Tengt Siglufirði
Filippus Birgisson fæddist á Siglufirði 29. ágúst 1950. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júlí 2018.
Foreldrar Filippusar voru Birgir Runólfsson, vöruflutningabifreiðastjóri frá Siglufirði, f. 2.1. 1917, d. 5.5. 1970, og Margrét Hjördís Pálsdóttir húsmóðir, f. 5.3. 1917, d. 9.7. 1998.
Systkini Filippusar eru:
Börn Filippusar eru:
Filippus byrjaði ungur til sjós, aðeins 15 ára gamall, og fljótlega fannst honum sjómennskan eiga vel við sig og tók hann því ákvörðun um að gera sjómennsku að framtíðarstarfi sínu. Mest var hann á togurum og skuttogurum frá Siglufirðri og stöku sinnum annars staðar.
Eftir 1983 fór Filippus í Fiskvinnsluskólann og útskrifaðist sem fiskmatsmaður og dró sig þá að mestu í land og vann sem verkstjóri og matsmaður víða um land, svo sem á Stöðvarfirði, Siglufirði, Ísafirði og Drangsnesi. Upp úr árinu 1995 flutti hann til Reykjavíkur við málningarvinnu, sjómennsku og síðan við störf hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hann starfaði til æviloka, seinast í innkaupum í vöruþjónustu OR.
Útför Filippusar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. júlí 2018, klukkan 15.