Ægir Jóakimsson

Ægir Jóakimsson verkamaður, fæddist á Siglufirði 4. nóvember 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 1. september 1968.

Foreldrar hans voru hjónin Friðrikka Ólína Ólafsdóttir, f. 16.4. 1886, á Reykjum í Ólafsfirði, d. 3.4. 1966, og Jóakim Meyvantsson, f. 18.7. 1886 á Staðarhóli við Siglufjörð, d. 17.9. 1945.
Þau gengu í hjónaband 23.9. 1911 og áttu alla tíð heima á Lindargötu 7b (seinna 3c) á Siglufirði.  Systkini Ægis eru:

1) Hildigunnur Jóakimsdóttir, f. 21.1. 1912, d. 10.11. 1982, maki Halldór Kristjánsson frá Bolungarvík, f. 26.4. 1914, búsett á Ísafirði og eignuðust fjögur börn.

2) Ottó Jóakimsson. f. 15.4. 1913, d. 13.6. 1915.

3) Ottó Jón Jóakimsson, f. 15.5. 1915, d. 28.9. 1973, maki Kristín Kristjánsdóttir frá Hnífsdal, f. 12.1. 1915, búsett á Siglufirði og eignuðust þrjú börn.

Ægir Jóakimsson

Ægir Jóakimsson

4) Bergþóra Bryndís Jóakimsdóttir, f. 30.6. 1920, d. 28.10. 1973, maki Gísli Dan Gíslason, f. 20.7. 1917, d. 13.3. 1985, búsett á Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu og eignuðust einn son.
5) Ólafur Meyvant Jóakimsson, f. 11.5. 1924,maki Fjóla Baldvinsdóttir, f. 2.6. 1927, búsett í Ólafsfirði og eignuðust fjóra syni.
6) Sigurður Óskar Jóakimsson, f. 14.7. 1926, d. 3.7. 1927.
7) Ólöf María Jóakimsdóttir, f. 24.12. 1927, maki Skúli Þórður Skúlason frá Ísafirði, f. 28.5. 1931, búsett á Ísafirði og eignuðust þrjú börn.

Ægir var ókvæntur, en eignaðist eina dóttur,
  • Gunnfríður Vilhelmína Ægisdóttir, f. 6.6. 1941.