Tengt Siglufirði
Hans Þorvaldsson fæddist á Siglufirði 30. ágúst 1933. Hansi lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Siglufirði 13. júlí 2019.
Foreldrar hans voru
Þorvaldur Þorleifsson skipstjóri frá Grund á Siglufirði og Líney Elíasdóttir húsfreyja frá Krosseyri við Arnarfjörð
og var Hans elstur þriggja barna þeirra.
Hin eru:
Hansi, eins og hann var yfirleitt alltaf kallaður, vann mikið á sjó, bæði á togurum og á línu- og netabátum. Þá vann hann á árum áður í sementsverksmiðjunni á Akranesi um tíma og á Keflavíkurflugvelli. Hansi bjó næstum alla sína ævi á Siglufirði með viðkomu á Ólafsfirði um tíma.
Fyrri
eiginkona Hansa var Erna Jakobína Gestsdóttir. Þau gengu í hjónaband 30. ágúst 1957.
Synir þeirra eru:
Hansi og Erna skildu. Seinni eiginkona hans var Hjördís Aðalsteinsdóttir, d. 31. október 2000.
Þau gengu í hjónaband 3. maí 1975. Synir þeirra eru tveir,
Hjördís átti með fyrri eiginmanni sínum, Arnar Ólafsson, þau:
Hansi var af þeirri kynslóð þar sem mestur tími fór í vinnu og færri stundir voru til tómstundastarfa.
Þó lék hann á harmonikku, einkum á sínum yngri árum, en fyrir kom að hann gripi í hana, þá einkum á tyllidögum.
Kenndi meira að segja bróður sínum
honum Elías Þorvaldsson að spila, gaf honum líka fyrstu harmonikkuna.
Afkomendur hans eru 55 talsins.
Útför Hansa fór fram frá Siglufjarðarkirkju hinn 20. júlí
2019.
----------------------------------------------
Kallið er komið, það er komið að leiðarlokum. Afi minn hann Hans Jón Þorvaldsson hefur kvatt þessa jarðvist. Ég er nokkuð viss um að hann hafi kvatt okkur viss í sinni sök, þótt erfitt sé fyrir okkur sem horfum á eftir honum að kveðja. Allt á sér upphaf og endi, þó svo í minningum úr bernsku hafi Hansi afi alltaf verið eins, með skegg, gleraugu og í köflóttri skyrtu. Það fór ekki mikið fyrir honum og vildi hann ekki láta mikið fyrir sér hafa. Hann var rólegur maður að eðlisfari, spakur, flinkur í höndunum og fróður. Nýtti sér nýjustu tækni og fylgdist því vel með hvað var að gerast í heiminum.
Ég fékk nafnið Jón í vöggugjöf í höfuðið á afa, þrátt fyrir að hann hafi ekki notað það mikið þá ber ég það með stolti, er ég þess einnig fullviss að ég hafi erft fleira frá honum því þrjóskur var hann líka.
Þegar ég lít um öxl og rifja upp minningarnar um afa eru mér kærastar samverustundirnar sem við áttum þegar afi og Hjördís amma bjuggu rétt hjá okkur á Hverfisgötunni á Siglufirði, en samgangur var þá mikill. Eftir að Hjördís amma dó minnkaði samgangurinn og ég flutti burt og fór í nám. Ég hugsa oft að ég hefði átt að vera duglegri að rækta sambandið en er þó þakklátur fyrir þær minningar sem ég á, þær ylja.
Hvíldu í friði elsku afi minn, núna eruð þið Hjördís amma sameinuð á ný.
(Höf. ók.)
Elsku pabbi minn, Þorvaldur, Heimir og Valur, ég sendi ykkur og fjölskyldum mínar innilegu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.
Þinn
sonarsonur, Jón Örvar Gestsson.
-----------------------------------------
Elsku Hansi minn. Nú þegar þú hefur fengið hvíldina yljum við okkur við allar minningarnar sem við eigum um þig og allan þann kærleik sem þú gafst okkur. Þú varst einn af föstu punktunum í tilverunni staðfastur og trúr þínu spurðir alltaf frétta af þínu fólki og fórst ekkert leynt með stolt þitt á strákunum þínum. Þú skilaðir þínu lífsverki vel og getur gengið stoltur frá borði.
(Kristján Hreinsson)
Sjáumst seinna elsku Hansi minn. Kveðja; Valdís.