Tengt Siglufirði
Felix Einarsson, f. 14.1. 1918, d. 7.7. 1979.
Hann átti eina dóttur.
Barnsmóðir hans var Guðfinna Hallgrímsdóttir fædd á Vaðbrekku í Jökuldal 9. ágúst 1919. Samband þeirra varð skammvinnt - Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. apríl 1979
Systkyni Felix voru:
Hálfsystkini Felixar, samfeðra voru:
Börn Ingibjargar og Marinós eru:
Felix Einarsson — Minning — F. 14. jan. 19 h8 D. 7. Júlí 1979
Felix Einarsson, Hlíðarvegi 9, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar. 7. júlí 1979, 61. árs að aldri.
Felix var fæddur á Hofsósi. Foreldrar hans voru, Herdís Kjartansdóttir og Einar Ásgrímsson. Þau fluttu til Siglufjarðar 1927 og bjuggu lengst af á Hlíðarveg 9. Þar hefur Felix átt heima alla tíð síðan.
Þau Herdís og Einar eignuðust 3 börn,
Ása er gift kona í Kópavogi, en Kjartan er búsettur hér í Siglufirði.
Herdís Kjartansdóttir lést í fyrra, en Einar er á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 100 ára gamall.
Árið 1945 missti Einar heilsuna, og hefur lengst af verið rúmfastur síðan, eða í 33 ár. , Herdís annaðist mann sinn, rúmliggjandi heima á Hlíðarvegi 9, í 26 ár meðan heilsa hennar og kraftar leyfðu. Síðastliðin 7 ár hefur Einar verið í Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Blómin og trén í litla garðinum sunnan við húsið að Hlíðarvegi 9 sýndu vel að Herdís Kjartansdóttir hefur hlúð að og hugsað um fleira en rúmliggjandi maka sinn. öll sú umhyggja og alúð lýsa vel þeim ágætu konu.
Um fermingu hóf Felix sjómennskustarf sitt, enda var hann sjómaður meðan heilsan dugði. Á margskonar skipum og við allskonar veiðar. Síðast með því að beita línu fyrir stærri báta á vetrum, en stunda handfæraveiðar á sumrum. Snemma á sjómennsku ferli sínum sýktist Felix af berklum, en fékk bót að mestu. Fyrir um 9 árum tók það sig upp aftur og varð þá að taka annað lungað.
Eftir það var heilsa hans og þrek mjög takmarkað. Nokkur síðustu árin gegndi Felix starfi kirkjugarðsvarðar. Felix kvæntist aldrei og átti alla tíð heima hjá móður sinni. Eina dóttur eignaðist hann. Bryndís hét hún. Gift kona í Hafnafirði. Hún varð bráðkvödd á besta aldri. Bryndís átti einn son, Guðmund að nafni.
Líf og sambúð hjónanna og sonarins að Hlíðarvegi 9 var nokkuð sérstætt og lærdómsríkt. Faðirinn rúmliggjandi, sonurinn á sjónum en móðirin heima að hjúkra og hlúa að og hugsa um báða. Nú eru þau öll flutt frá Hlíðarveg 9. Mæðginin saman til æðri heima og faðirinn aldni biður enn í Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Guð blessi þau öll.
JÞ