Tengt Siglufirði
Alda Guðbrandsdóttir fæddist á Siglufirði 6. maí 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki hinn 12. september 2005.
Foreldrar hennar voru hjónin Guðbrandur Sigurbjörnsson - Guðbrandur Þórður Sigurbjörnsson, f. 18.2. 1916 á Ökrum í Fljótum, d. 9.6. 2001 á Siglufirði, verkamaður á Siglufirði, og Hulda Jónsdóttir - Hulda Regína Jónsdóttir - , f. 29.6. 1916 í Lambanesi í Fljótum, húsfreyja á Siglufirði.
Systur Öldu eru
Laufey Alda giftist 6.5. 1961 Jón Sigurðsson, f. 24.4. 1929 á Sleitustöðum, bifreiðarstjóra á Sleitustöðum þar sem þau voru til heimilis alla tíð.
Foreldrar hans voru Sigurður Þorvaldsson, f. 23.1. 1884 í Miðhúsum í Álftaneshreppi á Mýrum, d. 21.12. 1989 á Sauðárkróki, hreppstjóri og kennari á Sleitustöðum,
og k.h. Guðrún Sigurðardóttir, f. 29.6. 1886 á Víðivöllum í Blönduhlíð í Skag., húsfreyja á Sleitustöðum, d. 4.7. 1969 á Sleitustöðum.
Börn Laufeyjar Öldu og Jóns eru:
1) Reynir Þór Jónsson, f. 8.1. 1960 á Siglufirði, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 2.9. 1969.
Börn þeirra
eru:
2) Íris Hulda, f. 4.2. 1965 á Sleitustöðum, maki Björn Gunnar Karlsson,
f. 14.7. 1966.
Börn þeirra eru:
3) Gísli Rúnar Jónsson, f. 9.8. 1966 á Sleitustöðum. Sonur Gísla er
4) Lilja Magnea, f. 5.2. 1973 á Sleitustöðum, gift Skúla Hermanni
Bragasyni, f. 28.2. 1972.
Börn þeirra eru:
Laufey Alda var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Siglufirði 1955. Vann síðan skrifstofustörf hjá bæjarfógetanum á Siglufirði á árunum 1956-1959
og húsfreyja á Sleitustöðum frá 1961.
Hún var verslunarstjóri við Söluskálann á Sleitustöðum frá 1975 til æviloka. Auk áhuga á spilamennsku og hannyrðum
hafði Laufey Alda sérstakt yndi af söng og tónlist og söng m.a. í söngfélaginu Hörpunni á Hofsósi um skeið.
Útför Laufeyjar Öldu verður gerð frá Hóladómkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
(Árni Gunnlaugsson.)
---------------------------------------------
Elsku mamma, kallið kom alltof, alltof snemma. Hvað geri ég nú án þín? Þú sem varst hornsteinninn okkar þar sem umhyggja þín gagnvart okkur var endalaus.
Það að missa þig er bæði sárt og óbærilegt, tárin streyma og í hjartanu svíður.
Það hlýjar mér og styrkir að hafa síðastliðinn einn og hálfan mánuð haft þau forréttindi að annast þig og notið samvista við þig sem er mér ógleymanlegur tími og dýrmætur, mikið þakka ég þér þær yndislegu stundir okkar. Minningin um þig á stórt pláss í hjartanu mínu, hversu góð, umhyggjusöm og gjafmild þú varst.
Nú hefur þú lagt í þína hinstu för eftir stutta sjúkdómslegu. Sagt er að tíminn lækni sárin en eitt er víst að minningin um góða móður lifir.
Ég vil þakka þér, elsku mamma, þá umhyggju sem þú sýndir börnunum mínum, þau syrgja nú bestu ömmu í heimi.
Ástarþakkir fyrir allt, Guð geymi þig. Þín elskandi dóttir, Íris Hulda.
(H.J.)
Elsku mamma, nú er komið að kveðjustundinni og er mér ljúft að þakka þér alla þá auðsýndu gjafmildi sem þú áttir til, takk fyrir allar samverustundirnar okkar þegar við sátum og spiluðum saman, þær eru mér svo kærar.
Börnunum mínum varst þú sú besta amma sem hugsast gat og þeirra missir er mikill.
Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna við brottför þína, Guð leiði þig og varðveiti.
Ég kveð þig, elsku mamma, með söknuð í hjarta þakklát fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér. Minning þín mun lifa með mér alla tíð.
Lilja, Skúli,
Hólmar Daði og Karen Lind.
---------------------------------------------------------
Elsku amma mín. Ég varð mjög hrygg og sorgmædd þegar ég heyrði að þú værir farin frá okkur en ég hugga mig við það að við munum hittast aftur í Himnaríki, Guð einn veit hvenær það verður.
Nóttina sem þú lést dreymdi mig draum um þig, hann var svo fallegur. Við tvær hlaupandi um svo hamingjusamar og þú varst svo frjáls, þú sagðir mér líka að þetta væri allt í lagi.
Minningin um þig, elsku amma mín, mun lifa í hjartanu mínu, hve góð þú varst við mig og allar vinkonur mínar.
(Þórunn Sig.)
Þín
Rakel Sara.
-------------------------------------------------
(Ingibjörg Sig.)
Með þessum fallegu ljóðlínum vil ég kveðja þig, elsku amma mín, sem varst mér svo kær. Ég sakna þín.
Guð geymi þig. Þinn Róbert Smári.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Kveðja. Bragi litli.
----------------------------------------
Hugurinn leitar enn á ný til Siglufjarðar. Við vorum fædd árið 1938 og lágu leiðir okkar saman frá blautu barnsbeini í gegnum barnaskólann og gagnfræðaskólann, en þaðan útskrifuðumst við vorið 1955 þá 17 ára gömul. Það eru því liðin 50 ár síðan við fórum í útskriftarferðina suður á land, en eftir það skildi leiðir.
En hin sterku bönd, sem einkennt hafa Siglfirðinga, og sú samheldni, sem þeir hafa ætíð sýnt, endurspegluðust í þessum hópi. Við höfum alltaf haldið tengslin og fylgst náið hvert með öðru auk þess að hittast a.m.k. einu sinni á ári. Á 50 ára afmælinu sl. vor heimsóttum við einmitt æskustöðvarnar og blönduðum m.a. geði við eldra fólkið á Dvalarheimilinu.
Nú er enn einu sinni höggvið skarð í þennan góða hóp. Alda vinkona okkar á Sleitustöðum er fallin frá og hafa þá sjö þeirra, sem voru í þessum glaðværa hópi vorið 1955, kvatt þennan heim. Við minnumst hennar með mikilli gleði, enda féll hún einstaklega vel inn í hópinn. Við minnumst hennar einnig, sem glæsilegrar ungrar stúlku, enda tók bílstjórinn í ofangreindri útskriftarferð eftir því líka.
Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og var Alda orðin húsfreyja á Sleitustöðum áður en strákarnir í hópnum áttuðu sig á hvílíkur kvenkostur var hér á ferð. Bílstjórinn, sem var enginn annar en Jón Sigurðsson stórútgerðarmaður hópferðabifreiða, og Alda reistu sér bú á ættaróðali hans og eignuðust þau fjögur mannvænleg börn. Við höfum það fyrir satt, að Alda hafi verið einstök húsmóðir og ól hún börnin upp af miklum myndarskap. Heimilið mæddi enda mikið á henni, þar sem húsbóndinn var löngum að heiman vegna skyldustarfa við akstur. Það er ekki til betri vitnisburður en að hafa séð vel um sína og það verður án efa það, sem upp úr stendur, þegar hennar verður minnst.
Við bekkjarsystkinin sendum Jóni, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur um leið og við kveðjum þessa kæru skólasystur okkar með söknuði og með miklu þakklæti fyrir allar samverustundirnar.
Skólasystkinin frá Siglufirði.
-----------------------------------------
Ég bjó í Hjaltadal í fimm ár frá 1980. Á einum af fyrstu dögum mínum þar var ég akandi nálægt Sleitustöðum um kvöld með lítið bensín á tanknum. Í þessum vandræðum hitti ég mann, sem seinna varð ágætur kunningi minn, og spurði hann ráða hvað gera skyldi, því þetta var utan afgreiðslutíma þeirra aðila sem þjónusta vegfarendur. Hann sagði mér að fara í eitt húsið á Sleitustöðum og biðja fólkið þar að opna bensínafgreiðsluna fyrir mig. Þetta fólk væri svo almennilegt að því þætti sjálfsagt að verða við slíkri bón.
Ég fylgdi þessu ráði og þetta kvöld hitti ég Öldu á Sleitustöðum í fyrsta sinn. Árin mín í Hjaltadal standa í minningunni sem afar góð ár og eins og alltaf er það fyrst og fremst allt það góða fólk sem ég kynntist sem gerir dvölina þar eftirminnilega. Einn af föstu punktunum var Alda á Sleitustöðum. Við hjónin nutum þeirrar ánægju að eiga Öldu og Jón manninn hennar og börn þeirra öll að vinum og kunningjum og sjaldan höfum við hjón farið um Hjaltadal án þess að heilsa upp á Öldu sem stóð vaktina í bensínafgreiðslunni og hafði alltaf eitthvað gott að leggja til málanna. Það var alltaf gaman að hitta á Öldu á Sleitustöðum. Og það var ekkert ofsagt hjá kunningja mínum um lipurð og þjónustulund Öldu. Á það átti oft eftir að reyna.
Alda háði síðustu mánuðina baráttu við krabbamein og var orðið ljóst hvert stefndi. Fráfall hennar kemur því ekki á óvart þótt það sé jafn sárt fyrir því. Við andlát Öldu á Sleitustöðum koma upp í hugann minningar um góða konu. Við minnumst þorrablóta sem við sóttum saman, ánægjulegra bridge-spilakvölda og ýmiss konar annarra samverustunda þar sem málefni líðandi stundar voru rædd. Engan skugga hefur borið á samskipti okkar og Öldu.
Öldu á Sleitustöðum er sárt saknað en eins og jafnan er það verðmætt að eiga góðar minningar um mikilhæft samferðafólk.
Við hjón vottum Jóni, börnum og barnabörnum og öðrum vandamönnum okkar dýpstu hluttekningu.
Pétur Bjarnason.
-----------------------------------------
Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta þegar ég kom til starfs á Sauðárkróki fyrir hálfum mánuði. Þó voru litbrigði haustsins byrjuð að greinast og nú hefur fölva slegið á mannlífið við andlát Öldu á Sleitustöðum.
Þegar ég heimsótti hana með Jóni fyrir fáum dögum var ljóst hvert stefndi, þótt atburðarásin yrði hraðari en maður bjóst við.
Það eru rúm 30 ár síðan við faðir minn byrjuðum að spila bridge reglulega við Jón og Öldu og Palli á Kambi var stundum með í för. Það eru margar ógleymanlegar gleðistundirnar frá þessum árum og minningarnar leiftra hvort sem um var að ræða spilin sjálf eða Lilju og Dygg Þór sem voru hluti af heildinni. Oft var spilað fram eftir nóttu og aldrei gaf Alda okkur körlunum eftir í úthaldinu.
Alda var alveg einstaklega létt í lund og stutt í hláturinn og höfðingi heim að sækja eins og hún og Jón eru þekkt fyrir. Spilamennska hvers konar var mjög ríkur þáttur í hennar lífi og ófáar félagsvistirnar sótti hún á Hlíðarhúsið eða í nærsveitir. Þar er gleðin alls ráðandi og hluti af menningarlífinu í héraðinu.
Eftir að ég flutti suður yfir heiðar var minna um samfundi eins og að líkum lætur, en í fyrrasumar rifjuðum við upp gamla daga og tókum í spil upp á gamla mátann og áttum ógleymanlega stund með Öldu og Jóni .
Eflaust hafa veikindi Öldu varað lengur en maður vissi, því hún var ekki gefin fyrir að kvarta yfir eigin heilsu, hugsaði frekar um aðra.
Hún var vinur í raun.
Samhliða því að reka stórt og gestkvæmt heimili sá Alda um reksturinn á Shell-stöðinni á Sleitustöðum í áratugi og óhætt er að segja að margur stílaði upp á að taka bensín eða olíur hjá Öldu og Jóni því gott var að koma þangað sem kunningi eða viðskiptavinur.
Kæru vinir, Jón, Reynir og fjölskylda, Hulda og fjölskylda, Gísli Rúnar og sonur, Lilja og fjölskylda, og aðrir vandamenn.
Megi góður Guð styrkja ykkur og blessi minningu Öldu Guðbrandsdóttur.
Kristján Björn Snorrason og fjölskylda.