Snorri Mikaelsson

Snorri Mikaelsson – Minning  24 febrúar 1972   (d 17. Febrúar)

Þótt sjáir mann með léttri lund, leikinn orða á tungu, kann að leynajst opin und innst í geði þungu. Snorri, eins og allir þekktu hann bezt í daglegu tali eða eins og hann hét fullu nafni Jón Anton Snorri Mikaelsson, kynni vel að falla inn i kjarna erindisins hér að ofan.

Það var á árunum 1947—48 að ég sá Snorra heitínn fyrst. Hef ég þekkt hann siðan og mjög náið síðustu árin. Sú kynning sýndi mér einmitt svo glögglega þessa tvo þætti, sem erindið dregur fram. Snorri unni íslenzkri tungu og þá ekki sízt i formi ljóða. Tel ég hann einn þeirra fáu manna, sem engin takmörk virðast fyrir, hve mikið kunna af visum.

Væri hann tekinn tali þar sem hann var við iðju sína, brá hann gjairnan á orðaleik, talaði I líkingum og kenningum, mælti fram visur, sem gátu verið allt frá hinum skoplegustu uppnefningum á góðum kunningja til þeirra spaklegustu sléttubanda vizku, sem íslenzkt mál þekkir. Sjálfur naut hann unaðslega þessarar fegurðar málsins og jafnmikið yndi var að hlýða á hann fara með kveðskapinn, svo var innlifun hans næm.

Snorri Mikaelson trésmiður

Snorri Mikaelson trésmiður

Ekki var mér nokkur kostur að vita, hvað af ðllu því vísnaflóði var hans eigið eða hvað hann hafði eftír öðrum höfundum. Hitt er vissa, að Snorri heitinn var vel skáldmæltur, en fór jafnan dult með kveðskap sinn. Þannig er mynd hins orðglaða manns, er lét hótfyndni, gamanyrði og stökur fljúga. En hér var einnig um annan þátt að ræða. Snorri heitinn var viðkvæmur og tiifinningaríkur. Hann mátti ekkert aumt sjá. Börnin hændust að honurn.

Dáðist ég oft að þvi að sjá, hvernig hann gat leikið faillega við þau. Slikt samband við börn talar ótvíræðu máli um manninn. Vinfengi hans við þau var af sama toga spunnið og hin aknenna vinfesta hans. Hann var sannarlega, eins og sagt er, vinur vina sinna. Snorri var heill og óskiptur þar sem hann var. Kom þetta meðal annars fram í átthagatryggð hans. Lengstan aldur sinn 61 hann á Siglufirði.

Væri sá staður nefndur, nam Snorri staðar, leit upp eða þá út í fjarskann og gleðiblær leið um ásjónu hans. „Siglufjörður, Siglufjörður. . . . Já. Ég skal segja þér, að það jafnast ekkert á við lognið á Siglufirði." Þetta sagði hann starandi á Siglufjörð eins og hann væri bókstaflega þangað kominn. Síðan sneri hann sér að mér og sagði: „Þó að væri . . ." og þá fylgdu dæmi og sannanir þess, að ekkert jafnaðist á við Sigluf jörð. Þá var engin glettni á ferð. Nei. Þá birtist sú djúpa alvara og heilsteypta festa, sem Snorri heitinn átti í svo rikurn mæli, bæði gagnvart mönnum og málefnum. F r á fyrstu byrjun Hlíðardalsskólans var Snorri tengdur honum.

Ævistarf hans voru trésmíðar, Var hann einn þeirra smiða, er byggðu skólann. öll börn sín sendi hann hingað til mennta, hafa þrjú þeirra starf að við skólann og er elzti sonur hans, Björgvin, einn núverandi kennara staðarins. Seinna fluttist hann hingað með konu sinni, var lengi staðarsmiður skðlans, en kona hans húsmóðir og síðar matráðskona og gegnir því starfi enn. Það má því segja, að Snorri heitinn hafi shtið síðustu starfskröftum sinum hér. Fyrir ailt það starf eru hér færðar innilegustu þakkir.

Á hann sér margan minnisvarðann reistan hér á stað með verkum sínum. Á þessum árum kynntíst ég honum gagngert og á frá þeim ttma margar ógleymanlegar mlnningar. Þótt fölni lauf og blikni blóm, blási kait i sporin, eftír slikan dauðadom drottnar þó lif á vorin. Eitt þeirra einkenna, er hvað mest settu svipmót á lif Snorra heitins var hin sterka og óbifanlega trú á Guð.

Hún var algerlega ráðandi þáttur bæði I blíðu og stríðu. Hann trúði af sannfæringu, að eftír hrörnun elttnnar og dóm dauðans rynni vor nýs lifs og nýrra blóma. 1 þessari vissu kvaddi hann vettvang tilverunnar og kveið dauðanum eigi. Á vegum skólans er djúp og einlæg samhygð send eftirlifandi ástvinum hans, þakkir fyrir störf hans og minning hans blessuð.

Jón Hj. Jónsson, skólastjóri.
-----------------------------------------------------

Snorri Mikalsen starfaði lengi á SR-Trésmíðaverkstæðinu á Siglufirði. Þar sem verkstæðisformaðurinn var Páll G Jónsson Byggingameistari S.R., stjórnaði. -  Snorri var góður vinnufélagi, og gerði margar tilraunir til að þróa hugarfar mitt til guðstrúar, sem ekki tókst þó.

Allir vinnufélagar hans báru mikla virðingu fyrir þessum öðlingja, sem persónu, þó ekki værum við allir honum nákvæmlega samtrúa.
Steingrímur Kristinsson, fv. vinnufélagi í 8 ár.