Færseth fjölskyldan - afkomendur Pálínu- og Einars Færseth

Heimildr fá síðuni  http://faerseth.is/    

Árið 1915 hittust þau Pálína Sæby og Einar Færseth á Siglufirði. Pálína var þá 17 ára gömul siglfirsk ungmey í föðurhúsum og Einar 25 ára sjómaður og farandverkamaður. Níu mánuðum síðar eignast Pálína frumburðinn Björgvin Viktor Færseth. Nokkrum misserum síðar gengu þau í hjónaband og saman eignuðust þau 14 börn.

Tvö létust í æsku en hin 11 komust öll á legg. Óli Jóhann næstelsti sonur þeirra drukknaði þegar hann var aðeins tuttugu og eins árs árið 1939. Í dag tæplega öld eftir að þau Pálína og Einar hittust eru afkomendur þeirra orðnir 320. Færseth fjölskyldan er ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þó óvenjuleg þar sem við eigum sterkar norrænar rætur.

Venni, Nína, Tóta, Jóendína, Dæsi, Stína, Ella, Einar og Halli á ættarmótinu í Garðabæ árið 1991.  - Ljósm;  Sóley Björg Færseth ?

Venni, Nína, Tóta, Jóendína, Dæsi, Stína, Ella, Einar og Halli á ættarmótinu í Garðabæ árið 1991. - Ljósm; Sóley Björg Færseth ?

Þessi vefsíða er sett upp í minningu þeirra mætu alþýðuhjóna sem sannarlega máttu þola mikla erfiðleika, sorg , mótlæti, djúpa kreppu og atvinnuleysi. En þau áttu líka kraftmikinn vilja og duglegan og glaðbeittan barnaskara. Og börnunum ásamt uppsveiflum í atvinnulífi fylgdi líka mikil gleði og miklir möguleikar. Möguleikar til að bæta lífið og sigrast á erfiðleikunum. Bæði persónulegum- og samfélagslegum erfiðleikum. Þegar upp er staðið getum við öll litið til þeirra beggja með virðingu og þakklæti fyrir þá góðu arfleifð sem þau skiluðu til okkar.
---------------------------------------- 

Íslensk fjölskylda með sterkar norrænar rætur

Fjölskyldan okkar, Færseth fjölskyldan, er ólík mörgum fjölskyldum hér á landi að því leyti að við getum ekki rakið allar okkar ættir til fornfeðra sem byggðu landið og komu hingað í slagtogi með Ingólfi og Hjörleifi.   Þetta geta margar fjölskyldur á Íslandi.  Allir forfeður sumra fjölskyldna má skoða og skilgreina í ættartré Íslendingabókar aftur til upphafs byggðar. 

Út frá ömmu minni og afa, þeim Pálínu og Einari Færseth erum við hins vegar hálfgerðir innflytjendur.  Pálína Færseth Sæby átti danskan föður og íslenska móður  Kristínu Stefánsdóttur frá Lambanes-Reykjum í Fljótum.   En ættir Kristínar má rekja langt aftur í Íslendingabók eins og títt er með Íslendinga. 

Og þar með eru okkar íslensku rætur upptaldar.  Hinn ættbogi Pálínu á rætur í Danmörku gegnum föður hennar Andreas Christian Sæby. Einar Færseth eiginmaður Pálínu og afi okkar var norskur maður og kom hingað eins og Sæby tengdafaðir hans til að freista gæfunnar í kringum möguleika í sjávarútvegi og síldarævintýri.  

Og til þess að gera flóruna enn norrænni þá var faðir Einars Færseth hálf sænskur.  Færseth systkinin, börn Pálínu og Einars Færseth, áttu þannig hálf danska móður og norskan föður.  Í móðurætt áttu þau íslenska ömmu og danskan afa.  Í föðurætt norska ömmu, hálfsænskan afa og sænskan langafa.  Í þessu skilningi, út frá forfeðrum okkar, erum við líklega eins norræn og hægt er að vera.
------------------------------------------------- 

Dönsku ræturnar

Faðir Pálínu Færseth var Andreas Christian Sæby sem fæddist í Kaupmannhöfn 28. nóvember 1851.  Móðir hans hét Pouline Charlotte Amalie Ossavy , fædd árið 1832. Og líklega hét faðir hans Frederik Carl Valdemar Jansen fæddur árið 1828 í Kaupmannahöfn. 

Því miður er ekki hægt að staðfesta með óyggjandi hætti og gögnum að Frederik hafi verið faðir Andreas Sæbye, en þannig var Sæby nafnið skráð í kirkjubókum Kaupmannahafnar . Margt bendir til þess að svo hafi verið þar sem öll yngri systkin Sæby eru skráð Jensen, en ekki Sæbye.

Frederik var hins vegar uppeldisfaðir hans og faðir 9 barna sem öll voru yngri systkin Andreas Sæby og ólust upp með honum í Kaupmannahöfn á Strandgade og Lille Søndervoldstræde. Í manntalsgögnum er skráð að Sæby hafi búið þar með fjölskyldunni, á Strandgade þegar hann var 9 ára og Lille Søndervoldstræde þegar hann var 18 ára.

Faðir Pouline og afi Sæby hét Johann Gottfried Reinhardt Ossavy og fæddist árið 1797 einnig í Kaupmannahöfn þar sem hann var skírður í Garnisons sókninni 12. nóvember árið 1797. Móðir Pauline og afi Sæby hét Else Maria Nielsen og fæddist árið 1794.
Nýlega átti ég samtal gegnum netið við Birgitte Nielsen gegnum slaegtogdata.dk.  Birgitte er afkomandi Pauline Charlotte Amalie Ossavy eins og við og hefur þar með staðfest að Færseth fjölskyldan á ættingja í Danmörku.
------------------------------------------------ 

Norksu og sænsku ræturnar.

Afi okkar, Einar Færseth, fæddist á eynni Vega rétt norðan við miðbik Noregs. En Vega liggur, rétt eins og Siglufjörður, við 66. gráðu norðlægrar breiddar. Foreldrar hans voru þau Ole Christian Johan Johnsen Færseth sjómaður fæddur 3. júlí 1852, einnig frá Vega og Elen Johanna Lorentsen frá Klinga fædd 13. desember 1856 , sem er lítið þorp sunnar en Vega.

Einar afi átti einn bróðir, Óskar, og þrjár systur, Ingu Hansínu, Jóhönnu Soffíu og Öllu Elísabet. Um ættir Elenu móður Einars afa er það vitað að faðir hennar hét Lorents Peter Eriksen Flak fæddur 16. ágúst 1829 í Klinga og móðir hennar hér Johanne Svensdatter. Hins vegar vitum við að föðurafi hans hét John Olsen, sænskur maður sem lést langt um aldur fram, og að föðuramma hans var Hanna Paulsdóttir. Ekki hefur gefist tími til að skoða nánar John Olsen og hans sænsku rætur.

Tengslin við Noreg hafa alla tíð verið mun meiri en tengslin við Danmörk.  Þannig ferðaðist Andreas Færseth frændi okkar til Noregs á sjötta áratugnum ásamt foreldrum sínum þeim Pálínu og Einari. Þar heimsóttu þau Vega og ættingja í Noregi.  Hingað til lands komu hjónin Inga Hansína bróðurdóttir Einars Færseth árið 1971 ásamt eiginmanni sínum Alfons. 

Ferðuðust um landið og áttu góðar stundir víða m.a. í sumarbústað Elínar og Jens Klein við Selsund, sem í þá daga hýsti margar gleðistundir Færseth fjölskyldunnar.  Þá heimsóttu Elín Klein, Jens Klein, Svavar Færseth og Anna dóttir Ellu og Jens ættingja okkar í Noregi á svipuðum tíma.  Og núna fyrir nokkrum árum heimsótti Andreas aftur Noreg ásamt Jónínu og Björg dætrum sínum Vega, eins og sagt er frá á öðrum stað hér á síðunni.

Einar Páll Svavarsson 
----------------------------------------------------------- 

Ættarmótið í október árið 1991

Fyrsta ættarmótið var 27. október 1991 sem haldið var í Safnaðarheimilinu í Garðabæ. Á þessu ættarmóti vorum við samankomin yfir eitthundrað ættingjar. Þetta ættarmót var síðdegiskaffi og átti nú að vera svona undanfari að enn stærra og veiga meira ættarmóti. Það tók okkur heil 6 ár að skipuleggja næsta ættarmót. Á þessu ættarmóti flutti Einar Páll annál „Óðurinn til afa og ömmu“. Þessi annáll er grunnurinn að sögunni af ömmu og afa á heimasíðunni okkar.

 Sóley Björg Færseth