Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur

Þorsteinn Jóhannesson fæddist á Siglufirði hinn 25. desember árið 1945. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði 16. desember 2013.

Foreldrar hans voru 

Jóhannes Hjálmarsson, f. 3. október 1917, d. 3. október 1991, og Kristbjörg Marteinsdóttir, f. 12. janúar 1918, d. 1. október 2010. 

Systkini Þorsteins eru

Kristbjörg Jóhannesdóttir, f. 1941,

Marteinn Jóhannesson, f. 1944,

Sigríður Jóhannesdóttir, f. 1947,

Þorsteinn Jóhannesson

Þorsteinn Jóhannesson

Hjálmar Jóhannesson, f. 1948,

Kara Jóhannesdóttir, f. 1949,

Kristín Jóhannesdóttir, f. 1953, d. 1997, 

Signý Jóhannesdóttir, f. 1957.

Þorsteinn gekk að eiga Helga Þorvaldsdóttir 9. apríl 1966.

Foreldar hennar voru Þorvaldur Sigurðsson, f. 27. apríl 1899, d. 17.6 1981, og Ólína Einarsdóttir, f. 18. desember 1904, d. 22. nóvember 1976. 

Börn Þorsteins og Helgu eru:

1) Þorvaldur Þorsteinsson, rafvirki, f. 17. janúar 1966, fyrrverandi maki Elín Björk Gísladóttir. Börn þeirra eru

a) Þorsteinn Þorvaldsson, rafvirki, f. 5. janúar 1987, vélfræðingur, í sambúð með Alma Svanhildur Róbertsdóttir  og á hún eitt barn.

b) Helga Ingibjörg, f. 5. september 1994, nemi í MTR.

c) Alexander Smári, f. 16. ágúst 2002. 

Fyrir átti Þorvaldur soninn

Páll Þorvaldsson sjómaður, f. 16. júlí 1984, maki Selma Úlfarsdóttir, þau eiga tvær dætur

2) Elín Þorsteinsdóttir, innanhússarkitekt, f. 14. maí 1974, í sambúð með Frosti Halldórsson skipstjóri, f. 10. október 1971. Sonur þeirra er

Gabríel Frostason, f. 10. janúar 1997, nemi í MA.

Þorsteinn Jóhannesson ólst upp á Siglufirði og gekk í Grunnskóla Siglufjarðar. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1965.

Árið 1968 lauk hann fyrrihlutaprófi í byggingarverkfræði.

Hann flutti ásamt Helgu eiginkonu sinni og ungum syni til Þrándheims og útskrifaðist með lokapróf í vega- og byggingarverkfræði árið 1970 frá Tækniháskólanum í Þrándheimi.

Á árunum 1970-1977 starfaði Þorsteinn sem bæjarverkfræðingur og byggingarfulltrúi hjá Siglufjarðarkaupstað. Hann var framkvæmdastjóri Húseininga á Siglufirði á árunum 1979-1981. Árið 1978 stofnaði Þorsteinn Verkfræðistofu Siglufjarðar ásamt Sigurði Hlöðverssyni tæknifræðingi.

Þorsteinn lét af störfum á Verkfræðistofu Siglufjarðar vegna veikinda í október á þessu ári. Hann var virkur félagi í Sjálfstæðisfélagi Siglufjarðar og gegndi ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þorsteinn var virkur í félagsstörfum.

Var í Blakklúbbnum Hyrnunni, Lionsklúbbi Siglufjarðar, Bridgefélagi Siglufjarðar, Sjóstangaveiðifélagi Siglufjarðar, Stangaveiðifélagi Siglfirðinga, Golfklúbbi Siglufjarðar, Ferðafélagi Siglufjarðar og Veiðiklúbbnum Óríon svo eitthvað sé nefnt. Þorsteinn hafði unun af útivist og stundaði skíði, fjallgöngur, golf, blak og hlaup á meðan heilsan leyfði.

Útför Þorsteins fór fram frá Siglufjarðarkirkju 28. desember 2013