Tengt Siglufirði
Ásgeir Bjarnason rafveitustjóri
Fæddur var hann að Hvanneyri þann 31. des. 1895, og því borinn og barnfæddur Siglfirðingur. Foreldrar hans voru séra Bjarni Þorsteinsson, (tónskáld og síðar prófessor, og kona hans, Sigríður Lárusdóttir Blöndal.
Ásgeir hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, eins og hann hét þá, árið 1910, og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1912. Meðal annarra starfa hans, að gagnfræðaprófi loknu, voru, að hann vann við raflagnir þá er Hvanneyrarárstöðin var reist og Siglufjörður fékk rafmagn árið 1913, og má segja, að aðalstörf hans hafi frá því verið á sviði rafmagnsmála.
Hann aflaði sér víðtækustu menntunar á þessu sviði, sem þá var völ á og sigldi til Noregs árið 1916 og vann þar við raflagnir og önnur hliðstæð störf. Til þess að fræðast enn meira en hin verklega þekking veitti, innritaðist hann í tækniskólann í Osló 1917 og lauk þar námi 1919. Þá dvelst hann heima sumarlangt það ár, en heldur til þýzkalands um haustið og innritast í tækniskólann í Karlsruhe og er við nám þar til ársins 1922, að hann lýkur námi.
Valdi hann þessi tvö lönd til þess að stunda nám í af því hann vissi þau fremst á því sviði, er hann kaus að fræðast og heyja sér menntun. Auk þess átti vel við hann hin kunna þýzka nákvæmni á sviði tækni og menntunar. Er hann hefur lokið námi í Þýzkalandi kemur hann heim til Íslands og sezt að á Akureyri og starfar þar um ársbil. Þar hafði hann m. a. umsjón með öllum raflögnum er Glerárstöðin var byggð, og um það leyti reisti hann eða sá um byggingu rafstöðvar að Munkaþverá í Eyjafirði.
Árið 1923 flytzt Ásgeir hingað til Siglufjarðar og átti hér heima æ síðan. Hann er löggiltur rafvirki hér árið 1924 og annast hér í fyrstu allar raflagnir og hafði um skeið sölu á ýmsum rafvörum. Hjá honum lærðu og ýmsir þeirra rafvirkja, sem enn starfa hér, og lagði hann því grunninn að þeirri starfsgrein hér. Þessa starfsemi rak hann til ársins 1939. Sem fleiri Siglfirðingar, fékkst hann við síldarsöltun, en það var árin 1930 til 1936.
Á þessum árum sá hann m.a. um byggingu rafstöðvar á Fáskrúðsfirði, auk þess, sem hann var oft kvaddur til ráða um rafmagnsmál utan héraðs. Hann sat árum saman í rafveitunefnd og ýmis önnur trúnaðarstörf vann hann fyrir bæjarstjórn. Árið 1939 réðist Ásgeir til Síldarverksmiðja ríkisins, og gerðist forstöðum. rafmagnsverkstæðis þeirra.
Auk þess, sem hann veitti því forstöðu, innti hann af höndum mikið starf við alls konar teikningar á vegum Síldarverksmiðjanna. Starfsmaður S. R. var hann þar til, að hann er ráðinn rafveitustjóri 16. des. 1949 frá 1. janúar 1950 að telja, og því starfi gegndi hann til æviloka, 5. sept. sl. (1960)
Ásgeir var, eins og hann átti kyn til, mjög mikill unnandi hljómlistar og lék sjálfur vel á hljóðfæri. Studdi hann mjög að stofnun Karlakórsins Vísis og var um margra ára skeið undirleikari kórsins. Þá gegndi hann hér störfum kirkjuorganleikara, er móðir hans lét af þeim störfum. Mun hann hafa verið kirkjuorganleikari um 5 ára skeið.
Ásgeir kvæntist 17. maí 1922. Kona hans, Fridel Bjarnason (Frans) , er af þýzkum ættum. Er hún hin mesta ágætis kona, er bjó manni sínum og börnum þeirra elskulegt og vinalegt heimili, þar sem ætíð var gott að koma.
Börn þeirra hjóna eru:
Með Ásgeiri Bjarnasyni er í val hniginn merkur borgari þessa bæjarfélags og færastur þeirra, er við tækni hafa fengist.
Ungur haslaði hann sér völl á því sviði og í sérgrein sinni, rafmagnsfræðinni, varð hann er stundir liðu meðal færustu raffræðinga landsins og naut mikils álits í hópi stéttarbræðra og mikið tillit tekið til skoðana hans og álits hans mikils metið. Bar þar margt til. Miklar gáfur og víðtæk þekking gerðu honum auðvelt að átta sig á viðfangsefnunum og finna hinar réttu lausnir hverju sinni.
Hugsunin ákaflega skýr og framsetning hans ljós svo hverjum var auðvelt að fylgja honum er hann skilgreindi hin flóknustu dæmi, þó enga eða litla þekkingu hefði á því er um var fjallað eða rætt. Er þetta fágætur eiginleiki, og ekki er nema fáum gefinn. Átti hann því auðvelt að skýra skoðanir sínar, hvort sem var í mæltu máli eða rituðu. Hugsunin skörp og fljót að átta sig á hlutunum og finna kjarna hvers viðfangsefnis og þar hina réttu lausn, og ótrauður að halda skoðunum sínum fram og því sem hann taldi rétt.
Hreinskiptinn og harður á horn að taka á stundum, en viðurkenndi rök andstæðra skoðana þó auðvelt ætti með að hrekja þau og benda á þær hliðar máls, er aðrir höfðu ekki komið auga á eða í hug komið. Fyrir um það bil 36 árum bauð hann bæjarstjórn að gera kostnaðar- og rekstraráætlun fyrir Skeiðsfossstöðina, og samþykkti bæjarstjórn það, en úr framkvæmd varð þó ekki.
Þarna kemur í ljós framsýni hans og glöggskygni og nokkrum árum síðar reit hann grein í „Siglfirðing," sem hann nefndi „Rafstöð við Skeiðsfoss", og segir m.a. þar: „Að mínu áliti á Siglufjörður fjársjóð þar sem Skeiðsfoss er" - Því mun hann hafa verið einna ánægðastur í hópi ánægðra, þá er Skeiðsfoss var virkjaður og tók til starfa og var honum alltaf ljóst, hve lyftistöng virkjunin hlaut að verða fyrir bæjarfélagið og íbúa þess, sem og orðið hefur raun á.
Með störfum sínum í rafveitunefnd árum saman og síðar sem rafveitustjóri, lagði hann grundvöllinn að framtíð Skeiðsfossvirkjunarinnar og Rafveitu Siglufjarðar og auknum framtíðarmöguleikum fyrir Siglufjörð. Var þó við ramman reip að draga fyrstu árin eftir að virkjuninni var lokið. Hún varð dýr og fyrirtækið skuldum vafið er hann tók þar við stjórn. En með ágætri fjármálastjórn og styrkri og öruggri hendi, hélt hann um þennan „fjársjóð Siglufjarðar" og gerði að traustasta fyrirtæki bæjarfélagsins.
Þá sókn var hafin af ákveðnum aðilum, til þess að bægja Rafveitu Siglufjarðar frá fullum umráða- og eignarrétti Skeiðsfossvirkjunarinnar, var hann í fararbroddi með óskipt fylgi bæjarstjórnar og Siglfirðinga allra að baki sér í vörninni og engu þótti þar ráðið, án þess að hann væri tilkvaddur. Í þeim átökum brotnaði öll sókn á honum, og að öðrum ólöstuðum, er þar áttu aðild að, er hans hlutur stærstur. Þar lék hann hvern leik hárrétt og á réttri stundu. Eigum vér því honum að þakka, að Skeiðsfossvirkjunin er enn og verður ódeild eign Rafveitunnar og Siglufjarðarkaupstaðar.
Þó hér sé aðallega rætt um þátt hans í rafmagnsmálum Siglfirðinga, þá kom hann víðar við sögu. Maðurinn var svo óvenju fjölhæfur og þekking hans víðtæk, að hvert viðfangsefni er hann tók sér fyrir hendur eða var falið, lék í hönd hans og huga. Þegar saga Siglufjarðar verður einhvern tíma skráð, mun hans minnst þar og hinna fjölþættu starfa og tillagna í þágu bæjarfélagsins og framtíðar þess.
Þá mun Ásgeir hafa samið kennslubók, sem enn er í handriti, um frumatriði rafmagnsfræðinnar, og segja kunnáttumenn, sem fengið hafa að sjá þetta verk, að það sé frábært og hvöttu mjög til framhalds á því, en nú hafa sköp valdið, að ekki verður framhald á. Ásgeir Bjarnason var dulur að eðlisfari og trúmaður mikill og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Rík lund og hreinskiptin og stundum allhrjúf, en undir sló viðkvæmt listamannshjarta er öllu fögru og góðu unni. Vinum sínum var hann tryggur og hollráður.
Var því gott að deila við hann geði og eiga með honum stund. Þaðan fór maður fróðari og með víðara sjónarsvið en áður. Skoðanir hans voru fast mótaðar og rökstuddar og varði hann þær fimlega og túlkaði. Ásgeir átti við langvarandi vanheilsu að stríða, sem háði honum allverulega í starfi hin síðari árin.
En skapfesta, viljafesta og dugnaður hélt honum uppi þar til yfir lauk. Umhyggjan og áhuginn fyrir Skeiðsfoss og hag fyrirtækisins var í huga hans til hinztu stundar. Nú, þegar Ásgeir Bjarnason er horfinn af sjónarsviðinu, er margs að minnast og minningin um menn eins og Ásgeir hlýtur að verða ofarlega í huga hvers þess, er áttu það happ að kynnast honum og starfa með honum. Með honum var gott að starfa og ánægjulegt.
Ég þakka Ásgeiri nú að leiðarlokum, fjölda ára vináttu og náið samstarf um margra ára skeið og allt það, sem hann vann Siglufirði til heilla og fyrir framtíð hans. Fjölskyldu hans allri sendi ég samúðarkveðjur og veit að minningin um gáfaðan hæfileikamann, dreng ágætan og ljúfan heimilisföður verður ljós á vegum þeirra. R. E.
-----------------------------------
Þann 5. sept. 1960 lézt Ásgeir Bjarnason, rafveitustjóri að heimili sínu hér í bæ. Ásgeir Bjarnason var raffræðingur að mennt og mjög vel að sér í því starfi. Menntun sína sótti hann til Noregs og Þýzkalands, en á þeim tíma höfðu þau lönd upp á einna bezta tæknimenntun að bjóða í þessum efnum.
Það var mikill fengur fyrir þetta bæjarfélag að hafa innan sinna vébanda jafn hæfan mann í sínu starfi og Ásgeir Bjarnason, enda hefir hann á undanförnum áratugum lagt grundvöllinn að menntun og starfshæfni margra þeirra manna, sem um þessar mundir vinna við rafmagn hér í bæ. Síðustu tólf ár æfi sinnar var Ásgeir rafveitustjóri hér í Siglufirði.
Það var mikið vandaverk að stjórna þessu fyrirtæki á fyrstu árunum eftir að það tók til starfa, og það er vafalaust ein mesta hamingja Siglufjarðar, að einmitt maður eins og Ásgeir Bjarnason skyldi veljast til þess. Það þurfti einmitt mann eins og Ásgeir til þess að koma rafveitunni yfir byrjunarörðugleikana, sem voru mjög miklir, þar sem saman fór, að fyrirtækið varð mjög dýrt í byggingu og skuldum vafið þegar það tók til starfa og að mörg hallærisár í röð gengu yfir Siglufjörð á fyrstu starfsárunum, sem rýrði mjög fjárhagsafkomuna.
En skapfesta Ásgeirs bjargaði málunum heilum í höfn, og standa Siglfirðingar í mikilli þakkarskuld við hann fyrir þann skerf, sem hann lagði til framtíðaruppbyggingar bæjarfélagsins að þessu leyti. Ásgeir var mjög mikill gáfumaður, og var það mjög ánægjulegt að sitja hjá honum í ró og næði og hlusta á álit hans á hinum ýmsu málefnum. Hvort sem um var að ræða tæknileg vandamál eða almenn málefni, þá voru skoðanir hans fastmótaðar og ótvíræðar. Slíka menn er gott að eiga að vinum og ætíð mikill fengur samferðamönnum.
Þegar vinir kveðjast, þá er margs að minnast. Og þó að samstarf okkar, kunningsskapur og vinátta næði ekki nema yfir stutt árabil, þá minnist ég með sérstökum hlýhug kynningarinnar við þennan gáfaða mann og góða dreng. Tel ég, að þann 12. sept. s.l. hafi Siglufjörður kvatt einn sinna beztu sona, sem með starfi sínu vann þessu bæjarfélagi ómetanlegt gagn. Þess munu Siglfirðingar minnast með þakklæti og virðingu.
Ég vil að lokum senda konu Ásgeirs, frú Friedel Bjarnason, og börnum þeirra, mínar alúðarfyllstu samúðarkveðjur um leið og ég þakka mínum látna vini samstarf og vináttu á liðnum árum.
Sigurjón Sæmundsson
-----------------------------------------
Siglfirðingur 4. nóvember 1960
Ásgeir Bjarnason rafveitustjóri IN MEMORIAM
Fæddur var hann að Hvanneyri þann 21. des.1895, og því borinn og barnfæddur Siglfirðingur. Foreldrar hans voru séra Bjarni Þorsteinsson, (tónskáld og síðar prófessor, og kona hans, Sigríður Lárusdóttir Blöndal. Ásgeir hóf nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, eins og hann hét þá, árið 1910, og lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið 1912.
Meðal annarra starfa hans, að gagnfræðaprófi loknu, voru, að hann vann við raflagnir þá er Hvanneyrarárstöðin var reist og Siglufjörður fékk rafmagn árið 1913, og má segja, að aðalstörf hans hafi frá því verið á sviði rafmagnsmála. Hann aflaði sér víðtækustu menntunar á þessu sviði, sem þá var völ á og sigldi til Noregs árið 1916 og vann þar við raflagnir og önnur hliðstæð störf.
Til þess að fræðast enn meira en hin verklega þekking veitti, innritaðist hann í tækniskólann í Ósló 1917 og lauk þar námi 1919. Þá dvelst hann heima sumarlangt það ár, en heldur til Þýskalands um haustið og innritast í tækniháskólann í Karlsruhe og er við nám þar til ársins 1922, að hann lýkur námi. Valdi hann þessi tvö lönd til þess að stunda nám í af því hann vissi þau fremst á því sviði, er hann kaus að fræðast og heyja sér menntun.
Auk þess átti vel við hann hin kunna þýzka nákvæmni á sviði tækni og menntunar. Er bann hefur lokið námi í Þýzkalandi kemur hann heim til Íslands og sezt að á Akureyri og starfar þar um ársbil. Þar hafði hann m.a. umsjón með öllum raflögnum er Glerárstöðin var byggð, og um það leyti reisti hann eða sá um byggingu rafstöðvar að Munkaþverá í Eyjafirði.
Árið 1923 flytzt Ásgeir hingað til Siglufjarðar og átti hér heima æ síðan. Hann er löggildur rafvirki hér árið 1924 og annast hér í fyrstu allar raflagnir og hafði um skeið sölu á ýmsum rafvörum. Hjá honum lærðu og ýmsir þeirra rafvirkja, sem enn starfa hér, og lagði hann því grunninn að þeirri starfsgrein hér. Þessa starfsemi rak hann til ársins 1939.
Sem fleiri Siglfirðingar, fékkst hann við síldarsöltun, en það var árin 1930 til 1936. Á þessum árum sá hann m. a. um byggingu rafstöðvar á Fáskrúðsfirði, auk þess, sem hann var oft kvaddur til ráða um rafmagnsmál utan héraðs. Hann sat árum saman i rafveitunefnd og ýmis önnur trúnaðarstörf vann hann fyrir bæjarstjórn.
Árið 1939 réðist Ásgeir til Síldarverksmiðja ríkisins, og gerðist forstöðumaður rafmagnsverkstæðis þeirra. Auk þess, sem hann veitti því forstöðu, innti hann af höndum mikið starf við alls konar teikningar á vegum Síldarverksmiðjanna. Starfsmaður S. R. var hann þar til, að hann er ráðinn rafveitustjóri 16. des. 1949 frá 1. janúar 1950 að telja, og því starfi gegndi hann til æfiloka, 5. sept. sl. (1960)
Ásgeir var, eins og hann átti kyn til, mjög mikill unnandi hljómlistar og lék sjálfur vel á hljóðfæri. Studdi hann mjög að stofnun Karlakórsins Vísis og var um margra ára skeið undirleikari kórsins. Þá gegndi hann hér störfum kirkjuorganleikara, er móðir hans lét af þeim störfum. Mun hann hafa verið kirkjuorganleikari um 5 ára skeið. Ásgeir kvæntist 17. maí 1922. Kona hans, Fridel, er af þýzkum ættum. Er hún hin mesta ágætis kona, er bjó manni sínum og börnum þeirra elskulegt og vinalegt heimili, þar sem æðtíð var gott að koma. Börn þeirra hjóna eru:
Með Ásgeiri Bjarnasyni er í val hniginn merkur borgari þessa bæjarfélags og færastur þeirra, er við tækni hafa fengist. Ungur haslaði hann sér völl a því sviði og í sérgrein sinni, rafmagnsfræðinni, varð hann er stundir liðu meðal færustu raffræðinga landsins og naut mikils álits í hópi stéttarbræðra og mikið tillit tekið til skoðana hans og álits hans mikils metið.
Bar þar margt til. Miklar gáfur og víðtæk þekking gerðu honum auðvelt að átta sig á viðfangsefnunum og finna hinar réttu lausnir hverju sinni. Hugsunin ákaflega skýr og framsetning hans ljós svo hverjum var auðvelt að fylgja honum er hann skilgreindi hin flóknustu dæmi, þó enga eða litla þekkingu hefði á því er um var fjallað eða rætt. Er þetta fágætur eiginleiki, og ekki er nema fáum gefinn.
Átti hann því auðvelt að skýra skoðanir sínar, hvort sem var í mæltu máli eða rituðu. Hugsunin skörp og fljót að átta sig á hlutunum og finna kjarna hvers viðfangsefnis og þar hina réttu lausn, og ótrauður að halda skoðunum sínum fram og því sem hann taldi rétt. Hreinskiptinn og harður á horn að taka á stundum, en viðurkenndi rök andstæðra skoðana þó auðvelt ætti með að hrekja þau og benda á þær hliðar máls, er aðrir höfðu ekki komið auga á eða í hug komið.
Fyrir um það bil 36 árum bauð hann bæjarstjórn að gera kostnaðar- og rekstraráætlun fyrir Skeiðsfossstöðina, og samþykkti bæjarstjórn það, en úr framkvæmd varð þó ekki. Þarna kemur í ljós framsýni hans og glöggskygni og nokkrum árum síðar reit hann grein í „Siglfirðing," sem hann nefndi „Rafstöð við Skeiðsfoss", og segir m.a. þar: „Að mínu áliti á Siglufjörður fjársjóð þar sem Skeiðsfoss er" Því mun hann hafa verið einna ánægðastur í hópi ánægðra, þá er Skeiðsfoss var virkjaður og tók til starfa og var honum alltaf ljóst, hve lyftistöng virkjunin hlaut að verða fyrir bæjarfélagið og íbúa þess, sem og orðið hefur raun á.
Með störfum sínum í rafveitunefnd árum saman og síðar sem rafveitustjóri, lagði hann grundvöllinn að framtíð Skeiðsfossvirkjunarinnar og Rafveitu Siglufjarðar og auknum framtíðarmöguleikum fyrir Siglufjörð. Var þó við ramman reip að draga fyrstu árin eftir að virkjuninni var lokið. Hún varð dýr og fyrirtækið skuldum vafið er hann tók þar við stjórn. En með ágætri fjármálastjórn og styrkri og öruggri hendi, hélt hann um þennan „fjársjóð Siglufjarðar" og gerði að traustasta fyrirtæki bæjarfélagsins.
Þá sókn var hafin af ákveðnum aðilum, til þess að bægja Rafveitu Siglufjarðar frá fullum umráða- og eignarétti Skeiðsfossvirkjunarinnar, var hann í fararbroddi með óskipt fylgi bæjarstjórnar og Siglfirðinga allra að baki sér í vörninni og engu þótti þar ráðið, án þess að hann væri tilkvaddur. Í þeim átökum brotnaði öll sókn á honum, og að öðrum ólöstuðum, er þar áttu aðild að, er hans hlutur stærstur.
Þar lék hann hvern leik hárrétt og á réttri stundu. Eigum vér því honum að þakka, að Skeiðsfossvirkjunin er enn og verður ódeild eign Rafveitunnar og Siglufjarðarkaupstaðar. Þó hér sé aðallega rætt um þátt hans í rafmagnsmálum Siglfirðinga, þá kom hann víðar við sögu. Maðurinn var svo óvenju fjölhæfur og þekking hans víðtæk, að hvert viðfangsefni er hann tók sér fyrir hendur eða var falið, lék í hönd hans og huga.
Þegar saga Siglufjarðar verður einhverntíma skráð, mun hans minnst þar og hinna fjölþættu starfa og tillagna í þágu bæjarfélagsins og framtíðar þess. Þá mun Ásgeir hafa samið kennslubók, sem enn er í handriti, um frumatriði rafmagnsfræðinnar, og segja kunnáttumenn, sem fengið hafa að sjá þetta verk, að
það sé frábært og hvöttu mjög 'til framhalds á því, en nú hafa sköp valdið, að ekki verður framhald á. Ásgeir Bjarnason var dulur að eðlisfari og trúmaður mikill og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Rík lund og hreinskiptin og stundum allhrjúf, en undir sló viðkvæmt listamannshjarta er öllu fögru og góðu unni. Vinum sínum var hann tryggur og hollráður. Var því gott að deila við hann geði og eiga með honum stund.
Þaðan fór maður fróðari og með víðara sjónarsvið en áður. Skoðanir hans voru fast mótaðar og rökstuddar og varði hann þær fimlega og túlkaði. Ásgeir átti við langvarandi vanheilsu að stríða, sem háði honum allverulega í starfi hin síðari árin. En skapfesta, viljafesta og dugnaður hélt honum uppi þar til yfir lauk. Umhyggjan og áhuginn fyrir -Skeiðsfoss og hag fyrirtækisins var í huga hans til hinztu stundar.
Nú, þegar Ásgeir Bjarnason er horfinn af sjónarsviðinu, er margs að minnast og minningin um menn eins og Ásgeir hlýtur að verða ofarlega í huga hvers þess, er áttu það happ að kynnast honum og starfa með honum. Með honum var gott að starfa og ánægjulegt. Ég þakka Ásgeiri nú að leiðarlokum, fjölda ára vináttu og náið samstarf um margra ára skeið og allt það, sem hann vann Siglufirði til heilla og fyrir framtíð hans.
Fjölskyldu hans allri sendi ég samúðarkveðjur og veit að minningin um gáfaðan hæfileikamann, dreng ágætan og ljúfan heimilisföður verður ljós á vegum þeirra.
B.E.