Tengt Siglufirði
Erla Hallgrímsdóttir fæddist á Siglufirði 14. desember 1931. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 15. september 2018.
Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson frá Siglufirði, f. 21.10. 1903, d. 7.9. 1990, og Guðrún Jakobína Sigurjónsdóttir frá Siglufirði, f. 25.7. 1910, d. 26.12. 1985.
Systkini Erlu eru
Útför Erlu fór fram frá Siglufjarðarkirkju í gær, 24. september 2018.
------------------------------------------------
Það er einkennileg tilfinning að skrifa minningargrein og kveðjuorð um Erlu mágkonu mína. Hún sem var alltaf svo heilsuhraust og dugleg. Hélt sér við með sínum gönguferðum. Lagðist í fyrsta skipti inn á sjúkrahús nú í september 86 ára gömul.
Erlu kynntist ég 1966 þegar við Magga konan mín byrjuðum saman. Þá var Erla 35 ára og bjó í foreldrahúsum ásamt tveimur börnum Maríu systur sinnar. Hún vann í frystihúsi SR á Siglufirði, samviskusöm og vantaði aldrei í vinnuna.
Erla eignaðist aldrei börn en var mjög barngóð og fannst strákunum mínum gott að koma til hennar, sem yfirfærðist á þeirra börn.
Og þá sérstaklega á þau sem bjuggu nálægt henni á Siglufirði. Gott og fallegt samband var við Jakob S. Árnason sonarson minn sem fór til hennar alla daga sem hann var í bænum.
Bauð henni aðstoð, spjallaði við hana og fór með hana í göngutúr eða á rúntinn. Ég man hvað hún ljómaði þegar hún var að segja mér frá hvað hann gerði fyrir hana.
Samband okkar Möggu, konunnar minnar, og systur hennar var alla tíð mjög mikið og gott. Erla var heimakær og fór ekki mikið, t.d. aldrei til útlanda. En hún fór mikið með okkur í sumarbústað og til Reykjavíkur. Henni fannst einnig gaman að fara til Akureyrar og í nágrannabæi. Erla las mikið blöð og bækur og hlustaði á útvarp og var vel inni í ýmsum málum.
Erla missti mikið fyrir 13 árum þegar Magga yngri systir hennar dó. En hún hefur notið þess að eiga góða nágranna og búa stutt frá Árna syni mínum og fjölskyldu þegar Elli kerling fór að banka upp á.
Erla hefur mátt þola mikið, hefur horft á eftir foreldrum og systkinum sínum, sem nú taka á móti henni í blómabrekkunni hinum megin.
Erla var góð og trygglynd kona sem ég kveð með söknuði og þakklæti í huga.
Skarphéðinn Guðmundsson.
--------------------------------------------------------
Til minningar um Erlu frænku mína sem reyndist mér alltaf vel. Ég á bara góðar minningar um þig, elsku Erla. Hvíl í friði.
(Jakobína Johnson)
Þín Jakobína Erla (Binna frænka).
----------------------------------------------------
Elsku Erla. Í dag kveðjum við þig hinstu kveðju og þú hverfur úr okkar hversdagslífi.
Söknuður er það fyrsta sem kemur upp í hugann er ég hugsa til þín en ég veit að þú varst sátt við þitt, lagðir árar í bát og lést þig reika á nýjar slóðir.
Við fjölskyldan á Hvanneyrarbraut 11 þökkum fyrir allar samverustundirnar sem voru ófáar og ánægjulegar.
(Bubbi Morthens)
Gíslína Anna Salmannsdóttir.