María Guðmundsdóttir

mbl.is - 27. janúar 2007 | Minningargrein

María Guðmundsdóttir fæddist á Skagaströnd 27. október 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar aðfaranótt 22. janúar síðastliðins.
Foreldrar hennar voru

María Magnúsdóttir og Eiríkur Guðmundur Guðmundsson.

María giftist Ragnar Gíslason útgerðarmanni, f. á Undhóli í Skagafirði 28. október 1918, d. 11. maí 1998.
Börn þeirra eru:

1) Halldóra Guðlaug Ragnarsdóttir, f. 1944, maki Frímann Gústafsson, börn: 
  • Guðmundur,
  • Guðlaug,
  • Hrafnhildur og
  • Sigþór.

María Guðmundsdóttir --  ókunnur ljósmyndari

María Guðmundsdóttir -- ókunnur ljósmyndari

2) Ólöf Hafdís Ragnarsdórrit
börn:
, f. 1946, d. 1995, maki
Einar Júlíusson
,
  • Vilborg,
  • Halldóra,
  • María Ragna og
  • Ólöf Hafdís.

3) María Lillý  Ragnarsdóttir, f. 1950, maki Haukur Jónsson,
börn:

  • Rakel Hauksdóttir,
  • Guðrún Hauksdóttir,
  • Ragnar Hauku Hauksson,
  • Pétur Steinn Hauksson,
  • Jón Rúnar Hauksson og
  • Aron Haukur Hauksson.
4) Guðmundur Ragnarsson, f. 1953, maki Herdís Sæmundardóttir,
börn:
  • Steindór Örvar Guðmundsson tölvufræðingur, (móðir; Margrér M Steingrímsdóttir)
  • Helgi Sæmundur og
  • Ása María.

5) Kristín Ragnarsdóttir,
börn:
f. 1956, maki
Jón Ásgeirsson,
  • Haukur og
  • María Lillý.
6) Ragnar Ragnarsson,
f. 1957.

Útför Maríu verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.

Mig langar í örfáum orðum að minnast elsku ömmu minnar sem nú er látin. Hún amma var einstök að mörgu leyti. Hún var ofboðslega góð kona. Hún tók alltaf vel á móti öllum með bros á vör og hlýju í hjarta. Ég á margar minningar um það að vera heima hjá ömmu og allar eiga þær það sameiginlegt að þær eru ofboðslega hlýjar og góðar minningar.

Eins og öll símtölin þar sem við gátum talað um allt á milli himins og jarðar... stundum voru það heilu klukkutímarnir. Hjá ömmu fannst öllum gott að vera. Þér þótti líka ákaflega vænt um fjölskylduna þína og það var aðdáunarvert hversu vel þú fylgdist með henni. Eins og okkur hérna fyrir sunnan. Alltaf var stutt í hláturinn hjá þér og brosið.

Enda á ég rosalega margar góðar minningar við eldhúsborðið þitt þar sem fjölskyldan hittist og spjallaði saman og hló mikið. Þó svo að þú værir orðin svona veik veit ég það í gegnum fjölskylduna að ekki var langt í grínið hjá þér. Alltaf gastu litið á jákvæðu hliðarnar á öllu. Alveg sama hverju það tengdist.

Ekki hefði mér dottið það í hug að það yrði í síðasta skiptið sem ég myndi sjá þig þegar við hjónin ætluðum bara rétt að taka okkur smárúnt til Sigló til ömmu alla leiðina frá Eskifirði sem tók aðeins fjóra tíma en ég er mjög fegin því núna. Þá var sko mikið hlegið við eldhúsborðið fræga yfir þessum rúnti okkar, eins og svo oft áður. En mikið rosalega á ég eftir að sakna allra góðu stundanna með þér elsku amma mín.

Ég hef alltaf litið á þig sem klettinn í þessari fjölskyldu og dáðst að þér. Þú varst alltaf svo yndisleg og umvafðir alla ást og kærleika. Þegar við systurnar fórum til Sigló dvöldum við alltaf í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa. En ég reyni að hugsa til þess að þér líði miklu betur núna og sért hjá honum afa og mömmu. Þar er eflaust kátt á hjalla.

Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og með söknuði og hlýhug í hjarta þakka ég fyrir að hafa haft þig í lífi mínu.

Þín Ólöf Hafdís.