12 árin. 

Fluttust þau síðan aftur til Reykjavíkur og starfaði hann sem eftirlitsmaður á endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. 

Börn þeirra: 

1) Sigurður Viðar Ottesen fulltrúi, f. 1958, maki Erla Arnardóttir tanntæknir, f. 1965, þeirra börn eru 

Andri Rafn Ottesen,

Thelma Björk Ottesen. 

2) Sveinbjörn Þór Ottesen verkstjóri, f. 1959, maki Olga Bragadóttir. Dætur:

a) Ásgerður Ottesen, sambýlismaður Anton Sigurðsson. 

b) Jóna Elísabet Ottesen, sambýlismaður Steingrímur Ingi Stefánsson. Dóttir þeirra er 

Ugla Steingrímsdóttir. 

c) Berglind Ottesen.

Dóttir Olgu og uppeldisdóttir Sveinbjörns er 

Jana Maren Óskarsdóttir. 

3) Kristín Ottesen, f. 1961, klíníkdama á tannlæknastofu, maki Þorleifur Elíasson, og eru börn þeirra

Atli Freyr Rúnarsson, og sambýliskona hans er Rakel Elíasdóttir. Barn 

óskírð Atladóttir. 

Gunnar Freyr Þorleifsson, 

Jóna Kristín Þorleifsdóttir, látin, og 

Elísabet Freyja Þorleifsdóttir. 

4) Jóhann Ottesen bryti, f. 1962, maki Brynhildur Baldursdóttir. f. 1961, sonur hennar er

Ólafur Björnsson, maki Sóley Pálsdóttir og þau eiga tvö börn. 

5) Garðar S Ottesen, f. 1959, börn hans eru

Hanna Ottesen og 

Hinrik Corey Duck Ottesen.