Tengt Siglufirði
Minning: Sveinbjörn Sigurður Tómasson, kaupmaður; f. 21. ágúst 1921 d. 30. september 1975.
Norður á Siglufirði, þar sem séra Bjarni Þorsteinsson safnaði saman íslenzkum þjóðlögum og samdi eigin tónverk; þar sem Karlakórinn Vísir söng sumarið inn í hjörtu fólks á myrkum vetrarkvöldum; þar sem reist var eitt fyrsta raforkuverið á Íslandi og þar sem unnin var nótt með degi á árum Norðurlandssíldar, þróaðist aðlaðandi og sérstætt mannlíf um áratugi. Þar urðu til þau verðmæti og sá gjaldeyrir, sem á fyrri helmingi þessarar aldar varð ein af undirstöðum þeirrar tækniþróunar, menntunarmöguleika og félagslegra framfara, sem breyttu þjóðfélagi okkar úr frumstæðu og fátæku samfélagi f velmegunarþjóðfélag dagsins i dag.
Þangað sóttu námsmenn vinnu og fjármuni til langskólanáms. Og þar söfnuðust saman sjömenn og landverkafólk af öllum landshornum og fjörðurinn var skógur siglutrjáa ísl. og erl. skipa. Siglufjörður var ekki einn um hituna, en hann var höfuðborg síldveiða og síldariðnaðar, sem þjóðarbúið sótti drjúgan skerf til. Þessi staður sumarmanna, vetraríþrótta og margslunginna menningarstrauma varð vettvangur æsku og ævistarfs Sveinbjarnar Tómassonar, sem nýlega var lagður hinztu hvílu í grafreitinn undir Gimbrarklettum.
Sveinbjörn Tómasson fæddist
á Dalvik 21. ágúst 1921.
Foreldrar hans vóru Sigrún Kristinsdóttir og Tómas Sigurðsson, þá þar til heimilis.
Annan son eignuðust þau Sigrún
og Tómas, Guðjón Tómasson að nafni, nú starfsmann í Straumsvík og búandi í Reykjavík. Þeir bræður misstu föður sinn ungir að árum og fluttust til Siglufjarðar
með móður sinni árið 1930.
Á unglingsárum og nokkuð fram á fullorðins ár stundaði Sveinbjörn íþróttir af kappi og varð einn af burðarásum í starfsemi íþróttahreyfingarinnar á staðnum. Hann var frábær knattspyrnumaður og lék með Knattspyrnufélagi Siglufjarðar þegar vegur þess var mestur og meistaratitill Norðurlands var færður heim í fjörðinn. Hann var einnig virkur skíðamaður og iðkaði þá íþrótt alla tíð, einnig eftir að heilsa hans brást og sá sjúkdómur gerði vart við sig, sem að lokum batt enda á hans hérvistardaga.
Sveinbjörn Tómasson sótti nám í Verzlunarskóla Íslands og Iauk þaðan prófi árið 1940.
Árið 1946 kvæntist hann frú Anna Lára Hertervig, dóttur frú Línu og Óla Hertervig, fyrrverandi bæjarstjóra og forvígismanns Siglfirðinga um Iangt árabil.
Frú Anna er sérstæð dugnaðar- og hæfileika kona, sem reyndist manni sínum farsæll förunautur á vegferð þeirra.
Þeim varð tveggja sona auðið;
Kona Óla er Guðrún Valgarðsdóttir og kona Tómasar Ragnheiður Pétursdóttir, og búa báðir synirnir í Reykjavík. Sonarsynirnir tveir vóru augasteinar af a síns.
Sveinbjörn Tómasson vann, eins og aðrir ungir menn nyrðra, margháttuð störf f sínum heimabæ.
Árið 1951 hefja þau hjón verzlunarrekstur á Raufarhöfn og 1958 á Siglufirði, Verzlunin Túngata 1 hf., sem þau ráku alla tíð. Þau áttu og með öðrum Matstofu Siglufjarðar um árabil.
Sveinbjörn var og einn af stofnendum hlutafélagsins Togskip hf., sem gerir út skuttogarann Dagný SI 70, og var í stjórn þess frá stofnun þess og á meðan hann Iifði. Þau hjón stofnuðu og með sonum sínum verzlun og saumastofu í Reykjavík.
Tvennt var það í
Siglufirði, sem átti hug Sveinbjarnar öðru fremur, og hann varði tómstundum sínum einkum í.
Annarsvegar íþróttir, en hann var i stjórn ÍBS um árabil, og Karlakórinn
Vísir, en í stjórn hans átti hann sæti í fjölda ára. Í þessi hugðarefni sín sótti hann marga gleðistund. Og þær eru ótaldar stundirnar, sem hann vann
þeim.
Um það ræddi hann aldrei, enda var hann óvenju hógvær og háttvís, bæði í orði og æði. Nú, þegar Sveinbjörn er genginn, eiga Siglfirðingar á bak að sjá góðum dreng, sem unni sínum heimahögum. Hann er kvaddur hlýjum huga af samborgurum sínum.
Megi lög séra Bjarna og söngur Vísis óma í nýjum firði, þar sem önnur Hólshyrna speglast í sléttum sjávarfleti — og þær gátur ráðast, sem óleystar eru hérna megin. Frú Önnu Láru, sonum og vandamönnum, sendi ég vinarkveðjur mínar og minna.
Stefán Friðbjarnarson.