Tengt Siglufirði
Morgunblaðið - 24. september 1963
LAUGARDAGINN 21. september fór fram í Skagen á Jótlandi
útför Stefáns Baldvinssonar, fiskútflytjanda í Skagen.
Stefán andaðist að heimili sínu Chr. den X'vej, Skagen, 18. þ.m. Mun hafa orðið bráðkvaddur (hjartabilun).
Stefán Baldvinsson fæddist á Árskógsströnd í Eyjafirði 6. sept. 1912 og var því nýlega orðinn 51 árs.
Foreldrar Stefáns voru hjónin Baldvin Þorsteinsson frá Hámundarstöðum og kona hans, Sólveig Stefánsdóttir, er bjuggu á Árskógsströnd.
Stefán missti móður sína, er hann var 8 ára gamall, og ólst síðan upp hjá Sigmundi Sigurðssyni og Kristjönu Sigfúsdóttur konu hans í Hrísey, og fluttist með þeim til Siglufjarðar um 12 ára aldur.
Alsystkini Stefáns voru 10 og eru
nú 4 á lífi,
þau eru
Stefán Baldvinsson vann lengi við pósthúsið á Siglufirði. Einnig stundaði hann þar önnur störf, var t.d. um tíma á skrifstofu Sunnu við síldarsöltun, sem undirritaður veitti þá forstöðu. Árið 1930 fór Stefán utan til Svíþjóðar og stundaði nám við verslunarskóla þar. 1937 fór Stefán aftur utan til Danmerkur, vann hann þar við ýmis störf. Dvaldist þar fram yfir stríð, en kom heim með fyrstu ferð eftir að stríði lauk.
Vann þá hér að ýmsu næstu 2 árin, fór síðan aftur utan og kvæntist þá 31/5 '47 eftirlifandi konu sinni, Ingu, dóttur P. A. Anthoniesen, útgerðarmanns og fiskkaupmanns í Skagen.
Þau bjuggu fyrst nokkurn tíma í Reykjavík, síðan fluttu þau til Skagen, þar sem Stefán gerðist meðeigandi í fyrirtækjum tengdaföður síns og starfaði við þau til dauðadags. Stefán Baldvinsson var í ýmsu óvenjulegur maður.
Greindur var hann vel og sérstakt lipurmenni, ljóðelskur og söngvinn, kunni Ijóð og Iög margra þjóða. Hugkvæmur og djarfur í framkvæmdum, fljótur og lipur í starfi, og vannst því mjög vel. Það, sem þó flestir munu hafa veitt einna mesta athygli, var hans óvenjulega skaplyndi og „temperament", sem hafði örvandi og bætandi áhrif á alla, sem í návist hans voru. Á vinafundum var Stefán „hrókur alls fagnaðar" og dró þá lítt af sér.
Stefáni tókst að koma í kring ýmsum örðugum viðskiptum, sem margir undruðust og dáðu hann fyrir. Það þykir oft erfitt að selja íslenskar sjávarafurðir, en sannarlega er ekki léttara að selja þær dönsku, a.m.k. ekki síldina. Þetta gerði Stefán þó í stórum stíl, svo til var tekið. Síðast nú fyrir nokkrum dögum á „Messunni í Leipzig". gerði Stefán viðskiptasamning um síld fyrir 7 milljónir danskra króna.
Á móti varð firmað að kaupa m.a. 10 skip, 150 lesta. Svipaðan samning hafði Stefán (firmað P. A. Anthoniesen) gert áður við Austur-Þjóðverja.
Eins og áður segir kvæntist Stefán Baldvinsson eftirlifandi
konu sinni, Ingu, dóttur Peter Anthoniesen, sem nú er íslenskur konsúll í Skagen, þ. 31. maí 1947.
Hefur þetta sennilega verið mesta gæfuspor Stefáns. Inga reyndist honum frábær
kona, enda er hún einstakt valkvendi.
Þau eiga 3 mannvænleg börn,
Öll eru þau ísl. ríkisborgarar. Höfðu Inga, Stefán og börnin mikinn hug á að gista Ísland sem mest, og höfðu m.a. ráðgert ferð hingað næsta sumar.
Undirritaður gisti heimili þeirra að Christian den X'svej, Skagen, í nokkra daga fyrir um 10 árum. Fékk þá gott tækifæri til að kynnast fjölskyldunni og því, hve Stefán var vinmargur og vel látinn í Skagen. Fyrir um ½ mánuði hitti ég þau hjónin og tengdaföður þeirra á „Leipzigermesse", þar sem firmað P. A. Anhoniesen hafði „stand" (sýningarskála), og var þetta 12. árið, sem Stefán veitti sýningu firmans þar forstöðu.
Var mjög vel til sýningarinnar
vandað, og þá eigi síður til veitinga. Var gnægð af úrvals dönskum mat- og drykkjarföngum og veitt óspart af rausn, lipurð og hlýju, sem þau áttu í svo ríkum
mæli. Enda stóð ekki á gestum og var oft margsetið matborðið í hinum þröngu en vistlegu húsakynnum.
Síðast borðuðum við saman um borð í m.s. Gullfossi í
Kaupmannahöfn, föstud. 13. þ.m., var Stefán þá hress og kátur að vanda og lék á als oddi. Er ég skildi við vini mína, Stefán og Ingvar Vilhjálmsson, kl. 4 e.h. sama
dag, eftir að við höfðum setið saman drykklanga stund fyrir utan Hotel Angleterre og minnst gamalla daga og nýrra, þá datt mér satt að segja ekki í hug, að þetta yrði í síðasta
sinn, er ég hitti Stefán.
En svona er lífið og dauðinn. Ég færi konu Stefáns, börnum, tengdaföður, systkinum og öðrum ættingjum og venslamönnum innilegustu
samúðárkveðjur og bið Guð að veita þeim styrk. Stefáni þakka ég fyrir vináttu og margar ánægjustundir hérna megin og vona, að glaðlyndi hana endist honum handan
yfir og sála hans megi öðlast frið.
Ólafur Jónsson.
-----------------------------------------
Stefán Baldvinsson f. 6. september 1912 - d. Hjörring, 19. september
(NTB—RB) Stefán Baldvinsson fiskútflutningsmaður frá Hjörring á Skagen
lést í gærkvöldi, 51 árs að aldri. Stefán Baldvinsson var meðeigandi i fyrirtækinu P. A. Anthoniesen i Skagen, en það er fiskútflutningsfyrirtæki.
Stefán var vel þekktur víða á Norðurlöndum. Stefán dvaldist mestan hluta ævinnar erlendis, aðallega Danmörku. Hann fór fyrst utan 1930 og lagði stund á nám við verslunarskóla í Svíþjóð. Árið 1937 hélt hann héðan til Danmerkur og vann fyrst við landbúnaðarstörf.
Fæddur var Stefán 6. september 1912 á Árskógsströnd
í Eyjafirði.
Stefán var erlendis öll stríðsárin, en dvaldist um tveggja ára skeið á Íslandi eftir stríðið. Síðan gekk hann að eiga danska stúlku og
settist að á Skagen 1947. Þar varð hann hluthafi i fyrirtæki tengdaföður síns, sem hann vann hjá æ síðan.
--------------
Vísir - 24. september 1963
Stefán Baldvinsson látinn Þann 18. þ. m. andaðist að heimili sínu í Skagen á Jótlandi.
Stefán Baldvinsson fiskútflytjandi, aðeins 51 árs að aldri.
Stefán var ættaður frá Árskógsströnd í Eyjafirði, sonur hjónanna Baldvins Þorsteinssonar frá Hámundarstöðum og Sólveigar Stefánsdóttur.
Stefán stundaði framan af ævi ýmis störf á Siglufirði en fluttist árið 1937 til Danmerkur. Kvæntist hann þar danskri konu, Ingu dóttur P. A. Anthoniesen fiskkaupmanns í Skagen. Varð þeim þriggja mannvænlegra barna auðið.
Gerðist hann meðeigandi í fyrirtækinu og annaðist umfangsmikla fisk- og síldarsölu til útlanda um langt skeið. Var hann nýkominn heim
frá vörusýningunni í Leipzig er hann andaðist, en þar hafði hann gert síldarsölusamning fyrir margar milljónir króna. Útför Stefáns var gerð í Skagen 21. þ.
m. og minntust Kaupmannahafnarblöðin þá þessa merka Íslendings og fóru viðurkenningarorðum um starf hans í hinu nýja heimalandi sínu.
-----------------------------------------
Neisti - 23. desember 1963
Stefán Baldvinsson f. 1913- Fyrrverandi póstfulltrúi í Siglufirði er látinn sjötugur starfsfélagi minn og vinur, Stefán Baldvinsson, andaðist á Skagen í Danmörku 18. september 1963, aðeins 51 árs
Mig langar til að skrifa um hann látinn nokkur orð. Stefán Baldvinsson starfaði sem fulltrúi hjá pósti og síma í Siglufirði mörg ár, og var mjög vel liðinn af samstarfsfólki og húsbændum ölluim. Hann var hvers manns hugljúfi.
Menntunar þorsti hans og manndómur var einstakur, útþráin var Stefáni í blóð borin, enda kom að því að hann kvaddi Siglufjörð — en þó ekkli með öllu, því hugur hans var oft heima. Æfi Stefáns Baldvinssonar var á margan háfet óvenjuleg. Móður sína missir hann 8 ára gamall, og var þá tekinn í fóstur af þeim frábæru hjónum, sem eldri Siglfirðingar muna eftir, Sigmundi Sigurðssyni og Kristjönu Sigfúsdóttiur, konu hans í Hrísey.
Þegar Stefán var 12 ára gamall fluttist hann til Siglufjarðar með fósturforeldrum sínum. Önnur hjón
í Siglufirði gerðu Stefáni léttari æskusporin, þau Ottó Jörgensen og hans góða
kona, Þórunn Þórðardóttur.
Við, sem þekktum Stefán Baldvinsson og störfuðum með honum, söknum nú vinar í stað. Stefán fór utan skömmu fyrir síðari
heimsstyrjöldina og fór viða.
Hann kvæntist í Danmörku eftirlifandi konu sinni, frú Ingu, dóttur P. A. Anifchoniesen, útgerðarmanns og fiskútflytjanda á Skagen, árið 1947. Frú Inga bjó Stefáni fallegt heimili og var honum í erfiðu starfi mikill styrkur. Heiður hennar var það. Þau hjónin eignuðust 3 börn, Oato Antoni, sem nú er 15 ára, Sólveigu, 12 ára, og Axel Björn, 10 ára Það er mikið áfall fyrir þau öll, að sjá að baki góð um heimilisföður og góðum dreng.
Með þessum fáu orðum langar mig til þess að imsinnast Stefáns Baldvinssonar með þakklæti fyrir gömul og góð kynni. Ég tel mig mega, með þessum orðum gefa öllum ættingjum hans kveðju með samúð. Elskulegri kon hans og börnum, sem eru íslenzkir ríkisborgarar, bið ég góðan Guð að standa vörð um.
Stefán Baldvinsson setti svip sinn á alla þá staði, er hann gisti, og mér er ekki örgrannt um það, að eigi börn hans eftir að leggja land undir fót og heimsækja æskustöðvar föður síns, myndu margir fagna þeirri heimsókn. Eitt er víst, að Siglfirðingar og aðrir samstarfsmenn Stefáns heitins Baldvinssonar, eiga vini úti á Skagen, afkomendur hans og hinnar góðu konu, Ingu Þau tengsl munu ekki rofna. —
Guð
blessi góðan dreng — í danskri mold. Björn Dúason.
----------------------------------------