Þormóður Stefánsson bifreiðarstjóri

Þormóður Stefánsson fæddist í Siglufirði 9. ágúst 1927. Hann lést á Líknardeild Landakotsspítala fimmtudaginn 27. júní 2002.

Foreldrar hans voru Soffía Jónsdóttir, f. á Máná 24.7. 1892, d. í Siglufirði 26.6. 1986, og Stefán Jónsson, f. í Nesi í Flókadal 3.8. 1885, d. í Siglufirði 21.5. 1965.  

Þormóður var yngstur fjögurra systkina. Þau eru;

1) Jón Guðni Stefánsson, f. 27.8. 1914, d. 2.2. 1941,

2) Sigfús Stefánsson, f. 5.7. 1916, d. 26.11. 1920,

3) Sigfúsína Stefánsdóttir (Sína), f. 16.6. 1921, og

4) Þormóður Stefánsson sem hér er kvaddur. Hann kvæntist 1. júní 1952 Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, f. 1.11. 1926.

Þormóður Stefánsson  - Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson

Þormóður Stefánsson - Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson

Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson, f. á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu 19.5. 1889, d. á Ísafirði 3.2.1970, og Þorgerður Kristjánsdóttir, f. í Súðavík 17.8. 1888, d. á Ísafirði 5.4. 1935.

Synir Þormóðs og Ástu:

1) Bjarni Þormóðsson, kennari og húsamálari, f. 10.2. 1952, maki Aldís Guðmundsdóttir kennari, f. 8.2. 1954. Synir þeirra eru

    a) Andrés húsamálari, f. 2.11. 1976, sambýliskona hans er Jenný Erla Jónsdóttir, f. 13.9. 1976, dóttir hennar er

    Karen Gígja, f. 14.5. 1996,

    b) Guðmundur nemi, f. 23.2. 1979;

2) Stefán Þormóðsson kerfisfræðingur, f. 15.9. 1957, maki Anna Jóna Jónmundsdóttir, f. 14.8. 1957. Synir þeirra eru

    a) Bjarni Þór, f. 25.1. 1994,

    b) Jón Þór, f. 16.7. 1996.

Þormóður ólst upp í Siglufirði og lauk þar barna- og unglingaprófi.

Síðan lá leið hans í heimavistarskóla í Reykholti. Að skólagöngu lokinni vann hann við sendlastörf, bifreiðaakstur og ýmis önnur störf, ma. hjá Shell (Skeljungi á Siglufirði)

Síðan lá leið hans til Vestmannaeyja þar sem hann stundaði sjómennsku. 

Með sjómennskunni lauk hann vélstjóranámi og var vélstjóri og háseti til sjós í yfir 10 ár.

Árið 1962 hætti hann sjómennsku og hóf störf hjá Skeljungi sem bifreiðarstjóri uns hann fluttist til Reykjavíkur sumarið 1969. Þar hélt hann áfram störfum hjá Skeljungi fram til ársins 1997 þegar hann lét af störfum, sjötugur að aldri.

Hann hlaut gullmerki Skeljungs fyrir áratuga farsælt starf í þágu fyrirtækisins.