Jóhann S. Hannesson skólameistari

10. apríl 2014 Mbl.is

Merkir Íslendingar

Jóhann S. Hannesson skólameistari fæddist á Siglufirði 10.4. 1919. Foreldrar hans voru Hannes Jónasson, bóksali á Siglufirði, og Kristín Björg Þorsteinsdóttir húsfreyja.

Bróðir Jóhanns var Þorsteinn óperusöngvari, en systir hans, Hallfríður, móðir Páls Árdal, heimspekiprófessors í Kanada.

Jóhann kvæntist Lucy Winston Hannesson og eignuðust þau tvö börn Wincie, fyrrv. formann HÍK, og Sigurður skáld.

Jóhann lauk MA-prófi í ensku og málvísindum við University of California í Berkley 1945, stundaði þar framhaldsnám 1945-47, var lektor í ensku við HÍ 1947-50, kennari í ensku við University of California 1950-52, kennari í ensku og bókavörður við The Fiske Icelandic Colletion við Cornell University í New York 1952-59, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni 1960-70, starfsmaður Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1970-72, kenndi síðan við MH til 1980 og var ritstjóri Ensk-íslenskrar orðabókar frá 1980.

Jóhann S. Hannesson skólameistari

Jóhann S. Hannesson skólameistari

Jóhann samdi ritin Bibliography of the Eddas, og Sagas of Icelanders, bjó til prentunar stóru ensk-íslensku orðabók Arnar og Örlygs og sendi frá sér ljóðabækurnar Ferilorð og Hlymrek á sextugu.

Jóhann var virtur kennari og skólameistari, agaður fræðimaður og með þekktari limruskáldum.

Vinur Jóhanns, Kristján Karlsson skáld, segir hann hafa verið frábæran bókmenntarýni og átt erfitt með að velja málvísindin fram yfir bókmenntirnar. Um val þeirra orti Jóhann eftirfarandi limru til Kristjáns:

 • Það er vitleysa, sem ég vona þig
 • aldrei dreymi
 • að ég virði ekki það sem skeður
 • í þínum heimi,
 • þó margt sem gerist þar gangi nú
 • þannig til
 • að það gengur í berhögg við allt sem
 • ég veit og skil
 • og í mínum heimi er það yfirleitt alls
 • ekki til
 • sem ég ekki skil.

Jóhann lést 9.11. 1983.

_________________________________________________

Morgunblaðið 8. apr. 2014

Aldarafmælis Jóhanns S. Hannessonar, skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni 1960-1970, verður minnst í Hannesarholti 10. apríl 2019 kl. 20:00.

Jóhann S. Hannesson (1919-1983) fæddist á Siglufirði. Hann lauk MA-prófi í ensku og málvísindum við University of California í Berkley 1945, stundaði þar framhaldsnám 1945-47, var lektor í ensku við HÍ 1947-50, kennari í ensku við University of California 1950-52 og kennari í ensku og bókavörður við The Fiske Icelandic Colletion við Cornell University í New York 1952-59.

Heimkominn varð Jóhann skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni 1960-70, starfsmaður Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 1970-72, kenndi síðan við MH til 1980 og var ritstjóri Ensk-íslenskrar orðabókar frá 1980. Jóhann kvæntist Lucy Winston Hannesson og eignuðust þau tvö börn, Wincie, framhaldsskólakennara, og Sigurð heitinn, skáld. Jóhann gaf út ritin Bibliography of the Eddas og Sagas of Icelanders, bjó til prentunar ensk-íslenska orðabók Arnar og Örlygs og sendi frá sér ljóðabækurnar Ferilorð, Hlymrek á sextugu og Tíundir. Jóhann markaði djúp spor á mörgum sviðum – m.a. sem skólamaður, skáld, málfræðingur og orðabókarritsjóri – og verður hans minnst á aldarafmæli hans með samkomu í Hannesarholti 10. apríl kl. 20. Dagskráin er eins og hér segir:

1. Wincie Jóhannsdóttir: Kynning
2. Helgi Bernódusson: Jóhann S. Hannesson og íslenskt mál
3. Gunnlaugur Ástgeirsson: Ljóðskáldið
4. Heimir Pálsson og Bjarni Ólafsson: Persónan
5. Björn Bergsson: Skólamaðurinn
6. Jóhannes Þorsteinsson: Orðabókarmaðurinn
7. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Stefanía Magnúsdóttir: Lucy Winston Hannesson

Milli atriða verða lesin ljóð eftir Jóhann. Meðal lesara eru Jóhann Tómas Sigurðsson, Kristófer Dignus, María Heba Þorkelsdóttir og Wincie Jóhannsdóttir.

Tónlist: Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran, Bjarni Þór Jónatansson píanó.

Frekari upplýsingar veita Wincie Jóhannsdóttir (wincie@simnet.is; 8649676) og Gísli Pálsson (gpals@hi.is; 6157762).

 Birt hér (með bessaleyfi) þann 13. júlí 2019.