Björn Grétar Ólafsson Siglufirði

Björn Grétar Ólafsson, f. 26.5. 1934 d. 8. september 1981

9. september 1981 Þjóðviljinn

Banaslys Það hörmulega banaslys varð á Keflavíkurflugvelli i gærmorgun, er unnið var við að tjarga þak eins flugskýlisins, að karfa full af tjöru hrapaði ofan á einn starfsmannanna , Björn Grétar Ólafsson, og lét hann samstundis lifið. Björn Grétar bjó að Kirkjubraut 8, Innri-Njarðvík. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn
---------------------------------------------  
Dagblaðið 9. September 1981
Dauðaslys á Keflavíkurflugvelli Njarðvíkingur lézt í slysi á Keflavíkurflugvelli í gærkvöld. Slysið varð með þeim hætti að karfa, sem notuð var til að tjarga þak á flugskýli, losnaði og féll til jarðar úr um 20 metra hæð. Hinn látni, Björn Grétar Ólafsson, Kirkjubraut 8, fæddur 26.5. 1934, varð undir körfunni og lézt samstundis. Öryggiseftirlitið og lögreglan á Keflavíkurflugvelli kanna nú með hvaða hætti slysið vildi til.

Björn Grétar Ólafsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Björn Grétar Ólafsson - Ljósmynd: Kristfinnur