Tengt Siglufirði
Þorleifur Hólm, f. 25, maí 1910 á Siglufirði, d. 18. apríl 1988 á Siglufirði.
Foreldrar Lárus Blöndal Bjarnason skipstjóri f. 17. júní
1894 d. 30 janúar 1954 í Reykjavík og Kristín Bessadóttir f. 13. júlí 1886 á Siglufirði d. 25. júní 1936 á Akureyri.
Þorleifur var alinn upp hjá Þorleifi Bessasyni og Hólmfríði Jónsdóttur sem tóku hann sem son sinn, en þeim varð ekki barna auðið.
- Þorleifur Bessason var bróðir Kristínar Bessadóttur, móður Þórleifs Hólm.
Kona Þorleifs Hólm, Sesselía
Jóhanna Jónsdóttir f. 26 mars 1905 á Haugasundi Árskógshreppi Eyjafirði, d. 7 júní 1989 á Siglufirði.
Foreldrar hennar; Jón Jóhannssonsjómaður
á Árskógströnd, f. 26 október 1864 á Selá Árskógshreppi og kona hans Kristín Loftsdóttir f. 17 júní 1863 á Dalvík, d. 1 mars 1929 á Árskógströnd.
Börn þeirra Þorleifs og Sesselíu:
Neðan ritaðar heimildir eru að hluta frá
< „Múraratali og steinsmiða“ frá árinu 1936 gefið út af Múrarafélagi Reykjavíkur og Múrarameistarafélagi Reykjavíkur-
Iðnbréf til Þorleifs samkvæmt ráðherraveitingu 1936. Félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur. >
Hvað varðar fullyrðingu þar, um ráðherrabréf til handa Leifa árið 1936, þá
finnst mér það vera nokkuð furðulegt, að hann hafi ekki munað eftir þessu ráðherraleyfi og sagt frá, á sama tíma og hann var undir sífeldum kærum og kvörtunum frá
múrurum á Siglufirði og að auki kærum vegna vinnu hans við múrverk, kærur sem náðu alla leið til ráðherra árið 1963, sem endaði með Ráðherra réttindum,
útgefið af Bjarna Benedikssyni þáverandi ráðherra, til handa Þorleifi Hólm.
Þá tilskipun sá ég með eigin augum mínútu eftir að hann tók
við því úr hendi yfirmanns síns, Páli G Jónssyni byggingameistara. Steingrímur.
Hinsvegar gæti verið að iðnheitið "Steinsmiður og múrararéttindi" og "ráðherratilskipun 1936" hafi verið gefin út og hafi gilt sem slíkt, en Leifi hafði lengi árum fyrr, framleitt gangstéttarhellur og álíka, jafnvel legsteina ofl.
En þetta fyrra ráðherraleyfi nefndi Leifi aldrei, hvorki við Pál verkstjóra sinn hjá SR, né vinnufélaga. -- Og möglegt er að Leifi hafi ekki gert sér grein fyrir, að sennilega hafði hann haft þessi múrararéttindi allt frá árinu 1936 ? - Steingrímur
Smelltu hérna, þá ferðu á aðra síðu og lestu um Leifa -
Leifi var sérstakur karater og vinsæl á meðal vina sinna og vinnufélaga.
Steingrímur Kristinsson
-------------------------------------------------------