Tengt Siglufirði
Víðir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 2. mars 1941. Hann lést 26. mars 2016.
Víðir var sonur hjónanna
Ingibjörg Jónsdóttir kaupmaður f. 1915, d. 1999, frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd og Þorgrímur Brynjólfsson, f. 1908, d. 1994, frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum.
Víðir átti tvo bræður;
Reyni Þorgrímsson, f. 1936, d. 2014, og samfeðra
Róbert Brimdal, f. 1941.
Víðir kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Jóhanna Haraldsdóttir 1. september 1962. Þau eiga fjögur börn:
1) Haraldur Þór Víðirsson, f .1961, hann á þrjú börn;
Hildur Sif,
Hákon Víðir og
Haukur .
2) Haukur Víðirsson, f. 1963, hann á fjögur börn;
Jóhanna Maggý,
Hlynur, Daníel og
Brynjar Örn.
3) Ingibjörg Margrét Víðirsdóttir, f. 1964, hún á þrjár dætur;
Ellen Ýr,
Regína og
Bergdís Rut.
4) Björn Víðirsson, f. 1970, hann á einn son;
Gunnar Bersi.
Langafabörnin eru orðin sex.
Víðir ólst upp á Siglufirði á síldarárunum og bjó þar fram á unglingsár, þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
Hann nam prentiðn og vann við iðnina í nokkur ár þar til hann gekk til samstarfs við foreldra sína í Tösku- & Hanskabúðin.
Fljótlega tók Víðir alfarið við rekstri verslunarinnar ásamt eiginkonu sinni og saman ráku þau verslunina í hartnær fjörutíu ár.
Víðir var heiðursfélagi í Lionsklúbbnum Nirði og gegndi þar ýmsum nefndarstörfum í fjölda ára. Víðir hafði frumkvæði að fjársöfnun fyrir háls, nef- og eyrnalækningadeild LSH á vegum klúbbsins í fjölda ára. Lionsklúbburinn Njörður sá deildinni m.a fyrir endurnýjun lækningatækja. Málefni heyrnarskertra voru Víði hugleikin og að tilstuðlan hans stofnaði Björn sonur hans Heyrnartækni, fyrstu einkareknu heyrnartækjastöðina á Íslandi.
Útför Víðis fór fram frá Digraneskirkju