Tengt Siglufirði
Sólveig Dýrfjörð fæddist á Siglufirði 4. júlí 1955. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 2. ágúst 2013.
Foreldrar Sólveigar eru Anna Erla Eymundsdóttir, fædd 17. október 1934, og Friðrik Jón Dýrfjörð, fæddur 16. mars 1931, en þau ráku um margra áratuga skeið vélaverkstæði á Siglufirði.
Systkini Sólveigar eru
1) Sigfús Hlíðar Dýrfjörð, f. 2. ágúst 1952, kona hans er Anna María Guðmundsdóttir, f. 28. apríl 1953, dóttir þeirra er Anna Kristín, maki hennar er Þorleifur Kristinn Sigþórsson, börn þeirra eru Sigurþór og Sigfús Hlíðar.
2) Helena Dýrfjörð, f. 20. júlí 1960, maður hennar er Björn Jónsson, f. 3. júní 1955, og börn þeirra eru Erla, Jón Ingi og Rakel Ósk. Maki Erlu er Gauti Þór Grétarsson og börn þeirra Aníta Ruth og Aron Freyr, börn Gauta og fósturbörn Erlu eru Thelma Líf og Tinna Sól. Maki Jóns Inga er Þórgunnur Lilja Jóhannesdóttir, barn þeirra Helena Rut.
3) Baldur Dýrfjörð, f. 5. ágúst 1962, kona hans er Bergþóra Þórhallsdóttir, f. 13. febrúar 1964. Börn Baldurs og Ástu Hrannar Jónasdóttur, f. 5. desember 1960, eru María Rut, maki Halldór Elfar Hauksson, dóttir þeirra er Katla Dögg, Friðrik Bragi, sambýliskona Auður Sesselja Gylfadóttir og Kristján Atli, sambýliskona Kristín Emilsdóttir. Börn Bergþóru og fósturbörn Baldurs eru Svala, Gísli Steinar, Telma og Björk.
4) Þórgnýr Dýrfjörð, f. 16. desember 1967, kona hans er Aðalheiður Hreiðarsdóttir, f. 1. maí 1966, börn þeirra eru Styrmir, sambýliskona Alexandra Dögg Steinþórsdóttir, Bjarmi og Embla.
Útför Sólveigar hefur farið fram í kyrrþey.
Stór systkinahópur og nú er skarð höggvið þegar Sólveig systir er fallin frá. Hún var „rauðuhundabarn“ eins og það var nefnt. Skýringin sem við börnin fengum og við gáfum á þeirri miklu fötlun sem hún bjó við. Fyrir mig var þetta oft skrítið og erfitt, en með tíð og tíma lærðist hvað lífið er fjölbreytt og fullt af óvæntum atburðum.
Sólveig og við fjölskyldan höfum lifað þá jákvæðu breytingu sem hefur orðið í þjónustu við fatlaða síðastliðna rúma hálfa öld. Frá umræðu um byggingu fávitahælis að Skálatúni árið 1953 til sambýla nútímans. Áfangar unnir af góðum hug en minna okkur líka á að stöðugt þarf að að huga að gæðum í þjónustu við fatlaða.
Sólveig bjó á Siglufirði fyrstu æviárin en vegna fötlunar sinnar fór hún tólf ára gömul að Skálatúni í Mosfellsbæ. Árið 1959 stofnuðu áhugamenn Styrktarfélag vangefinna á Akureyri með það markmið að Sólborg, heimili fyrir vangefna, risi fyrir norðan og þangað fluttist Sólveig árið 1971.
Þar sem Sólveig systir fór snemma að heiman varð ákveðin fjarlægð við okkur yngri systkinin, en hún kom reglulega heim í fríum og við fengum tækifæri til að kynnast. Sólveig var hrifin af bíltúrum og þá farið fram á Fjörð eða inn í Fljót, tekið með nesti og úr varð lautartúr eða veiðiferð á Hraunamölina.
Ég man snjóþotuferðir þar sem pabbi talaði um mikilvægi þess að Sólveig eins og við fengjum góða hreyfingu. Í albúmi ömmu Þorfinnu voru fróðleg brot úr sögu Sólveigar. Blaðagreinar um ferð hennar til Bandaríkjanna árið 1961. Þar er sagt frá tilraunum til að veita henni greiningu og sérfræðiaðstoð hjá þekktum stofnunum þar ytra. Dæmi um þá baráttu sem foreldrar okkar lögðu í til þess að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að fá hjálp fyrir Sólveigu og þá fjölmörgu sem lögðu þeirri baráttu lið.
Árið 1978 hóf ég nám í MA og upplifði málvenjurnar „Sólborgari“ og heyrði „Sólborgarabrandara“. Ég tók þetta nærri mér þó ekki risti þetta djúpt hjá skólasystkinum mínum. Á Sólborg skynjaði ég góðan anda og að Sólveigu systur leið vel þar. Mér eru minnisstæð fjörug jólaböll sem ég fór á með Sólveigu skömmu áður en jólafríin byrjuðu og svo urðum við samferða heim í jólafrí með flóabátnum Drangi. Þrátt fyrir mikla fötlun þar sem heyrn og sjón var nánast engin bjó Sólveig yfir miklu næmi. Ég hef oft sagt stoltur frá því hvernig hún gat með fingurgómunum þekkt í sundur fatnað deildarfélaga sinna á Sólborg þegar hann kom úr þvotti og flokkað hann og brotið saman.
Foreldrar okkar hafa starfað mikið að málefnum fatlaðra og upplifað þá miklu breytingu sem orðið hefur síðustu áratugi. Það var því mikill og stór áfangi þegar sambýli reis á Siglufirði árið 1983 en þangað fluttist Sólveig þegar Sólborg lagðist af. Á Siglufirði naut hún nálægðar við foreldra okkar og þess næmis og virðingar sem þau svo sannanlega báru alla tíð fyrir sérstöðu hennar í lífinu.
Þó lífið hafi oft verið Sólveigu systur erfitt og erfitt að skilja þá tjáningu sem hún notaði, eru minnisstæðar ánægjustundir þar sem hún situr, saumar út og hlær með sjálfri sér með þeim hætti að maður fór ósjálfrátt að brosa með.
Elsku Sólveig, nú þegar við kveðjum þig þá mæli ég fyrir mína hönd, Fúsa, Helenu og Þórgnýs og við þökkum innilega allt það sem þú gafst okkur í lífinu, sem er meira og dýrmætara en margur kynni að hyggja.
Hvíl þú í friði, þinn bróðir Baldur.
-----------------------------------------
Sólveig fæddist daufdumb, heyrði ekki og sá afar takmarkað. Hún kom í heiminn 12 árum á undan mér svo fyrstu minningar mínar eru af ungri konu sem flutt var að heiman. Mamma og pabbi segja mér hins vegar að hún hafi verið hugrakkur og uppáfinningasamur krakki. Það kemur mér ekki á óvart. Þegar ég sé ljósmyndirnar frá þeim tíma, þá langar mig dálítið að vera með í þeim. Löngu seinna þegar ég kynnist þjónustu við fatlaða sem almennur starfsmaður og stjórnandi í þeim geira fékk ég iðulega spurninguna: Já, þú ert bróðir hennar Sollu er það ekki? Hún heillaði marga og er mörgum minnisstæð.
Vegna fötlunar sinnar hafði hún öðruvísi samband við heiminn en gengur og gerist hjá okkur sem erum svo lánsöm að heyra bæði og sjá. Í raun er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig mynd hennar af veruleikanum var. En hún var skýrari en ætla mætti í fljótu bragði – það þykist ég vita. Henni gramdist ákaflega á stundum að geta ekki gert sig betur skiljanlega um líðan og vilja. Það leyndi sér ekki.
Við höfum öll gott af því að setja okkur í þau spor. En hún kunni svo sannarlega að gleðjast af heilum hug, hló bráðsmitandi hlátri og stundum mátti raunar greina ofurlítinn púka í bland. Hún var afrekskona, lærði og tileinkaði sér ótrúlegustu hluti og oft hreint ekki gott að átta sig á hvernig hún fór að.
Hefði ég getað skrifað þér bréf kæra systir þá stæði þar margt en mest færi fyrir þökkum. Fyrir það sem ég held þú hafir kennt mér og leiðbeint mér um: Að ekkert er sjálfgefið, að veruleikann má nálgast á ótal vegu og ekki fullvíst hver er hinn rétti, að mér flaug í hug að sækja um vinnu á Sólborg og vinna með fötluðu fólki þar og víðar, að ég er oft blindur þó ég hafi fulla sjón, að sigrar á hversdagslegum vettvangi vega þyngra en sjálfbirgingslegar vegtyllur, að fólk er dásamlega ólíkt og að margbreytileikinn er verðmæti í sjálfum sér – gull í samfélaginu. Þetta hef ég þegið af þér. Og annað ótal margt. Hvíl í friði elsku stóra systir. Takk.
Þórgnýr.
------------------------------------------
Elskuleg nafna mín og frænka, Sólveig Dýrfjörð, er látin. Þegar hún fæddist bjó fjölskylda mín á efri hæðinni í Hlíð á Siglufirði og Jón og Erla á neðri hæðinni með drenginn sinn Sigfús sem þá var þriggja ára.
Ég man svo vel þegar hún fæddist, lítið fallegt ljós í tilveru foreldra sinna og bróður. Mér þótti gaman að fylgjast með henni og hafði mikla ánægju að fá að skoða hana sem oftast í vöggunni sinni og síðar þegar hún eltist. Það er líka sterkt í minni mínu þegar það fór að koma í ljós að litla hnátan hafði ekki öðlast fullkomna sjón eða heyrn eins og við hin. Eins man ég þá þrautagöngu sem foreldrarnir þurftu að ganga til að fá úr því skorið hvað væri að og hvaða möguleika hún hefði í sínu lífi. Það voru þung spor.
Á ævigöngu sinni hefur Sólveig dvalið í skóla heyrnarlausra, í Skálatúni, á Sólborg á Akureyri og síðast á sambýli í sínum heimabæ í nálægð við foreldra sína. Ýmislegt var reynt til að mæta grunnþörfum hennar í daglegu lífi. Á þeim árum þegar Sólveig var að alast upp var lítil sem engin þekking hér á landi á hennar fötlun, daufblindu (samþættri sjón- og heyrnarskerðingu), sem í dag hefur þróast í þá átt að reyna að rjúfa einangrun og skapa einstaklingunum meiri snertingu við umheiminn í gegnum menntun, nýja tækni og hvers kyns þjálfun.
Þegar hún var á Skálatúni og ég nýbyrjuð að búa dvaldi hún stundum hjá okkur og var gleðigjafi, hún hjálpaði til við uppvask og að ganga frá taui í skápa, braut hvern hlut vel saman af kostgæfni. Eins hafði hún ánægju af að sýsla við ýmiskonar föndurvinnu. Hún þarfnaðist þess að hafa skipulag á sinni tilveru. Það veitti henni öryggi, varð að geta gengið að ákveðnum hlutum sem hún þekkti. Nýjungar urðu henni stundum erfiðar sem er eðlilegt þegar tenging við umhverfið var skorðuð við sjón- og heyrnskerðingu.
Eftir að frænka fluttist norður á Sólborg rofnuðu því miður tengslin. En hugsunin um hana og hennar örlög hafa fylgt mér alla tíð. Á sambýlinu á Siglufirði var hún í nálægð við foreldra sína, hennar líf varð þeirra líf og strengurinn þar á milli órjúfanlegur. Foreldrarnir voru hennar akkeri í daglegu lífi sem skapaði samkennd sem við sem ekki höfum reynt náum vart að skilja.
Mitt ævistarf var að vinna með heyrnarskertum börnum og síðustu starfsárin mín með hreyfihamlaðri daufblindri stúlku sem nú stundar menntaskólanám. Vegna tilveru þinnar, kæra frænka, í þennan heim voru mín spor í starfi vörðuð mjög snemma.
Því hefur löngum verið haldið fram að allar mannverur sem fæðast hafi ákveðinn tilgang og hver manneskja sé einstök. Sólveig, frænka mín, var svo sannarlega einstök. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni.
Nú er hún, elskuleg, komin í birtu og fagra hljóma hjá almættinu. Blessuð sé minning hennar.
Ég og fjölskylda mín vottum foreldrum og systkinum Sólveigar innilega samúð.
Sólveig Helga Jónasdóttir.
------------------------------------
Kæra Sólveig. Það verður alltaf ein tilfinning sem ég mun aldrei venjast á lífsleið minni, en það er sú tilfinning sem því fylgir að missa ástvin. Í seinni tíð höfðum við ekki verið svo náin. Þó man ég vel eftir mörgum minningum af okkur saman. Þar á meðal þegar við systkinin börðumst um að fá að bjóða þér á rúntinn með ömmu og afa.
Við fengum nefnilega að nota táknmál og táknið fyrir að fara á rúntinn var að stýra með höndunum. Þegar þú sást það, þá raukstu úr stofunni og út í bíl til að rúnta og skoða þig um. Þá man ég einna sterkast eftir því hversu öflug þú varst í að bryðja sykurmola með kaffinu þínu en mér hefur einmitt oft verið líkt við þig þegar ég fæ mér sykurmola, jú því hann hverfur jafnóðum.
Í gegnum árin hefur þú verið svo sterk og barist ötullega þegar þess krafðist. Ávallt kemur þó að endanum hjá öllum og nú var þinn tími kominn. Tilfinningar mínar eru blendnar, ég er bæði í senn fullur sorgar en um leið glaður því ég veit að þú ert nú í góðum höndum og munt ekki þurfa að þjást né vera takmörkuð á nokkurn hátt. Nú eru allar götur þínar greiðar og mun ljós þitt skína sem aldrei fyrr. Við munum svo hitta þig að okkar tíma liðnum.
Með gleði og sorg í hjarta, kveð ég þig nú úr fjarska.
Ástarkveðjur. Amma og afi, ég elska ykkur og vona að þið finnið friðinn í hjörtum ykkar.
Jón Ingi Björnsson og litla fjölskyldan í Þýskalandi.
==========================================
Sólveig Dýrfjörð fæddist á Siglufirði 4. júlí 1955.
Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 2. ágúst 2013. Foreldrar Sólveigar eru Anna Erla Eymundsdóttir, fædd 17. október 1934, og Friðrik Jón Dýrfjörð, fæddur 16. mars 1931, en þau ráku um margra áratuga skeið vélaverkstæði á Siglufirði.
Systkini Sólveigar eru
1) Sigfús Hlíðar Dýrfjörð, f. 2. ágúst 1952, kona hans er Anna María Guðmundsdóttir, f. 28. apríl 1953, dóttir þeirra er Anna Kristín, maki hennar er Þorleifur Kristinn Sigþórsson, börn þeirra eru Sigurþór og Sigfús Hlíðar.
2) Helena Dýrfjörð, f. 20. júlí 1960, maður hennar er Björn Jónsson, f. 3. júní 1955, og börn þeirra eru Erla, Jón Ingi og Rakel Ósk. Maki Erlu er Gauti Þór Grétarsson og börn þeirra Aníta Ruth og Aron Freyr, börn Gauta og fósturbörn Erlu eru Thelma Líf og Tinna Sól. Maki Jóns Inga er Þórgunnur Lilja Jóhannesdóttir, barn þeirra Helena Rut.
3) Baldur Dýrfjörð, f. 5. ágúst 1962, kona hans er Bergþóra Þórhallsdóttir, f. 13. febrúar 1964. Börn Baldurs og Ástu Hrannar Jónasdóttur, f. 5. desember 1960, eru María Rut, maki Halldór Elfar Hauksson, dóttir þeirra er Katla Dögg, Friðrik Bragi, sambýliskona Auður Sesselja Gylfadóttir og Kristján Atli, sambýliskona Kristín Emilsdóttir. Börn Bergþóru og fósturbörn Baldurs eru Svala, Gísli Steinar, Telma og Björk.
4) Þórgnýr Dýrfjörð, f. 16. desember 1967, kona hans er Aðalheiður Hreiðarsdóttir, f. 1. maí 1966, börn þeirra eru Styrmir, sambýliskona Alexandra Dögg Steinþórsdóttir, Bjarmi og Embla. Útför Sólveigar hefur farið fram í kyrrþey.
Stór systkinahópur fæddur á 15 ára tímabili skömmu eftir miðja síðustu öld. Maður sér og finnur að tíminn líður og nú er skarð höggvið í hópinn þegar Sólveig systir okkar er fallin frá. Sólveig systir var „rauðuhundabarn“ eins og það var nefnt og sú skýring sem við fengum og við gáfum á þeirri miklu fötlun sem hún bjó við. Sem barni fannst mér þetta oft skrítið og erfitt, en með tíð og tíma lærðist hvað lífið er fjölbreytt og fullt af óvæntum atburðum sem fólk er að glíma við í dagsins önn og ævina alla ef svo ber undir.
Við höfum lifað miklar breytingar. Í minningunni tók það óralangan tíma að komast frá Siglufirði til Seyðisfjarðar að heimsækja ömmu Sigurborgu. Minningin um að sjá Rannveigu og Krumma og þar með sjónvarp í fyrsta sinn hjá Birgi og Lóló á Sauðárkróki lifir, sem og þegar langafi Fúsi í Hlíð keypti sjónvarp í trékassa með rennihurðum og færði mömmu að gjöf. Sólveig systir og þar með við fjölskylda hennar höfum einnig lifað hina miklu og jákvæðu breytingu sem hefur orðið í þjónustu við fatlaða síðastliðna rúma hálfa öld.
Það er mikil breyting frá umræðu um byggingu fávitahælis að Skálatúni árið 1953, eins og það var þá nefnt, til sambýla og einstaklingsmiðaðrar þjónustu nútímans. Hafa ber í huga að allir þessir áfangar voru gerðir af góðum hug, en jafnframt þarf að muna að stöðugt þarf að að huga að gæðum í þjónustu við fatlaða á hverjum tíma.
Sólveig bjó á Siglufirði fyrstu æviár sín en vegna fötlunar sinnar fór hún tólf ára gömul að Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ eins og títt var á þessum tíma. Í lok fimmta áratugar síðustu aldar stofnuðu áhugamenn „Styrktarfélag vangefinna á Akureyri með það fyrir augum að rétta því fólki hjálparhönd sem kallað er vangefið og á ekki samleið með fjöldanum í leik, námi eða starfi“ eins og það var nefnt í blaðagrein á þessum tíma. Sólborg tók til starfa í áföngum á sjötta áratugnum og þangað fluttist Sólveig árið 1971.
Þar sem Sólveig systir fluttist snemma að heiman skapaðist ákveðin fjarlægð við okkur yngri systkinin. En auðvitað kom hún reglulega heim í fríum þar sem við fengum tækifæri til að kynnast. Í minningunni var Sólveig snemma hrifin af því að fara í bíltúra og þá oft farið fram á Fjörð eða inn í Fljót og þá stundum komið við í Kaupfélaginu í Haganesvík þar sem við fengum prinspóló og malt eða var það sinalco?
Oftar en ekki var nesti tekið með og úr varð lautartúr eða veiðiferð á Hraunamölina. Einnig man ég snjóþotuferðir þar sem pabbi talaði um mikilvægi þess að Sólveig, eins og við hin, fengjum góða hreyfingu. Í myndaalbúmi ömmu Þorfinnu áttum við systkinin einnig athyglisverð og fróðleg brot úr sögu Sólveigar þar sem voru blaðagreinar sem sögðu frá ferð hennar til Bandaríkjanna árið 1961.
Þar er sagt frá tilraunum sem gerðar voru til að veita henni greiningu og sérfræðiaðstoð hjá þekktum stofnunum í Bandaríkjunum. Er þetta dæmi um þá miklu baráttu sem foreldrar okkar lögðu í til þess að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að fá hjálp fyrir Sólveigu systur og þá fjölmörgu sem lögðu þeirri baráttu lið.
Þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri árið 1978 bjó Sólveig systir að Sólborg. Eftir komuna til Akureyrar áttaði ég mig á málvenjum sem skapast höfðu um „Sólborgarana“ og „Sólborgarabrandara“ og tók það eðilega nærri mér, þó vitanlega risti þetta sjaldnast djúpt hjá skólasystkinum mínum. Þegar frá leið þá held ég að vitneskjan um Sólveigu systur mína hafi haft áhrif í vinahópunum auk þeirrar menntunar og þroska sem við sannanlega tókum út í skólanum.
Á Sólborg skynjaði ég strax að þar var góður andi og ég hafði alltaf á tilfinningunni að Sólveigu systur liði vel þar. Mér eru minnisstæð fjörug jólaböll sem ég fór á með Sólveigu skömmu áður en jólafríin byrjuðu og í framhaldinu urðum við svo samferða heim í jólafrí með flóabátnum Drangi til Siglufjarðar. Þrátt fyrir mikla fötlun Sólveigar þar sem heyrn og sjón var nánast engin var ljóst að hún bjó yfir mikilli næmni. Ég hef oft sagt stoltur frá því hvernig hún gat með fingurgómunum þekkt í sundur fatnað deildarfélaga sinna á Sólborg þegar hann kom úr þvotti og flokkað hann og brotið saman.
Foreldrar okkar hafa í gegnum tíðina starfað mikið að málefnum fatlaðra og tekið þátt í og upplifað þá miklu breytingu sem orðið hefur í málaflokknum síðustu áratugi. Það var því mikill og stór áfangi þegar sambýli reis á Siglufirði árið 1983 en þangað fluttist Sólveig þegar starfsemin á Sólborg lagðist af. Þar naut hún nálægðar við foreldra okkar og þeirrar næmni og virðingar sem þau svo sannanlega báru alla tíð fyrir sérstöðu hennar í lífinu.
Þó lífið hafi oft verið Sólveigu systur erfitt og oft erfitt að skilja þá tjáningu sem hún notaði, eru minnisstæðar ánægjustundir þar sem hún situr, saumar út og hlær með sjálfri sér með þeim hætti að maður fór ósjálfrátt að brosa með.
Elsku Sólveig, nú þegar við kveðjum þig þá mæli ég fyrir mína hönd, Fúsa, Helenu og Þórgnýs og við þökkum innilega allt það sem þú gafst okkur í lífinu, sem er meira og dýrmætara en margur kynni að hyggja.
Hvíl þú í friði. Þinn bróðir,
----------------------------
Sólveig Dýrfjörð fæddist á Siglufirði 4. júlí 1955. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 2. ágúst 2013. Foreldrar Sólveigar eru Anna Erla Eymundsdóttir, fædd 17. október 1934, og Friðrik Jón Dýrfjörð, fæddur 16. mars 1931, en þau ráku um margra áratuga skeið vélaverkstæði á Siglufirði. Systkini Sólveigar eru 1) Sigfús Hlíðar Dýrfjörð, f. 2. ágúst 1952, kona hans er Anna María Guðmundsdóttir, f. 28. apríl 1953, dóttir þeirra er Anna Kristín, maki hennar er Þorleifur Kristinn Sigþórsson, börn þeirra eru Sigurþór og Sigfús Hlíðar. 2) Helena Dýrfjörð, f. 20. júlí 1960, maður hennar er Björn Jónsson, f. 3. júní 1955, og börn þeirra eru Erla, Jón Ingi og Rakel Ósk. Maki Erlu er Gauti Þór Grétarsson og börn þeirra Aníta Ruth og Aron Freyr, börn Gauta og fósturbörn Erlu eru Thelma Líf og Tinna Sól. Maki Jóns Inga er Þórgunnur Lilja Jóhannesdóttir, barn þeirra Helena Rut. 3) Baldur Dýrfjörð, f. 5. ágúst 1962, kona hans er Bergþóra Þórhallsdóttir, f. 13. febrúar 1964. Börn Baldurs og Ástu Hrannar Jónasdóttur, f. 5. desember 1960, eru María Rut, maki Halldór Elfar Hauksson, dóttir þeirra er Katla Dögg, Friðrik Bragi, sambýliskona Auður Sesselja Gylfadóttir og Kristján Atli, sambýliskona Kristín Emilsdóttir. Börn Bergþóru og fósturbörn Baldurs eru Svala, Gísli Steinar, Telma og Björk. 4) Þórgnýr Dýrfjörð, f. 16. desember 1967, kona hans er Aðalheiður Hreiðarsdóttir, f. 1. maí 1966, börn þeirra eru Styrmir, sambýliskona Alexandra Dögg Steinþórsdóttir, Bjarmi og Embla. Útför Sólveigar hefur farið fram í kyrrþey.
Stór systkinahópur fæddur á 15 ára tímabili skömmu eftir miðja síðustu öld. Maður sér og finnur að tíminn líður og nú er skarð höggvið í hópinn þegar Sólveig systir okkar er fallin frá. Sólveig systir var „rauðuhundabarn“ eins og það var nefnt og sú skýring sem við fengum og við gáfum á þeirri miklu fötlun sem hún bjó við. Sem barni fannst mér þetta oft skrítið og erfitt, en með tíð og tíma lærðist hvað lífið er fjölbreytt og fullt af óvæntum atburðum sem fólk er að glíma við í dagsins önn og ævina alla ef svo ber undir.
Við höfum lifað miklar breytingar. Í minningunni tók það óralangan tíma að komast frá Siglufirði til Seyðisfjarðar að heimsækja ömmu Sigurborgu. Minningin um að sjá Rannveigu og Krumma og þar með sjónvarp í fyrsta sinn hjá Birgi og Lóló á Sauðárkróki lifir, sem og þegar langafi Fúsi í Hlíð keypti sjónvarp í trékassa með rennihurðum og færði mömmu að gjöf. Sólveig systir og þar með við fjölskylda hennar höfum einnig lifað hina miklu og jákvæðu breytingu sem hefur orðið í þjónustu við fatlaða síðastliðna rúma hálfa öld. Það er mikil breyting frá umræðu um byggingu fávitahælis að Skálatúni árið 1953, eins og það var þá nefnt, til sambýla og einstaklingsmiðaðrar þjónustu nútímans. Hafa ber í huga að allir þessir áfangar voru gerðir af góðum hug, en jafnframt þarf að muna að stöðugt þarf að að huga að gæðum í þjónustu við fatlaða á hverjum tíma.
Sólveig bjó á Siglufirði fyrstu æviár sín en vegna fötlunar sinnar fór hún tólf ára gömul að Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ eins og títt var á þessum tíma. Í lok fimmta áratugar síðustu aldar stofnuðu áhugamenn „Styrktarfélag vangefinna á Akureyri með það fyrir augum að rétta því fólki hjálparhönd sem kallað er vangefið og á ekki samleið með fjöldanum í leik, námi eða starfi“ eins og það var nefnt í blaðagrein á þessum tíma. Sólborg tók til starfa í áföngum á sjötta áratugnum og þangað fluttist Sólveig árið 1971.
Þar sem Sólveig systir fluttist snemma að heiman skapaðist ákveðin fjarlægð við okkur yngri systkinin. En auðvitað kom hún reglulega heim í fríum þar sem við fengum tækifæri til að kynnast. Í minningunni var Sólveig snemma hrifin af því að fara í bíltúra og þá oft farið fram á Fjörð eða inn í Fljót og þá stundum komið við í Kaupfélaginu í Haganesvík þar sem við fengum prinspóló og malt eða var það sinalco? Oftar en ekki var nesti tekið með og úr varð lautartúr eða veiðiferð á Hraunamölina. Einnig man ég snjóþotuferðir þar sem pabbi talaði um mikilvægi þess að Sólveig, eins og við hin, fengjum góða hreyfingu. Í myndaalbúmi ömmu Þorfinnu áttum við systkinin einnig athyglisverð og fróðleg brot úr sögu Sólveigar þar sem voru blaðagreinar sem sögðu frá ferð hennar til Bandaríkjanna árið 1961. Þar er sagt frá tilraunum sem gerðar voru til að veita henni greiningu og sérfræðiaðstoð hjá þekktum stofnunum í Bandaríkjunum. Er þetta dæmi um þá miklu baráttu sem foreldrar okkar lögðu í til þess að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að fá hjálp fyrir Sólveigu systur og þá fjölmörgu sem lögðu þeirri baráttu lið.
Þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri árið 1978 bjó Sólveig systir að Sólborg. Eftir komuna til Akureyrar áttaði ég mig á málvenjum sem skapast höfðu um „Sólborgarana“ og „Sólborgarabrandara“ og tók það eðilega nærri mér, þó vitanlega risti þetta sjaldnast djúpt hjá skólasystkinum mínum. Þegar frá leið þá held ég að vitneskjan um Sólveigu systur mína hafi haft áhrif í vinahópunum auk þeirrar menntunar og þroska sem við sannanlega tókum út í skólanum.
Á Sólborg skynjaði ég strax að þar var góður andi og ég hafði alltaf á tilfinningunni að Sólveigu systur liði vel þar. Mér eru minnisstæð fjörug jólaböll sem ég fór á með Sólveigu skömmu áður en jólafríin byrjuðu og í framhaldinu urðum við svo samferða heim í jólafrí með flóabátnum Drangi til Siglufjarðar. Þrátt fyrir mikla fötlun Sólveigar þar sem heyrn og sjón var nánast engin var ljóst að hún bjó yfir mikilli næmni. Ég hef oft sagt stoltur frá því hvernig hún gat með fingurgómunum þekkt í sundur fatnað deildarfélaga sinna á Sólborg þegar hann kom úr þvotti og flokkað hann og brotið saman.
Foreldrar okkar hafa í gegnum tíðina starfað mikið að málefnum fatlaðra og tekið þátt í og upplifað þá miklu breytingu sem orðið hefur í málaflokknum síðustu áratugi. Það var því mikill og stór áfangi þegar sambýli reis á Siglufirði árið 1983 en þangað fluttist Sólveig þegar starfsemin á Sólborg lagðist af. Þar naut hún nálægðar við foreldra okkar og þeirrar næmni og virðingar sem þau svo sannanlega báru alla tíð fyrir sérstöðu hennar í lífinu.
Þó lífið hafi oft verið Sólveigu systur erfitt og oft erfitt að skilja þá tjáningu sem hún notaði, eru minnisstæðar ánægjustundir þar sem hún situr, saumar út og hlær með sjálfri sér með þeim hætti að maður fór ósjálfrátt að brosa með.
Elsku Sólveig, nú þegar við kveðjum þig þá mæli ég fyrir mína hönd, Fúsa, Helenu og Þórgnýs og við þökkum innilega allt það sem þú gafst okkur í lífinu, sem er meira og dýrmætara en margur kynni að hyggja.
Hvíl þú í friði. Þinn bróðir, Baldur.