Einar Ásgrímsson, bóndi á Reyðará

Einar Ásgrímsson, bóndi á Reyðará á Siglunesi lést hérí Reykjavík 3. mars 1980. og var útför hans gerð í Siglufirði 8. mars.

Einar var fæddur á Siglunesi 29. maí 1904 og voru foreldrar hans, þau hjónin Ásgrímur Einarsson, bóndi á Siglunesi og Guðný Sigurðardóttir, ættuð úr Fljótum.

Afi hans, Einar Ásgrímsson, bjó á Hvanndölum með konu sinni Guðrúnu Þórarinsdóttur á árunum 1854—59, en síðar að Ámá í Héðinsfirði.
Hvanndalir var mjög harðbýl jörð og héldust búendur þar sjaldan við til lengdar, en það fólk, sem bjó áslíkum stöðum lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og kjarkur þess og þrautsegja var oft með ólíkindum.

Um afa og ömmu Einars á Reyðará geymist þessi saga, að eitt sinn er Einar, afi hans, var í hákarlalegu, dó eldur í kotinu hjá Guðrúnu, heima á Hvanndölum. Nú voru góð ráð dýr, eld varð að sækja, hvað sem það kostaði.

Guðrún batt yngsta barn sitt á bak sér og hélt inn til Héðinsfjarðar, að sækja eldinn, um Hvanndalaskriður, er ekki hafa þótt árennilegar, og síst, að vetrarlagi, og það fyrir konu með barn á baki. Byggð lagðist niður á Hvanndölum 1896.

Einar Ásgrímsson bóndi á Reiðará. Ljósm. ólunnur

Einar Ásgrímsson bóndi á Reiðará. Ljósm. ólunnur

Einar á Reyðará, var eins og áður er sagt, fæddur á Siglunesi. Fyrir og eftir síðustu aldamót var þar allfjölmenn byggð, og lengi voru stundaðir þaðan sjóróðrar og hákarlaveiðar af kappi. í gamla bænum á Siglunesi bjuggu fjórar fjölskyldur, þegar Einar fæddist, en sá bær var í fornum stíl og er það í frásögur fært, að bæjargöngin hafi verið 45 álnir á lengd.

Einar fór ungur að stunda sjó. Og þegar Oddur Jóhannsson fórst með skipi sínu „Samson" 14. maí 1922, var Einar ekki með í þeirri sjóferð, að áeggjan móður sinnar. Mun hann jafnan hafa litið svo á, að hulinn verndarkraftur hafi hvílt yfir lífi sínu.

Árið 1937 kvæntist Einar eftirlifandi konu sinni, Unnur Stefánsdóttir frá Hvammi í Hjaltadal, dóttur þeirra hjóna, Stefáns Sigurgeirssonar og Soffíu Jónsdóttur.

Einar hafði jafnan verið heimilisfastur á Siglunesi, þótt hann stundaði vinnu, bæði í Siglufirði og víðar, og vildi ógjarnan flytjast þaðan burt. Ákváðu þau hjónin, að endurrreisa gamalt býli, Reyðará, austarlega á nesinu, er verið hafði í eyði allt frá 1749. Allt þurfti að byggja þarna upp frá grunni og hefja ræktun, við fremur erfiðar aðstæður, því þótt víðsýnt sé og fallegt á Reyðará, þaínæða þar oft um kaldir Ishafsvindar.

Það var því mikið verkefni, sem þau hjón tóku sér fyrir hendur, með endurreisn þessa gamla býlis. En með frábærum dugnaði tókst þeim að koma sér þar vel fyrir. Eftir 1950 fækkaði búendum mjög á Siglunesi og brátt varð Einar á Reyðará einn þar eftir með fjölskyldu sína. Hann vildi ekki yfirgefa æskustöðvar sína á nesinu, hann dreymdi stóra drauma umvaxandi byggð á Siglunesi, betri samgöngur, aðstöðu til útgerðar.

Sjálfur ruddi hann veg að býli sínu og bætti alla aðstöðu heima fyrir sem best hann gat, enda voru þau hjón samhent og sýndu frábæran dugnað og ráðdeild á öllum sviðum. Var það undravert, hve miklu þau fengu áorkað. Eftir aðbúendum fækkaði á Siglunesi tók Einar að sér störf þeirra, við öryggisþjónustu, svo sem vitavörslu og veðurathuganir, og rækti hann þessi störf af mikilli samviskusemi, eins og allt, sem honum var falið.

Sjaldan mun það hafa komið fyrir, að ekki hafi borist veðurfregnir frá Siglunesi, en fáir mun gera sér fulla grein fyrir því, hve mikla árvekni þarf að sýna, til þess að hafa þessa veðurþjónustu í góðu lagi, og hve þýðingarmikil hún er fyrir sjófarendur og allt flug í landinu. Þessa þjónustu önnuðust þau Einar og Unnur kona hans um árabil.

Þeim hjónum farnaðist vel á Reyðará, og segja má, að öll þjóðin standi í þakkarskuld við þessa trúföstu útverði á hinni norðlægu strönd. Þeim hjónum var fjögurra barna auðið, en þau eru:

  • Hjalti Einarsson, járnsmiður, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Kristjönu G. Jóhannesdóttur, ættuð frá Breiðafirði. Þau eiga 4 börn.
  • Guðrún Asdís Einarsdóttir, skrifstofust. í Hafnarfirði.
  • Stefán Einarsson, sjómaður og verktaki kvæntur Emmu Fanneyju Baldvinsdóttur frá Skorhaga í Kjós, eiga eina dóttur.

Stefán hefur farið að dæmi föður síns og byggt upp gamalt býli á Nesinu, skammt frá Neskrók og stundar þar útgerð og fiskverkun. Ásgrímur býr með móður sinni heima á Reyðará. Draumur Einars um vaxandi byggð á Siglunesi virðist nú vera að rætast. Verið er að byggja bryggju í Neskrók fyrir smærri báta, og fari byggð vaxandi á nesinu, verður þess vart langt að bíða, að bílfær vegur verði ruddur um Nesskriður og þá mun aftur verða líflegt á Siglunesi, eins og áður var, óldum saman.

Þó að Reyðará á Siglunesi megi teljast afskekkt býli, þá er það aðdáunarvert, hve miklu þau hjónin Einar og Unnur fengu þar áorkað, með rafmagni og síma gátu þau notið þæginda fjölbýlisins að nokkru, en kunnu líka að meta kyrrð og fegurð náttúrunnar á þessari úthafsströnd. Á Siglunesi er sérstaklega vorfagurt, einkum um Jónsmessuleytið, þegar sólin skín allan sólarhringinn.

Frá Reyðará sést vel til skipa á Grímseyjarsundi, og inn Eyjafjörð. En stundum gat verið kuldalegt að líta til hafs, þegar NA stormar geisuðu og hafís fyllti Grímseyjarsund. Þá var ekki heíglum hent að komast milli bæja á Siglunesi, eða fara þar um fjallvegi.

A þessum slóðum átti Einar á Reyðará mörg spor. Einar á Reyðará verður vinum sínum minnisstæður, léttur á fæti og ljúfur í lund, hjálpsamur og úrræðagóður dugnaðarmaður og drengur hinn besti. Við hjónin biðjum honum blessunar og sendum fjölskyldu hans okkar bestu samúðarkveðjur.

Óskar J. Þorláksson