Þórhallur Daníelsson bókari

Þórhallur Daníelsson fæddist á Höfn í Hornafirði 29. ágúst 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 16. október 2010.

Hann var elstur barna hjónanna Daníel Þórhallsson útgerðarmanns, f. 1. ágúst 1913, d. 7. sept. 1991, og Dagmarar Fanndal, (Dagga) f. 24. sept. 1915, d. 24. ágúst 2002.

Systkini Þórhalls eru

 2) Sigurður Gunnar Daníelsson, fæddur 26. maí 1944. Sonur hans er

Daníel Geir og fósturdóttir 

Vigdís Gígja Ingimundardóttir. 

 3) Soffía Svava Daníelsdóttir, fædd 9. mars 1948, maki Birgi Guðjónssyni, f. 21 maí 1948, börn þeirra eru

Þórhallur Daníelsson

Þórhallur Daníelsson

a) Bryndís Eva 

b) Hákon Örn og 

c) Dagmar Ingibjörg 

4.) Ingibjörg Daníelsdóttir, fædd 16. október 1950. Maki I. Sveinbjörn Ársæll Sveinbjörnsson, f. 1941, d. 1985. Synir þeirra eru

a) Sveinbjörn Ársæll og

b) Gunnar Daníel. Sambýlismaður II. Sigurður Valdimarsson, f. 1937, d. 2001.

Þórhallur ólst upp á Siglufirði, en stundaði nám við Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf 1961. Þórhallur hóf vinnu hjá Síldarverksmiðju ríkisins, fyrst á Siglufirði og síðan í Reykjavík um tíma, en hélt áfram starfi hjá SR Mjöl á Siglufirði til starfsloka. 

Þórhallur tók virkan þátt í félagsmálum. Hann var félagi og gegndi trúnaðarstörfum í Kiwanisklúbbi Siglufjarðar og í Kiwanisklúbbnum Elliða þegar hann bjó í Reykjavík. Hann var mikill söngmaður og söng með karlakórnum Vísi á Siglufirði í mörg ár. 

Þá söng hann með kór Siglufjarðarkirkju og Karlakór Siglufjarðar. 

Þórhallur starfaði fjölda ára með AA-samtökunum á Siglufirði. 

Hann átti við heilsuleysi að stríða síðustu árin. Þórhallur var ógiftur og barnlaus.
--------------------------------------------------------------------

Þórhallur var í alla staði indæll, heiarlegur og góður vinur
sk