Garðar Óli Arnkelsson

Garðar Óli Arnkelsson fæddist 17.4. 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 14.5. 2010.

Foreldrar hans voru Axelína María Jónsdóttir, f. 23.10. 1891, d. 21.8. 1972, og Arnkell Bjarnason, f. 4.5. 1899, d. 22.3. 1979.

Systkin,  sammæðra 

  • Hólmfríður Erla Arnkelsdóttir, f. 3.10. 1934,
  • Jón Óli Þorláksson, f. 15.5. 1924, d. 2.2. 1983.
  • Hálfsystkin samfeðra,
  • Sigríður Lilja, f. 1.11. 1922, d. 3.11. 1998,
  • Arent Hafsteinn, f. 30.1. 1928, d. 28.4. 1991,
  • Ingey f. 28.5. 1929,
  • Svanfríður Ingunn, f. 10.10. 1927.

Eiginkona Garðars var Dagbjört Hallgrímsdóttir, f. 22.12. 1926, d. 11.6. 1988.

Garðar Óli Arnkelsson Ljósm: Mbl

Garðar Óli Arnkelsson Ljósm: Mbl

Börn:

Axelína Maria, f. 8.8. 1955, maki Gunnar Böðvarsson.
  • Börn; Sonja Ósk,
  • Heiðrún María. Barn maka Sigríður Björk. Kristrún Lilja, f. 7.3. 1958, maki Viðar Sigurðsson. Börn; Guðrún og Sigrún. Erla Björk, f. 20.5. 1959, maki Kristinn Steingrímsson. Börn fyrra hjónabands, Dagbjört Gerður og Margrét Björk. Börn maka Daði Heiðar, Aðalheiður Helga og Bryngeir Ari. Arna Kristín, f. 17.3. 1965, maki Gunnar Stefánsson. Barn Hildur Ýr. Barn frá fyrri sambúð María Liv. Börn maka Selma Björk og Stefanía. Garðar Már. f. 4.5. 1967, maki Linda Ingólfsdóttir. Barn Darri Már. Barn frá fyrri sambúð Ingi Þór. Barn maka Ingólfur Andri.

Garðar fæddist og ólst upp á Siglufirði. Byrjaði ungur að starfa hjá síldarverksmiðjunum á Siglufirði. Þaðan fluttist hann til Keflavikur og hóf störf hjá Keflavíkurflugvelli. Fluttist síðan til Reykjavíkur og hóf störf hjá Bílaverkstæði Jóns Loftssonar. Fluttist á Seltjarnarnes og bjó þar, þar til hann flutti í Kópavog. Starfaði hjá Þvottahúsi Ríkisspítala um nokkurra ára skeið. Hann hóf störf við akstur hópferðabifreiða og síðar hjá Bifreiðastöð Íslands, þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Á yngri árum stundaði hann íþróttir af kappi, aðalega skíðastökk og frjálsar íþróttir og tók þátt í fjölmörgum íþróttamótum og vann til verðlauna.

------------------------------------------------

Elsku pabbi, þú veist hvað ég á erfitt með að kveðja þig, ég er búin að þurfa að gera það svo oft en þú hefur alltaf komið til baka. Ég ætla að leyfa mér að nota þín orð sem þú sagðir alltaf við mig þegar við töluðum saman: „Mér líður alltaf svo vel þegar ég heyri í þér, því við erum svo náin.“

Ég kveð þig með trega, sorg og söknuð í hjarta mínu. Ég veita að mamma tekur vel á móti þér og nú hefur þú það gott. Saknaðarkveðjur.

Þín Arna.

----------------------------------------

Garðar Óli Arnkelsson fæddist 17.4. 1931. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir hinn 14.5. 2010.

Garðar var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 21. maí 2010.

Elsku afi okkar. Mikið erum við sorgmæddir að vera búnir að missa þig, elsku afi, það verður svo skrítið að fara ekki í heimsókn til þín og sitja saman og spjalla um fótboltann og lífið. Þú sagðir okkur sögur frá þínum æskuárum og það var svo gaman að heyra það frá þér hvernig þetta var þá og þú varst alltaf svo hissa að heyra hvað hlutirnir hafa breyst, þér fannst það svo merkilegt. En núna vitum við að þér líður betur og ert kominn til hennar ömmu Diddu og þá líður okkur vel að vita af þér hjá henni. Með sorg í hjartanu kveðjum við þig, elsku afi, og þökkum þér fyrir þær stundir sem við áttum með þér.

Minning þín mun alltaf vera í okkar hjörtum.

Þínir afastrákar, Ingi Þór, Darri Már og Ingólfur Andri.