Eyvindur Júlíusson

Eyvindur Júlíusson.  Fæddur 3. ágúst 1898 Dáinn 27. desember 1986  - Eyvindur afi okkar fæddist á bænum Gaul í Staðarsveit.

Foreldrar hans voru Sólveig Ólafsdóttir, fædd að Reykhólum í Barðastrandarsýslu og Júlíus Jónasson frá Köldukinn í Laxárdal.

Afi var annar í röð átta systkina og eru tvær systur hans á lífi, þær Elísabet, sem dvelur í Hafnarbúðum í Reykjavík og Guðmunda, sem er á Borgarspítalanum.

Afi var tvíkvæntur. Árið 1926 kvæntist hann Laufey Óskarsdóttir ættaðri frá Kjartansstöðum í Skagafirði, en hún lést 1928. Hann átti með henni tvær dætur,

 • Guðbjörgu, sem gift er Ármanni Einarssyni, þau búa á Selfossi, og
 • Laufeyju, sem gift er Kristmundi Halldórssyni og búa þau í Ólafsvík.

Árið 1930 flutti afi til Siglufjarðar og kvæntist þar Katrín Jósefsdóttir ættaðri frá Stóru-Reykjum í Fljótum í Skagafirði, en hún lést árið 1957. Þau áttu 3 börn,

 • Svanfríði, sem var gift Gunnari Ástvaldssyni, en hann lést árið 1984,
 • Svanfríður býr í Hafnarfirði,
 • Sigurgeir, sem lést ársgamall, og
 • Ragna Lísa Eyvindsdóttir (1934), sem gift er Ólafi Oddgeirssyni og búa þau í Vestmannaeyjum.

Barnabörnin eru 24 og barnabarnabörnin 34.

Eyvindur Júlíusson - ókunnur ljósmyndari

Eyvindur Júlíusson - ókunnur ljósmyndari

Við vorum svo heppin að fá að alast upp með afa okkar frá fæðingu. Þegar við vorum lítil kom afi alltaf til okkar á heimilið um helgar og alltaf á öllum stórhátíðum, því það var svo stutt á milli. Hann vann þá í frystihúsinu í Innri-Njarðvík. Þar kunni hann vel við sig.

Kom þangað fyrst árið 1950 til að vera á vertíð, og var þar fyrst bara á veturna, en heima á Siglufirði á sumrin. Þar var hann í síldinni á meðan hún veiddist, en flutti svo alveg til Njarðvíkur þegar síldin brást. Árið 1969 flutti hann alveg til okkar í Hafnarfjörð. Þá var hann búinn að missa heilsuna, svo hann gat ekki unnið, enda búinn að vinna mikið um dagana.

Svo þegar við systkinin vorum orðin fullorðin og farin að eiga okkar börn, þá ljómaði hann allur og var svo kátur og fannst svo gaman að þeim, því hann var svo barngóður og öll börn hændust að honum. Hann var á Suðurgötunni þangaðtil 1978, þá fór hann á Sólvang. Þar kunni hann vel við sig og leið þar mjög vel, sagðist ekki geta haft það betra, það væri allt fyrirsig gert, vel hugsað um sig, gott hjúkrunarfólk og læknar. Fær þetta góða fólk hjartans þakkir frá honum.

Við systkinin frá Suðurgötu 53 þökkum elsku afa samveruna í gegnum öll árin og biðjum Guð að blessa minningu hans.

 • Far þú í friði,
 • friður guðs þig blessi,
 • hafðu þökk fyrir allt og allt.
 • Örn, Steindór, Katrín,

Kolbeinn og Eyvindur.--------------------------------------

Dagblaðið Vísir 9. Janúar 1987  

Eyvindur Júlíusson lést 27. desember sl. Hann fæddist á Gaul í Staðarsveit 3. ágúst 1898. Foreldar hans voru
Sólveig Ólafsdóttir og
Júlíus Jónasson.

Eyvindur var tvíkvæntur. Árið 1926 kvæntist hann Laufeyju Óskarsdóttur en hún lést árið 1928.
Hann áttí með henni tvær dætur.
Síðar giftist hann Katrín Jósefsdóttir en hún lést árið 1957.
Þau eignuðust þrjú börn. Útför Eyvindar verður gerð frá kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði í dag kl. 15.

-------------------------------------- 

Eyvindur Júlíusson

Fimmtugsafmæli Eyvindur Júlíusson, verkamaður, varð fimmtugur fimmtudaginn 3. ágúst s.l. Eyvindur Júlíusson er vinsæll hér í bæ og það kann að undra marga sá raunveruleiki, að þessi glaðlyndi og velkynnti maður skuli vera orðinn fimmtugur.
Blaðið sendir Eyvindi og íljölskyldu hans sínar hamingiuóskir á þessum tímamótum i ævi hans og árnar honum allra heilia í framtíðinni
-----------------------------

Eyvindur Júlíusson FIMMTUGUR Þann 3. þ. m. varð fimmtugur Eyvindur Júlíusson, verkamaður. Eyvindur er öl'lum Siglfirðingum- að góðu kunnur, dugnaðarmaður og atorkusamur. Mörgum kann að finnast sú staðreynd, að hann sé fimmtugur, ótrúleg, en hún er samt sönn sam'kvæmt því sem kirkjubækur segja.

Eyvindur lætur ekki tímans tönn festa á sig umfram það, sem daglegt strit og erfiði setja sín merki, og Elli kerlingu ætlar hann að forðast í lengstu lög. Mjölnir sendir honum beztu árnaðaróskir í tilefni merkisafmæhsins.

-------------------------------------- 

Fimmtugsafmæli Þriðjudaginn 3. ágúst s.l. átti Eyvindur Júlíusson, verkamaður, Snorragötu 7, fimmtuigsafmæli. —
Eyvindur hefur unnið í mörg ár hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og eignast þar f jölda vina meðal samstarfsmanna sinna, enda er hann framúrskarandi duglegur og ósérhlífinn við vinnu og verkmaður hinn bezti.
-------------------------------